Ernirnir höfðu ekki not fyrir þriðja hraðasta grindahlaupara sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2022 23:01 Devon Allen á heimsmeistaramótinu í Oregon í sumar. Getty/Steph Chambers Bandaríska NFL-liðið Philadelphia Eagles hefur ákveðið að losa sig við fyrrverandi grindahlauparann Devon Allen, en Allen setti þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi fyrr í sumar. Allen er 27 ára fyrrverandi grindahlaupari sem ákvað að leggja hlaupaskóna á hilluna eftir HM í frjálsum íþróttum í sumar og snúa sér að amerískum fótbolta. Hann hefur æft með Philadelphia Eagles síðan í júlí, en liðið þurfti að skera hópinn niður í 53 leikmenn áður en tímabilið hefst og Allen var ekki meðal þeirra leikmanna sem komst í gegnum niðurskurðinn. Draumur hans um að leika með Philadelphia-liðinu er þó ekki úti þar sem liðið hefur sagst ætla að fá hann í æfingahóp sinn ef ekkert annað lið krækir í hann. Eagles are cutting receiver and Olympic hurdler Devon Allen, according to @MattLombardoNFL I believe Eagles are hoping they can get him on the practice squad pic.twitter.com/oPSwF0NVli— John Clark (@JClarkNBCS) August 30, 2022 Allen lék sem útherji fyrir University of Oregon í háskólaboltanum á sínum yngri árum, en hætti í íþróttinni árið 2016 til að einbeita sér að frjálsum íþróttum. Þar náði hann góðum árangri, en hann tók þátt á tvennum Ólympíuleikum, þar sem hann hafnaði í fimmta sæti árið 2016 og fjórða sæti í Tókýó í fyrra, ásamt því að setja þriðja hraðasta tíma sögunnar á HM í júní á þessu ári. Frjálsíþróttaferill hans endaði þó ekki eins og hann hafði vonast eftir, en hann var dæmdur úr leik í úrslitahlaupinu á HM í sumar fyrir að þjófstarta, þrátt fyrir það að hafa tæknilega séð ekki þjófstartað. Þá hefur Allen sagt að hann ætli sér ekki að gefa drauminn um að spila í NFL-deildinni upp á bátinn og því er líklegt að þessi 27 ára fyrrum spretthlaupari muni reyna fyrir sér á ný. „Þetta er ekki eitthvað sem ég ætla bara að prófa einu sinni og hætta síðan,“ sagði Allen um verðandi NFL-feril sinn í sumar. „Þetta er eitthvað sem ég ætla að einbeita mér að. Svo lengi sem mér líður vel með það að spila og finnst eins og ég geti spilað vel, þá mun ég spila.“ NFL Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. 29. júlí 2022 18:31 Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. 21. júlí 2022 11:31 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Allen er 27 ára fyrrverandi grindahlaupari sem ákvað að leggja hlaupaskóna á hilluna eftir HM í frjálsum íþróttum í sumar og snúa sér að amerískum fótbolta. Hann hefur æft með Philadelphia Eagles síðan í júlí, en liðið þurfti að skera hópinn niður í 53 leikmenn áður en tímabilið hefst og Allen var ekki meðal þeirra leikmanna sem komst í gegnum niðurskurðinn. Draumur hans um að leika með Philadelphia-liðinu er þó ekki úti þar sem liðið hefur sagst ætla að fá hann í æfingahóp sinn ef ekkert annað lið krækir í hann. Eagles are cutting receiver and Olympic hurdler Devon Allen, according to @MattLombardoNFL I believe Eagles are hoping they can get him on the practice squad pic.twitter.com/oPSwF0NVli— John Clark (@JClarkNBCS) August 30, 2022 Allen lék sem útherji fyrir University of Oregon í háskólaboltanum á sínum yngri árum, en hætti í íþróttinni árið 2016 til að einbeita sér að frjálsum íþróttum. Þar náði hann góðum árangri, en hann tók þátt á tvennum Ólympíuleikum, þar sem hann hafnaði í fimmta sæti árið 2016 og fjórða sæti í Tókýó í fyrra, ásamt því að setja þriðja hraðasta tíma sögunnar á HM í júní á þessu ári. Frjálsíþróttaferill hans endaði þó ekki eins og hann hafði vonast eftir, en hann var dæmdur úr leik í úrslitahlaupinu á HM í sumar fyrir að þjófstarta, þrátt fyrir það að hafa tæknilega séð ekki þjófstartað. Þá hefur Allen sagt að hann ætli sér ekki að gefa drauminn um að spila í NFL-deildinni upp á bátinn og því er líklegt að þessi 27 ára fyrrum spretthlaupari muni reyna fyrir sér á ný. „Þetta er ekki eitthvað sem ég ætla bara að prófa einu sinni og hætta síðan,“ sagði Allen um verðandi NFL-feril sinn í sumar. „Þetta er eitthvað sem ég ætla að einbeita mér að. Svo lengi sem mér líður vel með það að spila og finnst eins og ég geti spilað vel, þá mun ég spila.“
NFL Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. 29. júlí 2022 18:31 Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. 21. júlí 2022 11:31 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. 29. júlí 2022 18:31
Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. 21. júlí 2022 11:31