Enginn skoraði fleiri mörk í fyrstu fimm leikjum sínum en Håland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 22:00 Fimm leikir, níu mörk og ein stoðsending. Geri aðrir betur. EPA-EFE/ANDREW YATES Erling Braut Håland skoraði þrennu í stórsigri Englandsmeistara Manchester City á nýliðum Nottingham Forest. Håland hefur nú skorað níu mörk í fyrstu fimm leikjunum sínum í deildinni en það er met. Þegar Manchester City festi kaup á Håland í sumar var þeirri hugmynd hent fram hvort það myndi taka leikmanninn, og liðið, tíma að smella saman. Hann er jú einstakur framherji og Englandsmeistararnir léku oftar en ekki án þess að vera með hefðbundinn framherja á síðustu leiktíð. Håland hefur heldur betur svarað því en hann hefur verið vægast sagt sjóðandi heitur í upphafi móts. Hann byrjaði tímabilið á að skora bæði mörkin í 2-0 sigri á West Ham United. Í 4-0 sigrinum gegn Bournemouth lét hann sér nægja að leggja upp eitt mark. Þá skoraði hann eitt mark í 3-3 jafnteflinu gegn Newcastle United á útivelli. Þrjú mörk og ein stoðsending í þremur leikjum er nokkuð gott fyrir 21 árs gamlan framherja sem er að spila sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni. Håland er hins vegar enginn venjulegur framherji. Norðmaðurinn skoraði þrennu er Man City kom til baka eftir að lenda 0-2 undir gegn Crystal Palace um helgina og hann gerði slíkt hið sama er City rótburstaði nýliða Nottingham Forest 6-0 í kvöld. 9 - Erling Haaland has scored nine goals in his first five @premierleague appearances, a new competition record, surpassing Mick Quinn and Sergio Agüero (both 8). Incredible. pic.twitter.com/t2mrT5bWWZ— OptaJoe (@OptaJoe) August 31, 2022 Hann er því kominn upp í níu mörk í aðeins fimm leikjum og bætir þar með met Mick Quinn og Manchester City goðsagnarinnar Sergio Agüero sem skoruðu báðir átta mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Verði Håland áfram eitthvað í líkingu við Agüero þá munu varnarmenn deildarinnar án efa velja veikindadaga sína vandlega næstu misserin. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. 31. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Þegar Manchester City festi kaup á Håland í sumar var þeirri hugmynd hent fram hvort það myndi taka leikmanninn, og liðið, tíma að smella saman. Hann er jú einstakur framherji og Englandsmeistararnir léku oftar en ekki án þess að vera með hefðbundinn framherja á síðustu leiktíð. Håland hefur heldur betur svarað því en hann hefur verið vægast sagt sjóðandi heitur í upphafi móts. Hann byrjaði tímabilið á að skora bæði mörkin í 2-0 sigri á West Ham United. Í 4-0 sigrinum gegn Bournemouth lét hann sér nægja að leggja upp eitt mark. Þá skoraði hann eitt mark í 3-3 jafnteflinu gegn Newcastle United á útivelli. Þrjú mörk og ein stoðsending í þremur leikjum er nokkuð gott fyrir 21 árs gamlan framherja sem er að spila sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni. Håland er hins vegar enginn venjulegur framherji. Norðmaðurinn skoraði þrennu er Man City kom til baka eftir að lenda 0-2 undir gegn Crystal Palace um helgina og hann gerði slíkt hið sama er City rótburstaði nýliða Nottingham Forest 6-0 í kvöld. 9 - Erling Haaland has scored nine goals in his first five @premierleague appearances, a new competition record, surpassing Mick Quinn and Sergio Agüero (both 8). Incredible. pic.twitter.com/t2mrT5bWWZ— OptaJoe (@OptaJoe) August 31, 2022 Hann er því kominn upp í níu mörk í aðeins fimm leikjum og bætir þar með met Mick Quinn og Manchester City goðsagnarinnar Sergio Agüero sem skoruðu báðir átta mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Verði Håland áfram eitthvað í líkingu við Agüero þá munu varnarmenn deildarinnar án efa velja veikindadaga sína vandlega næstu misserin.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. 31. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. 31. ágúst 2022 20:20