Kallar eftir því að ríkið stigi inn í og taki við keflinu af sveitarfélögunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2022 15:01 Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar kallar eftir því að ríkið taki við þjónustu við fólk á flótta og fólk í leit að alþjóðlegri vernd, í stað þess að sveitarfélögin veiti hana. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ályktaði í gær um að bærinn gæti ekki veitt þá þjónustu sem ætlast væri til af honum. Bæjarstjórinn segir lausnina ekki felast í því að fleiri sveitarfélög taki á móti fólki. „Við erum búin að kvarta undan því um nokkurra missera skeið við Útlendingastofnun og ráðuneytið að straumur þessa fólks hingað, umfram þá sem við erum með samninga um, sé orðinn allt of mikill og að við séum að komast að þolmörkum í því að veita því fólki þjónustu,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Lögum samkvæmt beri sveitarfélögum sem fólk er búsett í að veita því ákveðna þjónustu, hvort sem samningur um það er í gildi eða ekki. „Þetta fólk kemur hingað og óskar eftir ýmiskonar þjónustu. Við höfum varað við þessu, bent á og kvartað yfir að hér séu leigð hótel og gistiheimili til að koma fólki í búsetu, án samráðs við okkur og án þess að ganga úr skugga um að við getum veitt því þá þjónustu sem okkur ber samkvæmt lögum,“ segir Rósa. Viðræður við félagsmálaráðuneytið og önnur stjórnvöld um málið hafi ekki borið árangur. „Við getum ekki meir“ „Svo tók steininn úr núna fyrir um hálfum mánuði. Þá var okkur tilkynnt að til viðbótar við þennan mikla straum sem hefur verið undanfarna mánuði, séu fjögur hundruð flóttamenn frá Venesúela að koma til landsins og að helmingur þeirra muni hafa búsetu í Hafnarfirði. Það var ekki haft samráð við okkur, heldur leigð hótel og gistirými til að koma fólki í búsetu. Þá ber okkur að veita þjónustu, sama hvað,“ segir Rósa. Lög geri ráð fyrir að sveitarfélagið veiti þjónustuna, jafnvel þó fólkið komi þangað án samráðs við þá sem því stjórna. „Þetta er gert án samráðs og ég vil bara að ráðuneytið taki fulla ábyrgð á því að fólkið fái þá þjónustu sem ríkið vill að það fái. Við getum ekki veitt hana hér í Hafnarfirði. Það eru nú þegar tvö hundruð leik- og grunnskólabörn sem hafa komið hingað undanfarin ár á flótta, og við erum enn að reyna að koma börnum að. Nú er komin upp sú staða að við getum ekki meir,“ segir Rósa. Unnið að úrbótum Í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að unnið sé að því að koma fleiri sveitarfélögum að borðinu. Sem stendur eru þrjú sveitarfélög aðilar að samningi við ríkið um móttöku fólks í leit að alþjóðlegri vernd. Það eru Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær. Viðbrögð Guðmundar Inga komu til eftir að meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sendi frá sér tilkynningu þar sem hann lýsti óánægju með að ríkið þrýsti á sveitarfélagið um að taka við fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn til að sinna þjónustunni fylgdi með. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sendi svo frá sér ályktun í gær, sem var samþykkt samhljóma á fundi hennar. Þar kom fram að bærinn gæti ekki tekið við fleira flóttafólki í bili, en lesa má ályktunina í heild sinni neðst í fréttinni. Í viðtali við RÚV í dag ítrekaði Guðmundur Ingi þá að unnið væri að því að koma fleiri sveitarfélögum að borðinu. „Ég get alveg sannfært bæjarstjórann í Hafnarfirði og aðra um það að við erum að vinna í þessu og vonast ég bara til þess að við getum létt álaginu meira af þeim sveitarfélögum sem mest hafa tekið á móti fólki enda er það bæði sanngjarnt og líka skynsamlegt,“ sagði Guðmundur Ingi við Ríkisútvarpið. Grafalvarlegt samráðsleysi Rósa segir aðkomu fleiri sveitarfélaga hins vegar ekki vera aðalmálið, ólíkt meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sem kallaði eftir einmitt því. „Mér finnst að ábyrgð á þessum málaflokki, sem er hjá þessum ráðherra, verði að ná alla leið og fólk verði að sjá fyrir endann á þessum málum. Hvort fólk streymi í nágrannasveitarfélögin, mér finnst það ekki vera lausnin, heldur spyr ég: Hversu langt ætlum við að ganga, hvar ætlum við að enda í þessu, þessi litla þjóð?“ Innt eftir því hvað myndi þá leysa vandamálið sem lýst er í ályktun Hafnarfjarðarbæjar segir Rósa að vænlegast væri ef fleira fólk væri ekki staðsett í Hafnarfirði, þar sem innviðirnir séu komnir að þolmörkum. „Það samtal hefur ekki skilað árangri, heldur er bara gefið í. Það eru bara fleiri hótel og gistiheimili tekin á leigu.“ Sveitarfélagið vilji sinna þjónustu við það fólk sem þegar er komið í kerfi þess vel. „Við erum fyrst og fremst að kvarta undan samráðsleysinu, sem er grafalvarlegt í samskiptum sveitarfélags og ríkis. Við erum að vísa ábyrgðinni til ráðuneytisins, og að þar verði hugað að því að veita þessu fólki þjónustu,“ segir Rósa. Vill sjá ríkið taka við málaflokkinum Ein hugmynd sé að ríkið taki einfaldlega að sér að veita þá þjónustu sem undir er. „Hvert eigum við að vísa þessum hundruðum sem eru á leiðinni? Ég vil bara fá svar við því. Það er mjög alvarlegt að flytja fólk til bæjarfélags sem er búið að benda á að það geti ekki veitt hana. Þetta getur ekki gengið svona endalaust.“ Rósa segir stjórnvöld þurfa að marka sér skýrari stefnu í þessum málum. „Við þurfum að vera í einhverju samtali um hvar eigi að veita þjónustuna, og ég held að ríkið verði bara að fara að taka hana að sér, í stað þess að varpa þessu yfir á sveitarfélögin. Nú er bara komið að ríkinu að veita þjónustuna, og þurfi lagabreytingar til þess þá er það bara þannig. Það er ekki hægt að varpa þessu bara á sveitarfélögin og segja bara: „Já, þau redda þessu,“ eins og svo oft hefur verið gert í ýmsum málum,“ segir Rósa. Hér að neðan má lesa ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, sem var samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær: Ábyrgð á þjónustu við flóttafólk vísað til félagsmálaráðuneytisins Hafnarfjarðarbær hefur frá árinu 2015 verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem gert hefur samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd. Því mikilvæga samfélagslega verkefni hefur bærinn sinnt af alúð og metnaði og mikil sérþekking skapast. Auk þess hefur bæjarfélagið tekið á móti stórum hópi flóttafólks í gegnum samræmda móttöku. Nú er svo komið að hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta eru í grunn- og leikskólum Hafnarfjarðar og leggur bæjarfélagið mikla áherslu á að sinna þeim einstaklingum vel. Undanfarna mánuði hefur Hafnarfjarðarbær ítrekað komið því á framfæri við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið að bærinn geti ekki tekið á móti fleira flóttafólki í bili þar sem innviðir sveitarfélagsins séu fyrir all nokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varðar. Engu að síður hefur flóttafólki án samnings við bæjarfélagið fjölgað um nokkur hundruð á síðustu vikum. Fólkið er hingað komið og búsett í úrræðum sem Útlendingastofnun hefur komið upp í bæjarfélaginu algjörlega án samráðs við bæjaryfirvöld. Í erindum bæjarins til ráðuneytisins hefur því skýrt verið komið á framfæri að útilokað er að Hafnarfjarðarbær geti tekið við fleira flóttafólki og veitt því þá þjónustu sem lögum samkvæmt búsetusveitarfélaginu ber að gera, sbr. skólaþjónustu til barna. Þar sem viðræður og erindi til ráðuneytisins og Útlendingastofnunar hafa ekki skilað árangri, er ábyrgðinni á veitingu þjónustunnar hér með vísað til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Hafnarfjarðarbær skorast alls ekki undan þátttöku í verkefninu og vill sinna því vel áfram með hagsmuni flóttafólks og hælisleitenda að leiðarljósi. Ríkið verður hins vegar að standa undir sinni ábyrgð í málinu og koma til móts við bæjarfélögin sem hafa tekið að sér þessi verkefni. Bæjarfélaginu ber lögum samkvæmt að gæta hagsmuna allra barna sem nú þegar eru í leik- og grunnskólakerfinu. Vegna skorts á samráði þola innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Félagsmál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
„Við erum búin að kvarta undan því um nokkurra missera skeið við Útlendingastofnun og ráðuneytið að straumur þessa fólks hingað, umfram þá sem við erum með samninga um, sé orðinn allt of mikill og að við séum að komast að þolmörkum í því að veita því fólki þjónustu,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Lögum samkvæmt beri sveitarfélögum sem fólk er búsett í að veita því ákveðna þjónustu, hvort sem samningur um það er í gildi eða ekki. „Þetta fólk kemur hingað og óskar eftir ýmiskonar þjónustu. Við höfum varað við þessu, bent á og kvartað yfir að hér séu leigð hótel og gistiheimili til að koma fólki í búsetu, án samráðs við okkur og án þess að ganga úr skugga um að við getum veitt því þá þjónustu sem okkur ber samkvæmt lögum,“ segir Rósa. Viðræður við félagsmálaráðuneytið og önnur stjórnvöld um málið hafi ekki borið árangur. „Við getum ekki meir“ „Svo tók steininn úr núna fyrir um hálfum mánuði. Þá var okkur tilkynnt að til viðbótar við þennan mikla straum sem hefur verið undanfarna mánuði, séu fjögur hundruð flóttamenn frá Venesúela að koma til landsins og að helmingur þeirra muni hafa búsetu í Hafnarfirði. Það var ekki haft samráð við okkur, heldur leigð hótel og gistirými til að koma fólki í búsetu. Þá ber okkur að veita þjónustu, sama hvað,“ segir Rósa. Lög geri ráð fyrir að sveitarfélagið veiti þjónustuna, jafnvel þó fólkið komi þangað án samráðs við þá sem því stjórna. „Þetta er gert án samráðs og ég vil bara að ráðuneytið taki fulla ábyrgð á því að fólkið fái þá þjónustu sem ríkið vill að það fái. Við getum ekki veitt hana hér í Hafnarfirði. Það eru nú þegar tvö hundruð leik- og grunnskólabörn sem hafa komið hingað undanfarin ár á flótta, og við erum enn að reyna að koma börnum að. Nú er komin upp sú staða að við getum ekki meir,“ segir Rósa. Unnið að úrbótum Í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að unnið sé að því að koma fleiri sveitarfélögum að borðinu. Sem stendur eru þrjú sveitarfélög aðilar að samningi við ríkið um móttöku fólks í leit að alþjóðlegri vernd. Það eru Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær. Viðbrögð Guðmundar Inga komu til eftir að meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sendi frá sér tilkynningu þar sem hann lýsti óánægju með að ríkið þrýsti á sveitarfélagið um að taka við fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn til að sinna þjónustunni fylgdi með. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sendi svo frá sér ályktun í gær, sem var samþykkt samhljóma á fundi hennar. Þar kom fram að bærinn gæti ekki tekið við fleira flóttafólki í bili, en lesa má ályktunina í heild sinni neðst í fréttinni. Í viðtali við RÚV í dag ítrekaði Guðmundur Ingi þá að unnið væri að því að koma fleiri sveitarfélögum að borðinu. „Ég get alveg sannfært bæjarstjórann í Hafnarfirði og aðra um það að við erum að vinna í þessu og vonast ég bara til þess að við getum létt álaginu meira af þeim sveitarfélögum sem mest hafa tekið á móti fólki enda er það bæði sanngjarnt og líka skynsamlegt,“ sagði Guðmundur Ingi við Ríkisútvarpið. Grafalvarlegt samráðsleysi Rósa segir aðkomu fleiri sveitarfélaga hins vegar ekki vera aðalmálið, ólíkt meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sem kallaði eftir einmitt því. „Mér finnst að ábyrgð á þessum málaflokki, sem er hjá þessum ráðherra, verði að ná alla leið og fólk verði að sjá fyrir endann á þessum málum. Hvort fólk streymi í nágrannasveitarfélögin, mér finnst það ekki vera lausnin, heldur spyr ég: Hversu langt ætlum við að ganga, hvar ætlum við að enda í þessu, þessi litla þjóð?“ Innt eftir því hvað myndi þá leysa vandamálið sem lýst er í ályktun Hafnarfjarðarbæjar segir Rósa að vænlegast væri ef fleira fólk væri ekki staðsett í Hafnarfirði, þar sem innviðirnir séu komnir að þolmörkum. „Það samtal hefur ekki skilað árangri, heldur er bara gefið í. Það eru bara fleiri hótel og gistiheimili tekin á leigu.“ Sveitarfélagið vilji sinna þjónustu við það fólk sem þegar er komið í kerfi þess vel. „Við erum fyrst og fremst að kvarta undan samráðsleysinu, sem er grafalvarlegt í samskiptum sveitarfélags og ríkis. Við erum að vísa ábyrgðinni til ráðuneytisins, og að þar verði hugað að því að veita þessu fólki þjónustu,“ segir Rósa. Vill sjá ríkið taka við málaflokkinum Ein hugmynd sé að ríkið taki einfaldlega að sér að veita þá þjónustu sem undir er. „Hvert eigum við að vísa þessum hundruðum sem eru á leiðinni? Ég vil bara fá svar við því. Það er mjög alvarlegt að flytja fólk til bæjarfélags sem er búið að benda á að það geti ekki veitt hana. Þetta getur ekki gengið svona endalaust.“ Rósa segir stjórnvöld þurfa að marka sér skýrari stefnu í þessum málum. „Við þurfum að vera í einhverju samtali um hvar eigi að veita þjónustuna, og ég held að ríkið verði bara að fara að taka hana að sér, í stað þess að varpa þessu yfir á sveitarfélögin. Nú er bara komið að ríkinu að veita þjónustuna, og þurfi lagabreytingar til þess þá er það bara þannig. Það er ekki hægt að varpa þessu bara á sveitarfélögin og segja bara: „Já, þau redda þessu,“ eins og svo oft hefur verið gert í ýmsum málum,“ segir Rósa. Hér að neðan má lesa ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, sem var samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær: Ábyrgð á þjónustu við flóttafólk vísað til félagsmálaráðuneytisins Hafnarfjarðarbær hefur frá árinu 2015 verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem gert hefur samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd. Því mikilvæga samfélagslega verkefni hefur bærinn sinnt af alúð og metnaði og mikil sérþekking skapast. Auk þess hefur bæjarfélagið tekið á móti stórum hópi flóttafólks í gegnum samræmda móttöku. Nú er svo komið að hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta eru í grunn- og leikskólum Hafnarfjarðar og leggur bæjarfélagið mikla áherslu á að sinna þeim einstaklingum vel. Undanfarna mánuði hefur Hafnarfjarðarbær ítrekað komið því á framfæri við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið að bærinn geti ekki tekið á móti fleira flóttafólki í bili þar sem innviðir sveitarfélagsins séu fyrir all nokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varðar. Engu að síður hefur flóttafólki án samnings við bæjarfélagið fjölgað um nokkur hundruð á síðustu vikum. Fólkið er hingað komið og búsett í úrræðum sem Útlendingastofnun hefur komið upp í bæjarfélaginu algjörlega án samráðs við bæjaryfirvöld. Í erindum bæjarins til ráðuneytisins hefur því skýrt verið komið á framfæri að útilokað er að Hafnarfjarðarbær geti tekið við fleira flóttafólki og veitt því þá þjónustu sem lögum samkvæmt búsetusveitarfélaginu ber að gera, sbr. skólaþjónustu til barna. Þar sem viðræður og erindi til ráðuneytisins og Útlendingastofnunar hafa ekki skilað árangri, er ábyrgðinni á veitingu þjónustunnar hér með vísað til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Hafnarfjarðarbær skorast alls ekki undan þátttöku í verkefninu og vill sinna því vel áfram með hagsmuni flóttafólks og hælisleitenda að leiðarljósi. Ríkið verður hins vegar að standa undir sinni ábyrgð í málinu og koma til móts við bæjarfélögin sem hafa tekið að sér þessi verkefni. Bæjarfélaginu ber lögum samkvæmt að gæta hagsmuna allra barna sem nú þegar eru í leik- og grunnskólakerfinu. Vegna skorts á samráði þola innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt.
Ábyrgð á þjónustu við flóttafólk vísað til félagsmálaráðuneytisins Hafnarfjarðarbær hefur frá árinu 2015 verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem gert hefur samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd. Því mikilvæga samfélagslega verkefni hefur bærinn sinnt af alúð og metnaði og mikil sérþekking skapast. Auk þess hefur bæjarfélagið tekið á móti stórum hópi flóttafólks í gegnum samræmda móttöku. Nú er svo komið að hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta eru í grunn- og leikskólum Hafnarfjarðar og leggur bæjarfélagið mikla áherslu á að sinna þeim einstaklingum vel. Undanfarna mánuði hefur Hafnarfjarðarbær ítrekað komið því á framfæri við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið að bærinn geti ekki tekið á móti fleira flóttafólki í bili þar sem innviðir sveitarfélagsins séu fyrir all nokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varðar. Engu að síður hefur flóttafólki án samnings við bæjarfélagið fjölgað um nokkur hundruð á síðustu vikum. Fólkið er hingað komið og búsett í úrræðum sem Útlendingastofnun hefur komið upp í bæjarfélaginu algjörlega án samráðs við bæjaryfirvöld. Í erindum bæjarins til ráðuneytisins hefur því skýrt verið komið á framfæri að útilokað er að Hafnarfjarðarbær geti tekið við fleira flóttafólki og veitt því þá þjónustu sem lögum samkvæmt búsetusveitarfélaginu ber að gera, sbr. skólaþjónustu til barna. Þar sem viðræður og erindi til ráðuneytisins og Útlendingastofnunar hafa ekki skilað árangri, er ábyrgðinni á veitingu þjónustunnar hér með vísað til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Hafnarfjarðarbær skorast alls ekki undan þátttöku í verkefninu og vill sinna því vel áfram með hagsmuni flóttafólks og hælisleitenda að leiðarljósi. Ríkið verður hins vegar að standa undir sinni ábyrgð í málinu og koma til móts við bæjarfélögin sem hafa tekið að sér þessi verkefni. Bæjarfélaginu ber lögum samkvæmt að gæta hagsmuna allra barna sem nú þegar eru í leik- og grunnskólakerfinu. Vegna skorts á samráði þola innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Félagsmál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira