Er alltaf best að sigra? Eva María Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 14:31 Við elskum öll íslensku. Við sem höfum hana að móðurmáli og líka þau sem koma til landsins og læra hana sjálfviljug. Að veita því athygli sem maður óskar góðs gengis og gróanda er okkur flestum tamt. Þess vegna dreg ég athygli að íslenskunni sem blasir við framan á nýju blaði Nettó sem stendur fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum um þessar mundir. Fyrirsögn blaðsins er einfaldlega Sigraðu heilsuna! Flest skiljum við þetta eins og það er meint og það er sannarlega vel meint að hvetja okkur öll til að temja okkur heilsusamlegt líferni. Þó eru í orðalaginu ákveðin óþægindi, þversögn. Óþægindin tengjast hugmyndinni um að sigra. Við notum sögnina að sigra iðulega um þann sem hefur betur í viðureign, sá er sigurvegarinn. Hinn tapar. Ef við sjáum fyrir okkur viðureign okkar við eigin heilsu, hvernig væri ákjósanlegt að henni lyktaði? Ef við sigrum heilsuna, liggur hún þá ekki í valnum að viðureign lokinni? Ef hinsvegar heilsan sigrar okkur, væru okkur þá ekki allir vegir færir? Væri mögulega nær lagi að hvetja lesendur Nettóblaðsins til að sigrast á óhollustu eða einfaldlega að láta heilsuna hafa betur. Heilsan sigrar! Orðalagið að sigra þetta og hitt er í tísku núna og það er gaman að tískubylgjum, líka í tungumálinu. Tískan er tilraunakennd og fer oft á skjön við hið gamalgróna. Það er sígilt að nota íslensku á skapandi og tilraunakenndan hátt og væri óskandi að leikurinn að tungumálinu liði aldrei undir lok. Ef menn eru tilbúnir til að ýta málinu út á ystu nöf til að tryggja sér athygli, er það ákveðin aðferð. Þeir sem nota þá aðferð eru sennilega ekki að hugsa um hversu mikið þeir unna tungumálinu. Einnig er mikils virði að gleyma ekki að senda ritmál sem fer í almenna dreifingu til prófarkalesara. Það hefði sennilega komið í veg fyrir að mér birtist þessi dapurlega sýn á heilsuna sem liggur gersigruð og óvíg eftir viðureign okkar. Og ástand mitt hefur aldrei verið verra, því ég hef tapað heilsunni! Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Við elskum öll íslensku. Við sem höfum hana að móðurmáli og líka þau sem koma til landsins og læra hana sjálfviljug. Að veita því athygli sem maður óskar góðs gengis og gróanda er okkur flestum tamt. Þess vegna dreg ég athygli að íslenskunni sem blasir við framan á nýju blaði Nettó sem stendur fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum um þessar mundir. Fyrirsögn blaðsins er einfaldlega Sigraðu heilsuna! Flest skiljum við þetta eins og það er meint og það er sannarlega vel meint að hvetja okkur öll til að temja okkur heilsusamlegt líferni. Þó eru í orðalaginu ákveðin óþægindi, þversögn. Óþægindin tengjast hugmyndinni um að sigra. Við notum sögnina að sigra iðulega um þann sem hefur betur í viðureign, sá er sigurvegarinn. Hinn tapar. Ef við sjáum fyrir okkur viðureign okkar við eigin heilsu, hvernig væri ákjósanlegt að henni lyktaði? Ef við sigrum heilsuna, liggur hún þá ekki í valnum að viðureign lokinni? Ef hinsvegar heilsan sigrar okkur, væru okkur þá ekki allir vegir færir? Væri mögulega nær lagi að hvetja lesendur Nettóblaðsins til að sigrast á óhollustu eða einfaldlega að láta heilsuna hafa betur. Heilsan sigrar! Orðalagið að sigra þetta og hitt er í tísku núna og það er gaman að tískubylgjum, líka í tungumálinu. Tískan er tilraunakennd og fer oft á skjön við hið gamalgróna. Það er sígilt að nota íslensku á skapandi og tilraunakenndan hátt og væri óskandi að leikurinn að tungumálinu liði aldrei undir lok. Ef menn eru tilbúnir til að ýta málinu út á ystu nöf til að tryggja sér athygli, er það ákveðin aðferð. Þeir sem nota þá aðferð eru sennilega ekki að hugsa um hversu mikið þeir unna tungumálinu. Einnig er mikils virði að gleyma ekki að senda ritmál sem fer í almenna dreifingu til prófarkalesara. Það hefði sennilega komið í veg fyrir að mér birtist þessi dapurlega sýn á heilsuna sem liggur gersigruð og óvíg eftir viðureign okkar. Og ástand mitt hefur aldrei verið verra, því ég hef tapað heilsunni! Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun