Sjáðu allar markvörslur hins nær fullkomna Sommer gegn Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 16:31 Yann Sommer átti ótrúlegan leik um helgina. Alexander Hassenstein/Getty Image Yann Sommer átti nær fullkominn leik er Borussia Mönchengladbach var nærri búið að stela öllum þremur stigunum gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München er liðin mættust um helgina. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þökk sé ótrúlegri frammistöðu svissneska markvarðarins. Hinn 33 ára gamli Sommer var einn þeirra markvarða sem orðaður var við Manchester United í sumar. Hann virðist ekki hafa látið þá orðróma á sig fá og bauð upp á eina ótrúlegustu sýningu síðari ára er lið hans náði óvænt í stig gegn ógnarsterku liði Bayern. | A perfect goalkeeping display!Yann Sommer v Bayern München: 19 saves (!!) 11 saved shots from inside the box 4 clearances 2 punches 1 high claim 74 touches 10 SofaScore ratingMost saves in a single match in our ENTIRE database! #FCBBMG pic.twitter.com/ajUHVGAtud— SofaScore (@SofaScoreINT) August 27, 2022 Heimamenn ógnuðu ekki mikið í fyrri hálfleik og reyndu aðallega skot af löngu færi. Það var hins vegar töluvert gegn gangi leiksins sem Marcus Thuram kom þeim yfir. Í síðari hálfleik þyngdist sókn Bæjara til muna. Sadio Mané fékk gullið tækifæri til að jafna eftir rúma klukkustund og var í raun byrjaður að fagna áður en hann sá Sommer verja meistaralega með fótunum. Mané fylgdi eftir skoti sínu en aftur var Sommer vel á verði og varði aftur meistaralega. Örskömmu síðar slapp Leroy Sané í gegnum vörn Gladbach en Sommer sá við honum. Sané reyndi svo hörkuskot af löngu færi en Sommer varði auðveldlega líkt og hann gerði í fyrri hálfleik er Bæjarar reyndu skot utan af velli. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks átti Serge Gnabry skot út vítateignum sem Sommer sló í burtu, fimm mínútum síðar reyndi Benjamin Pavard skot af löngu færi sem Sommer varði frábærlega. Sané braut loks ísinn á 83. mínútu og gerðu heimamenn allt sem þeir gátu til að vinna leikinn. Alphonso Davies átti þrumuskot að marki sem Sommer varði vel og miðvörðurinn Matthijs de Ligt fékk svo eflaust besta færið er hann negldi boltanum í átt að marki í upphafi uppbótartíma en Sommer var fljótur niður og varði enn og aftur. Joshua Kimmich átti svo lokatilraunina en það var skot af löngu færi sem fór beint á markvörðinn kná. Alls varði hann 19 skot í leiknum en þau má öll sjá hér að neðan. Yann Sommer broke the Bundesliga record for most saves in a match with 19 @bundesliga_EN pic.twitter.com/aJiL9kTtoq— ESPN FC (@ESPNFC) August 27, 2022 Bayern er áfram á toppi deildarinnar með 10 stig að loknum fjórum umferðum. Union Berlín er í 2. sæti með jafn mörg stig á meðan Freiburg, Hoffenheim og Borussia Dortmund eru öll með níu stig. Þar á eftir kemur Gladbach með sín átta stig. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Þurfti metfjölda markvarsla til að stöðva sigurgöngu Bayern Borussia Mönchengladbach varð í dag fyrsta liðið til að taka stig af Bayern München á þessu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Það þurfti þó stórkostlega frammistöðu frá Yann Sommer, markverði liðsins, til að sækja stigið í 1-1 jafntefli. 27. ágúst 2022 19:46 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Sommer var einn þeirra markvarða sem orðaður var við Manchester United í sumar. Hann virðist ekki hafa látið þá orðróma á sig fá og bauð upp á eina ótrúlegustu sýningu síðari ára er lið hans náði óvænt í stig gegn ógnarsterku liði Bayern. | A perfect goalkeeping display!Yann Sommer v Bayern München: 19 saves (!!) 11 saved shots from inside the box 4 clearances 2 punches 1 high claim 74 touches 10 SofaScore ratingMost saves in a single match in our ENTIRE database! #FCBBMG pic.twitter.com/ajUHVGAtud— SofaScore (@SofaScoreINT) August 27, 2022 Heimamenn ógnuðu ekki mikið í fyrri hálfleik og reyndu aðallega skot af löngu færi. Það var hins vegar töluvert gegn gangi leiksins sem Marcus Thuram kom þeim yfir. Í síðari hálfleik þyngdist sókn Bæjara til muna. Sadio Mané fékk gullið tækifæri til að jafna eftir rúma klukkustund og var í raun byrjaður að fagna áður en hann sá Sommer verja meistaralega með fótunum. Mané fylgdi eftir skoti sínu en aftur var Sommer vel á verði og varði aftur meistaralega. Örskömmu síðar slapp Leroy Sané í gegnum vörn Gladbach en Sommer sá við honum. Sané reyndi svo hörkuskot af löngu færi en Sommer varði auðveldlega líkt og hann gerði í fyrri hálfleik er Bæjarar reyndu skot utan af velli. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks átti Serge Gnabry skot út vítateignum sem Sommer sló í burtu, fimm mínútum síðar reyndi Benjamin Pavard skot af löngu færi sem Sommer varði frábærlega. Sané braut loks ísinn á 83. mínútu og gerðu heimamenn allt sem þeir gátu til að vinna leikinn. Alphonso Davies átti þrumuskot að marki sem Sommer varði vel og miðvörðurinn Matthijs de Ligt fékk svo eflaust besta færið er hann negldi boltanum í átt að marki í upphafi uppbótartíma en Sommer var fljótur niður og varði enn og aftur. Joshua Kimmich átti svo lokatilraunina en það var skot af löngu færi sem fór beint á markvörðinn kná. Alls varði hann 19 skot í leiknum en þau má öll sjá hér að neðan. Yann Sommer broke the Bundesliga record for most saves in a match with 19 @bundesliga_EN pic.twitter.com/aJiL9kTtoq— ESPN FC (@ESPNFC) August 27, 2022 Bayern er áfram á toppi deildarinnar með 10 stig að loknum fjórum umferðum. Union Berlín er í 2. sæti með jafn mörg stig á meðan Freiburg, Hoffenheim og Borussia Dortmund eru öll með níu stig. Þar á eftir kemur Gladbach með sín átta stig.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Þurfti metfjölda markvarsla til að stöðva sigurgöngu Bayern Borussia Mönchengladbach varð í dag fyrsta liðið til að taka stig af Bayern München á þessu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Það þurfti þó stórkostlega frammistöðu frá Yann Sommer, markverði liðsins, til að sækja stigið í 1-1 jafntefli. 27. ágúst 2022 19:46 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Þurfti metfjölda markvarsla til að stöðva sigurgöngu Bayern Borussia Mönchengladbach varð í dag fyrsta liðið til að taka stig af Bayern München á þessu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Það þurfti þó stórkostlega frammistöðu frá Yann Sommer, markverði liðsins, til að sækja stigið í 1-1 jafntefli. 27. ágúst 2022 19:46