Eva bjargar átta ára snáða úr ógöngum Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2022 10:30 Sem betur fer fyrir hinn átta ára snáða var Eva með athyglisgáfuna í góðu lagi. Þegar hún hafði áttað sig á því að drengurinn var að fara í kolvitlausa átt tók hún málin í sínar hendur. vísir/vilhelm Frásögn af átta ára dreng sem var kominn illilega af leið í strætisvagni í vikunni hefur vakið nokkra athygli víða á samfélagsmiðlum. Drengurinn er búsettur í Mosfellsbæ en var óvænt kominn í Grafarvog og vissi ekki almennilega hvað var að gerast. Eva Najaaraq Kristinsdóttir, 17 ára nemi við Fjölbrautarskólann í Ármúla, tók málin í sínar hendur. Drengurinn hafði óvart, eftir að hafa verið að leika með vinum sínum, tekið vitlausan vagn. Yrja Dögg Kristjánsdóttir, móðir drengsins, lýsir því svo á Facebook-síðu sinni að hann hafi ætlað til vinar síns eftir kvöldmat en lét ekki vita af sér. „Þeir félagar fóru svo í hoppubelginn. Á leiðinni heim var hann orðinn svo þreyttur og ætlaði að hoppa í strætó upp brekkuna og inn í hverfi. Nema hvað hann tekur vitlausan strætó og endar hjá Egilshöll.“ „Hann var svo mikil dúlla“ Hér er því um hetjusögu úr hversdagslífinu að ræða, sögurnar sem mestu máli skipta. Vísir fékk Evu til að lýsa atburðum eins og þeir komu henni fyrir sjónir. Hún segist hafa setið aftarlega í strætisvagninum á leið í Spöngina. Drengurinn kom svo í vagninn við Álafoss og settist alveg aftast. Eva hugsaði ekki mikið út í það en fór svo að gefa drengnum gaum þegar þau nálguðust Grafarvoginn. Hann var þá orðinn nokkuð lítill í sér og hættur að kannast við sig. „Hann var kominn úr úlpunni, var búinn að setja rauðan apabangsa til hliðar og ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi? Og þá sagðist hann vera kominn langt í burtu að heiman. Hann ætlaði upp í Mosó og Helgafellsskóla.“ Eva sat aftarlega í strætó, drengurinn settist aftast og Eva áttaði sig á því að hann var á villigötum. Hún ræddi við strætóbílstjórann sem gerði sér lítið fyrir, beindi vagninum af leið og keyrði drenginn aftur upp í Mosfellssveit.vísir/vilhelm Evu leist ekki á blikuna, því um var að ræða síðustu strætóferðina upp í Spöng. Eftir það hætti áætlunarferðir. „Hann var svo mikil dúlla,“ segir Eva sem þá áttaði sig á því að hér hafði eitthvað farið úrskeiðis. Hún gaf sig því á tal við bílsstjórann sem drengurinn hafði áður talað við. En bílsstjórinn, sem er frá Póllandi, talaði bara ensku, að sögn Evu. Drengnum komið áleiðis heim á leið Eva segist hafa viljað leyfa drengnum að hringja í foreldra sína úr síma sínum en þá mundi drengurinn ekki símanúmerið. Eva talaði því við bílstjórann og skipti þá engum toga. Bílstjórinn, sem var að ljúka vaktinni, sagðist ætla að keyra drenginn aftur til baka upp í Mosfellsbæ, sem hann svo gerði af mikilli greiðvikni. Eva fór sjálf úr við Egilshöll en fylgdi málinu eftir með því að lýsa atburðum í Facebook-hópi íbúa í Mosó. „Ég er mjög þakklát fyrir það að drengurinn komst heim. Og þá þykir mér vænt um hlýjar kveðjur sem ég fékk frá móðurinni,“ segir Eva. Þær má sjá að neðan. Móðir drengsins var að vonum þakklát Evu og kom því rækilega á framfæri í Facebook-hópi íbúa í Mosó. Yrja Dögg Kristjánsdóttir, móðir drengsins, var ekki lítið sátt við bílstjórann. Fram kom í frétt Mbl að hún hefði haft samband við Strætó og beðið fyrir kærum kveðjum til hans. „Það er ekki hvaða bílstjóri sem er sem hefði snúið við hjá Egilshöll og skutlað barninu heim. Þetta er bara magnað. Yndisleg saga,“ segir Yrja Dögg. Eva býr ásamt fjölskyldu sinni í Grafarvogi, en móðir hennar er frá Grænlandi en pabbi hennar Ólsari. Eva er á tanntæknibraut í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og lætur vel af því námi. Samgöngur Mosfellsbær Börn og uppeldi Strætó Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Drengurinn hafði óvart, eftir að hafa verið að leika með vinum sínum, tekið vitlausan vagn. Yrja Dögg Kristjánsdóttir, móðir drengsins, lýsir því svo á Facebook-síðu sinni að hann hafi ætlað til vinar síns eftir kvöldmat en lét ekki vita af sér. „Þeir félagar fóru svo í hoppubelginn. Á leiðinni heim var hann orðinn svo þreyttur og ætlaði að hoppa í strætó upp brekkuna og inn í hverfi. Nema hvað hann tekur vitlausan strætó og endar hjá Egilshöll.“ „Hann var svo mikil dúlla“ Hér er því um hetjusögu úr hversdagslífinu að ræða, sögurnar sem mestu máli skipta. Vísir fékk Evu til að lýsa atburðum eins og þeir komu henni fyrir sjónir. Hún segist hafa setið aftarlega í strætisvagninum á leið í Spöngina. Drengurinn kom svo í vagninn við Álafoss og settist alveg aftast. Eva hugsaði ekki mikið út í það en fór svo að gefa drengnum gaum þegar þau nálguðust Grafarvoginn. Hann var þá orðinn nokkuð lítill í sér og hættur að kannast við sig. „Hann var kominn úr úlpunni, var búinn að setja rauðan apabangsa til hliðar og ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi? Og þá sagðist hann vera kominn langt í burtu að heiman. Hann ætlaði upp í Mosó og Helgafellsskóla.“ Eva sat aftarlega í strætó, drengurinn settist aftast og Eva áttaði sig á því að hann var á villigötum. Hún ræddi við strætóbílstjórann sem gerði sér lítið fyrir, beindi vagninum af leið og keyrði drenginn aftur upp í Mosfellssveit.vísir/vilhelm Evu leist ekki á blikuna, því um var að ræða síðustu strætóferðina upp í Spöng. Eftir það hætti áætlunarferðir. „Hann var svo mikil dúlla,“ segir Eva sem þá áttaði sig á því að hér hafði eitthvað farið úrskeiðis. Hún gaf sig því á tal við bílsstjórann sem drengurinn hafði áður talað við. En bílsstjórinn, sem er frá Póllandi, talaði bara ensku, að sögn Evu. Drengnum komið áleiðis heim á leið Eva segist hafa viljað leyfa drengnum að hringja í foreldra sína úr síma sínum en þá mundi drengurinn ekki símanúmerið. Eva talaði því við bílstjórann og skipti þá engum toga. Bílstjórinn, sem var að ljúka vaktinni, sagðist ætla að keyra drenginn aftur til baka upp í Mosfellsbæ, sem hann svo gerði af mikilli greiðvikni. Eva fór sjálf úr við Egilshöll en fylgdi málinu eftir með því að lýsa atburðum í Facebook-hópi íbúa í Mosó. „Ég er mjög þakklát fyrir það að drengurinn komst heim. Og þá þykir mér vænt um hlýjar kveðjur sem ég fékk frá móðurinni,“ segir Eva. Þær má sjá að neðan. Móðir drengsins var að vonum þakklát Evu og kom því rækilega á framfæri í Facebook-hópi íbúa í Mosó. Yrja Dögg Kristjánsdóttir, móðir drengsins, var ekki lítið sátt við bílstjórann. Fram kom í frétt Mbl að hún hefði haft samband við Strætó og beðið fyrir kærum kveðjum til hans. „Það er ekki hvaða bílstjóri sem er sem hefði snúið við hjá Egilshöll og skutlað barninu heim. Þetta er bara magnað. Yndisleg saga,“ segir Yrja Dögg. Eva býr ásamt fjölskyldu sinni í Grafarvogi, en móðir hennar er frá Grænlandi en pabbi hennar Ólsari. Eva er á tanntæknibraut í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og lætur vel af því námi.
Samgöngur Mosfellsbær Börn og uppeldi Strætó Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira