Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 14:42 Við undirritun yfirlýsingar í Höfða í dag. utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. Forseti Lettlands segir að þessi stund hafi líka verið mikilvæg fyrir Ísland - það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. Á hátíðarfundinum voru samankomnir forsetar, utanríkisráðherrar og borgarstjórar Eystrasaltsríkjanna. Skrifað var undir yfirlýsingu um aukið samstarf á milli ríkjanna. Forsetarnir héldu þá ræður, sem á stundum voru fremur tilfinningaríkar. Þakklæti í garð Íslendinga var undirstrikað ítrekað. Í yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna árétta ríkin einlægan vilja til samvinnu sín á milli, fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og undirstrika samstöðu með úkraínsku þjóðinni. Gestirnir fóru í heimsókn út í Viðey. Hér leiðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gestina áleiðis upp í eyju.Utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði að það hefði krafist hugrekkis af hálfu Íslendinga að viðurkenna, fyrst þjóða, sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens í kjölfar falls Sovétríkjanna. Þessi stund - fyrir þrjátíu og einu ári væri mikilvæg í huga Eystrasaltsríkjanna en Levits sagði hana líka mikilvæga fyrir Ísland. Það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. „Ísland breytti sögunni. Það gerist ekki svo oft að smáríki hafi áhrif á gang sögunnar,“ sagði Egils. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar kom það almenningi og stjórnvöldum í Eystrasaltsríkjunum ekki í opna skjöldu enda höfðu þau talað fyrir daufum eyrum árum saman. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sendi sterk skilaboð á hátíðarfundinum. „Eystrasaltsríkin, stjórnvöld þar, fólkið þar, það hefur ljúfsáran skilning, reynslu af því að búa í næsta nágrenni við Rússland og þau höfðu sagt í mörg mörg ár að hætta væri á ferðum. Þau sögðu mjög skýrt að bregðast hefði átt mun fastar við þegar Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu og mín skilaboð eru einfaldlega þau að hlusta þegar Eystrasaltsríkin tala um þessa hluti,“ segir Þórdís Kolbrún. Andrúmsloftið á fundinum einkennist af gleði og jafnvel nánd. „Það er alveg merkilegt að finna þessa væntumþykju og vináttu Eystrasaltsríkjanna gagnvart okkur og svo okkar gagnvart þeim og okkar ákvörðun á sínum tíma hefur haft raunveruleg áhrif inn í utanríkispóltíska stefnu þessara ríkja,“ segir utanríkisráðherra. Utanríkismál Lettland Litháen Eistland Sovétríkin Kalda stríðið Viðey Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Forseti Lettlands segir að þessi stund hafi líka verið mikilvæg fyrir Ísland - það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. Á hátíðarfundinum voru samankomnir forsetar, utanríkisráðherrar og borgarstjórar Eystrasaltsríkjanna. Skrifað var undir yfirlýsingu um aukið samstarf á milli ríkjanna. Forsetarnir héldu þá ræður, sem á stundum voru fremur tilfinningaríkar. Þakklæti í garð Íslendinga var undirstrikað ítrekað. Í yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna árétta ríkin einlægan vilja til samvinnu sín á milli, fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og undirstrika samstöðu með úkraínsku þjóðinni. Gestirnir fóru í heimsókn út í Viðey. Hér leiðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gestina áleiðis upp í eyju.Utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði að það hefði krafist hugrekkis af hálfu Íslendinga að viðurkenna, fyrst þjóða, sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens í kjölfar falls Sovétríkjanna. Þessi stund - fyrir þrjátíu og einu ári væri mikilvæg í huga Eystrasaltsríkjanna en Levits sagði hana líka mikilvæga fyrir Ísland. Það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. „Ísland breytti sögunni. Það gerist ekki svo oft að smáríki hafi áhrif á gang sögunnar,“ sagði Egils. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar kom það almenningi og stjórnvöldum í Eystrasaltsríkjunum ekki í opna skjöldu enda höfðu þau talað fyrir daufum eyrum árum saman. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sendi sterk skilaboð á hátíðarfundinum. „Eystrasaltsríkin, stjórnvöld þar, fólkið þar, það hefur ljúfsáran skilning, reynslu af því að búa í næsta nágrenni við Rússland og þau höfðu sagt í mörg mörg ár að hætta væri á ferðum. Þau sögðu mjög skýrt að bregðast hefði átt mun fastar við þegar Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu og mín skilaboð eru einfaldlega þau að hlusta þegar Eystrasaltsríkin tala um þessa hluti,“ segir Þórdís Kolbrún. Andrúmsloftið á fundinum einkennist af gleði og jafnvel nánd. „Það er alveg merkilegt að finna þessa væntumþykju og vináttu Eystrasaltsríkjanna gagnvart okkur og svo okkar gagnvart þeim og okkar ákvörðun á sínum tíma hefur haft raunveruleg áhrif inn í utanríkispóltíska stefnu þessara ríkja,“ segir utanríkisráðherra.
Utanríkismál Lettland Litháen Eistland Sovétríkin Kalda stríðið Viðey Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira