Ronaldo vildi Maguire á bekkinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2022 07:01 Félagarnir Harry Maguire og Cristiano Ronaldo í leik gegn Norwich City á síðustu leiktíð. Simon Stacpoole/Getty Images The Athletic hefur greint frá því að Cristiano Ronaldo, ásamt nokkrum öðrum leikmönnum Manchester United, hafi fundað með þáverandi þjálfari Ralf Rangnick til að finna lausnir á slakri spilamennsku liðsins. Ronaldo stakk upp á því að setja Harry Maguire, fyrirliða liðsins, á varamannabekkinn. Á vef The Athletic er farið ítarlega yfir endurkomu Cristiano Ronaldo til Manchester United en nú er slétt ár síðan hann gekk aftur í raðir félagsins. Portúgalinn byrjaði ágætlega en fljótlega fataðist honum sem og liðinu flugið. Nú er staðan þannig að hann kemst ekki í byrjunarliðið og hefur verið orðaður við nær öll félög Evrópu sem leika í Meistaradeildinni. Þar virðist metnaður hans liggja en ekkert af félögunum sem þar leika hafa boðið í leikmanninn og virðist sem hann verður áfram í Manchester í ár til viðbótar. Samkvæmt frétt The Athletic þá fór Ronaldo á fund með Rangnick er ekkert gekk upp hjá Man United undir lok tímabils. Með honum í för voru Raphaël Varane og Paul Pogba. Það var þó Ronaldo sem talaði. Cristiano Ronaldo was among the cohort of Manchester United players who approached Ralf Rangnick in February.Among the Portuguese s concerns were playing in a two-man frontline - preferably with Edinson Cavani - and the selection of Harry Maguire. #MUFC @AdamCrafton_— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 31, 2022 Hann sagðist þurfa mann með sér í fremstu víglínu til að ná að blómstra. Stakk hann upp á því að hann og Edinson Cavani myndu byrja saman frammi. Hin hugmynd hans var að bekkja fyrirliða liðsins Harry Maguire en sá átti ekki gott tímabil. Fjarvera Maguire, fyrirliða liðsins, hefði þýtt að fyrirliðabandið hefði farið til Ronaldo. Rangnick tók skýrt fram að sér þætti óþægilegt að ræða þetta þar sem Maguire var ekki á fundi þeirra. Varane og Pogba báðust strax afsökunar en Ronaldo virðist ekki hafa verið á sama máli. Maguire hélt sæti sínu og Cavani, sem er nú farinn frá félaginu – líkt og Pogba, var nær aldrei leikfær svo þeir náðu ekki að byrja marga leiki saman. Erik Ten Hag has had a series of chats this summer with Ronaldo, in which he set out how Ronaldo has always thrived under different kinds of managers, from Ancelotti to Mourinho, and he is challenging Ronaldo by saying Why not thrive under me too? https://t.co/GnKwrwRc7V— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 31, 2022 Erik Ten Hag hefur úr töluvert fleiri valmöguleikum að velja í fremstu línu en Rangnick og virðist sem Ronaldo eigi ekki upp á pallborðið. Þjálfarinn hefur þó tekið skýrt fram að framherjinn hafi blómstrað undir hverjum þjálfaranum á fætur öðrum í fleiri ár. Af hverju ætti hann því ekki að geta gert það undir stjórn Ten Hag? Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Á vef The Athletic er farið ítarlega yfir endurkomu Cristiano Ronaldo til Manchester United en nú er slétt ár síðan hann gekk aftur í raðir félagsins. Portúgalinn byrjaði ágætlega en fljótlega fataðist honum sem og liðinu flugið. Nú er staðan þannig að hann kemst ekki í byrjunarliðið og hefur verið orðaður við nær öll félög Evrópu sem leika í Meistaradeildinni. Þar virðist metnaður hans liggja en ekkert af félögunum sem þar leika hafa boðið í leikmanninn og virðist sem hann verður áfram í Manchester í ár til viðbótar. Samkvæmt frétt The Athletic þá fór Ronaldo á fund með Rangnick er ekkert gekk upp hjá Man United undir lok tímabils. Með honum í för voru Raphaël Varane og Paul Pogba. Það var þó Ronaldo sem talaði. Cristiano Ronaldo was among the cohort of Manchester United players who approached Ralf Rangnick in February.Among the Portuguese s concerns were playing in a two-man frontline - preferably with Edinson Cavani - and the selection of Harry Maguire. #MUFC @AdamCrafton_— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 31, 2022 Hann sagðist þurfa mann með sér í fremstu víglínu til að ná að blómstra. Stakk hann upp á því að hann og Edinson Cavani myndu byrja saman frammi. Hin hugmynd hans var að bekkja fyrirliða liðsins Harry Maguire en sá átti ekki gott tímabil. Fjarvera Maguire, fyrirliða liðsins, hefði þýtt að fyrirliðabandið hefði farið til Ronaldo. Rangnick tók skýrt fram að sér þætti óþægilegt að ræða þetta þar sem Maguire var ekki á fundi þeirra. Varane og Pogba báðust strax afsökunar en Ronaldo virðist ekki hafa verið á sama máli. Maguire hélt sæti sínu og Cavani, sem er nú farinn frá félaginu – líkt og Pogba, var nær aldrei leikfær svo þeir náðu ekki að byrja marga leiki saman. Erik Ten Hag has had a series of chats this summer with Ronaldo, in which he set out how Ronaldo has always thrived under different kinds of managers, from Ancelotti to Mourinho, and he is challenging Ronaldo by saying Why not thrive under me too? https://t.co/GnKwrwRc7V— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 31, 2022 Erik Ten Hag hefur úr töluvert fleiri valmöguleikum að velja í fremstu línu en Rangnick og virðist sem Ronaldo eigi ekki upp á pallborðið. Þjálfarinn hefur þó tekið skýrt fram að framherjinn hafi blómstrað undir hverjum þjálfaranum á fætur öðrum í fleiri ár. Af hverju ætti hann því ekki að geta gert það undir stjórn Ten Hag?
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira