Vinnuaflið sjálft eigi að leiða Alþýðusambandið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2022 15:07 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að með sigri nýfrjálshyggju frá níunda áratug 20. aldar hafi farið að fjara undan markvissri stéttabaráttu. Í kjölfarið hafi innleiðing og yfirtaka „sérfræðingastétta“ átt sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar. Sólveig Anna ræddi kreppuna í verkalýðshreyfingunni á Sprengisandi í morgun. „Þetta snýst fyrst og fremst um lýðræði. Hvort við trúum því að vinnuaflið sjálft eigi að leiða stefnuna og ASÍ vinni eftir þeirri stefnu en ekki að skipanirnar komi að ofan,“ segir Sólveig Anna í upphafi viðtals síns. Þetta segir hún stóra viðfangsefni verkalýðshreyfingar núna. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það er þess vegna sem við höfum alfarið hafnað þessu SALEK módeli, því þar finnst hugmyndafræði um að það sé hægt að ná stöðugleika af því allir ætli að passa saman upp á hófsemdina. Það sem er hins vegar öllum augljóst er að þessu er þröngvað upp á stétt vinnandi fólks á meðan stjórnendur fyrirtækja virða þetta með engum hætti; ójöfnuður eykst og svo framvegis,“ segir Sólveig varðandi nálgun í kjaraviðræðum. SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt helstu stéttarfélaga í samstarfi við Samtök atvinnulífs og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Spurt-og-svarad-um-SALEK-GAPDF207KBSækja skjal Vantaði þekkingu í fyrstu hjá ASÍ Hún segir enga viðleitni frá mörgum félögum innan ASÍ að þurfa að endurnýja umboð sitt til að leiða félagið. Með því að þurfa að sigra kosningar, segir Sólveig, fáist kraftur til að knýja fram raunverulegar kjarabætur. „Ég fullyrði að ef hnignun hefði ekki átt sér stað innan vébanda ASÍ værum við ekki á þessum stað.“ Varðandi stéttasamvinnu og núning við fráfarandi forseta og BHM sem dæmi segir Sólveig að bandalagið hafi unnið gegn vinnandi fólki. Í átökunum innan ASÍ segir Sólveig Anna að hún hafi ekki haft nógu mikla þekkingu þegar hún kom þar inn fyrst. „Svo áttaði ég mig á því að hörðustu stéttaátökin voru þarna inni þegar ég mætti mikilli fyrirstöðu frá hálaunahópum sem vildu koma fram með þá kröfu að konurnar með 300 þúsund og kallarnir með 1,2 milljónir ættu að fá það sama í skattalækkanir.“ ASÍ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48 Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sólveig Anna ræddi kreppuna í verkalýðshreyfingunni á Sprengisandi í morgun. „Þetta snýst fyrst og fremst um lýðræði. Hvort við trúum því að vinnuaflið sjálft eigi að leiða stefnuna og ASÍ vinni eftir þeirri stefnu en ekki að skipanirnar komi að ofan,“ segir Sólveig Anna í upphafi viðtals síns. Þetta segir hún stóra viðfangsefni verkalýðshreyfingar núna. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það er þess vegna sem við höfum alfarið hafnað þessu SALEK módeli, því þar finnst hugmyndafræði um að það sé hægt að ná stöðugleika af því allir ætli að passa saman upp á hófsemdina. Það sem er hins vegar öllum augljóst er að þessu er þröngvað upp á stétt vinnandi fólks á meðan stjórnendur fyrirtækja virða þetta með engum hætti; ójöfnuður eykst og svo framvegis,“ segir Sólveig varðandi nálgun í kjaraviðræðum. SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt helstu stéttarfélaga í samstarfi við Samtök atvinnulífs og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Spurt-og-svarad-um-SALEK-GAPDF207KBSækja skjal Vantaði þekkingu í fyrstu hjá ASÍ Hún segir enga viðleitni frá mörgum félögum innan ASÍ að þurfa að endurnýja umboð sitt til að leiða félagið. Með því að þurfa að sigra kosningar, segir Sólveig, fáist kraftur til að knýja fram raunverulegar kjarabætur. „Ég fullyrði að ef hnignun hefði ekki átt sér stað innan vébanda ASÍ værum við ekki á þessum stað.“ Varðandi stéttasamvinnu og núning við fráfarandi forseta og BHM sem dæmi segir Sólveig að bandalagið hafi unnið gegn vinnandi fólki. Í átökunum innan ASÍ segir Sólveig Anna að hún hafi ekki haft nógu mikla þekkingu þegar hún kom þar inn fyrst. „Svo áttaði ég mig á því að hörðustu stéttaátökin voru þarna inni þegar ég mætti mikilli fyrirstöðu frá hálaunahópum sem vildu koma fram með þá kröfu að konurnar með 300 þúsund og kallarnir með 1,2 milljónir ættu að fá það sama í skattalækkanir.“
ASÍ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48 Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39
Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48
Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent