KSÍ fær Barnaheill með sér í lið til forvarnarfræðslu innan félaga Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2022 12:41 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kallaði eftir úrbótum þegar hún tók við embættinu síðasta haust. Nú fjölgar skrefum í þá átt. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands hefur samið við samtökin Barnaheill um tveggja ára fræðsluverkefni sem ætlað er að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og auka vitund innan aðildarfélaga KSÍ. Verkefnið hefst í haust. Mikið gustaði um sambandið í fyrra þegar sex íslenskir landsliðsmenn voru sakaðir um kynferðisofbeldi og viðbrögð KSÍ í þeim málum gagnrýnd. Guðni Bergsson, formaður sambandsins, sagði af sér sem og stjórn KSÍ fyrir sléttu ári síðan. Sérstök nefnd skipuð af KSÍ fór yfir málið og ferla hjá sambandinu og lagði til þónokkrar tillögur til bóta, en líkt og vakin var athygli á í gær hefur lítið bólað á mörgum þeirra og sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, sem sat í nefndinni sem KSÍ skipaði, að ekki hefði nóg verið gert í þeim málum. Á meðal tillaga til úrbóta var að sambandið skildi vera leiðandi afl jafnréttismála í íþróttahreyfingunni og ná því fram með því að tryggja fræðslu um jafnrétti og kynferðisofbeldi bæði á meðal þjálfara, starfsfólks og sjálfboðaliða hjá fótboltafélögum sem eiga aðild að sambandinu. Sambandið hefur stigið skref í þá átt en samkvæmt tilkynningu KSÍ er markmið samstarfsins við Barnaheill að „fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við,“. KSÍ hefur opnað fyrir skráningu félaga á landinu í verkefnið og segir í tilkynningu þess að vonir séu bundnar um góða skráningu á verkefnið sem mun standa yfir næstu tvö ár. Sérfræðingur frá Barnaheillum mun heimsækja félögin sem skrá sig og sinna fræðslunni. Leiðrétt kl. 13:15: KSÍ tilkynnti upprunalega um samstarfið í maí en birti færsluna sem um ræðir á heimasíðu sinni á ný í gær. Upprunalega sagði í fréttinni að tilkynnt hefði verið um samstarfið í gær. Tilkynningu KSÍ má sjá hér. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. 29. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Mikið gustaði um sambandið í fyrra þegar sex íslenskir landsliðsmenn voru sakaðir um kynferðisofbeldi og viðbrögð KSÍ í þeim málum gagnrýnd. Guðni Bergsson, formaður sambandsins, sagði af sér sem og stjórn KSÍ fyrir sléttu ári síðan. Sérstök nefnd skipuð af KSÍ fór yfir málið og ferla hjá sambandinu og lagði til þónokkrar tillögur til bóta, en líkt og vakin var athygli á í gær hefur lítið bólað á mörgum þeirra og sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, sem sat í nefndinni sem KSÍ skipaði, að ekki hefði nóg verið gert í þeim málum. Á meðal tillaga til úrbóta var að sambandið skildi vera leiðandi afl jafnréttismála í íþróttahreyfingunni og ná því fram með því að tryggja fræðslu um jafnrétti og kynferðisofbeldi bæði á meðal þjálfara, starfsfólks og sjálfboðaliða hjá fótboltafélögum sem eiga aðild að sambandinu. Sambandið hefur stigið skref í þá átt en samkvæmt tilkynningu KSÍ er markmið samstarfsins við Barnaheill að „fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við,“. KSÍ hefur opnað fyrir skráningu félaga á landinu í verkefnið og segir í tilkynningu þess að vonir séu bundnar um góða skráningu á verkefnið sem mun standa yfir næstu tvö ár. Sérfræðingur frá Barnaheillum mun heimsækja félögin sem skrá sig og sinna fræðslunni. Leiðrétt kl. 13:15: KSÍ tilkynnti upprunalega um samstarfið í maí en birti færsluna sem um ræðir á heimasíðu sinni á ný í gær. Upprunalega sagði í fréttinni að tilkynnt hefði verið um samstarfið í gær. Tilkynningu KSÍ má sjá hér.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. 29. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. 29. ágúst 2022 12:16