Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 14:42 Við undirritun yfirlýsingar í Höfða í dag. utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. Forseti Lettlands segir að þessi stund hafi líka verið mikilvæg fyrir Ísland - það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. Á hátíðarfundinum voru samankomnir forsetar, utanríkisráðherrar og borgarstjórar Eystrasaltsríkjanna. Skrifað var undir yfirlýsingu um aukið samstarf á milli ríkjanna. Forsetarnir héldu þá ræður, sem á stundum voru fremur tilfinningaríkar. Þakklæti í garð Íslendinga var undirstrikað ítrekað. Í yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna árétta ríkin einlægan vilja til samvinnu sín á milli, fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og undirstrika samstöðu með úkraínsku þjóðinni. Gestirnir fóru í heimsókn út í Viðey. Hér leiðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gestina áleiðis upp í eyju.Utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði að það hefði krafist hugrekkis af hálfu Íslendinga að viðurkenna, fyrst þjóða, sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens í kjölfar falls Sovétríkjanna. Þessi stund - fyrir þrjátíu og einu ári væri mikilvæg í huga Eystrasaltsríkjanna en Levits sagði hana líka mikilvæga fyrir Ísland. Það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. „Ísland breytti sögunni. Það gerist ekki svo oft að smáríki hafi áhrif á gang sögunnar,“ sagði Egils. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar kom það almenningi og stjórnvöldum í Eystrasaltsríkjunum ekki í opna skjöldu enda höfðu þau talað fyrir daufum eyrum árum saman. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sendi sterk skilaboð á hátíðarfundinum. „Eystrasaltsríkin, stjórnvöld þar, fólkið þar, það hefur ljúfsáran skilning, reynslu af því að búa í næsta nágrenni við Rússland og þau höfðu sagt í mörg mörg ár að hætta væri á ferðum. Þau sögðu mjög skýrt að bregðast hefði átt mun fastar við þegar Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu og mín skilaboð eru einfaldlega þau að hlusta þegar Eystrasaltsríkin tala um þessa hluti,“ segir Þórdís Kolbrún. Andrúmsloftið á fundinum einkennist af gleði og jafnvel nánd. „Það er alveg merkilegt að finna þessa væntumþykju og vináttu Eystrasaltsríkjanna gagnvart okkur og svo okkar gagnvart þeim og okkar ákvörðun á sínum tíma hefur haft raunveruleg áhrif inn í utanríkispóltíska stefnu þessara ríkja,“ segir utanríkisráðherra. Utanríkismál Lettland Litháen Eistland Sovétríkin Kalda stríðið Viðey Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Forseti Lettlands segir að þessi stund hafi líka verið mikilvæg fyrir Ísland - það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. Á hátíðarfundinum voru samankomnir forsetar, utanríkisráðherrar og borgarstjórar Eystrasaltsríkjanna. Skrifað var undir yfirlýsingu um aukið samstarf á milli ríkjanna. Forsetarnir héldu þá ræður, sem á stundum voru fremur tilfinningaríkar. Þakklæti í garð Íslendinga var undirstrikað ítrekað. Í yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna árétta ríkin einlægan vilja til samvinnu sín á milli, fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og undirstrika samstöðu með úkraínsku þjóðinni. Gestirnir fóru í heimsókn út í Viðey. Hér leiðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gestina áleiðis upp í eyju.Utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði að það hefði krafist hugrekkis af hálfu Íslendinga að viðurkenna, fyrst þjóða, sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens í kjölfar falls Sovétríkjanna. Þessi stund - fyrir þrjátíu og einu ári væri mikilvæg í huga Eystrasaltsríkjanna en Levits sagði hana líka mikilvæga fyrir Ísland. Það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. „Ísland breytti sögunni. Það gerist ekki svo oft að smáríki hafi áhrif á gang sögunnar,“ sagði Egils. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar kom það almenningi og stjórnvöldum í Eystrasaltsríkjunum ekki í opna skjöldu enda höfðu þau talað fyrir daufum eyrum árum saman. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sendi sterk skilaboð á hátíðarfundinum. „Eystrasaltsríkin, stjórnvöld þar, fólkið þar, það hefur ljúfsáran skilning, reynslu af því að búa í næsta nágrenni við Rússland og þau höfðu sagt í mörg mörg ár að hætta væri á ferðum. Þau sögðu mjög skýrt að bregðast hefði átt mun fastar við þegar Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu og mín skilaboð eru einfaldlega þau að hlusta þegar Eystrasaltsríkin tala um þessa hluti,“ segir Þórdís Kolbrún. Andrúmsloftið á fundinum einkennist af gleði og jafnvel nánd. „Það er alveg merkilegt að finna þessa væntumþykju og vináttu Eystrasaltsríkjanna gagnvart okkur og svo okkar gagnvart þeim og okkar ákvörðun á sínum tíma hefur haft raunveruleg áhrif inn í utanríkispóltíska stefnu þessara ríkja,“ segir utanríkisráðherra.
Utanríkismál Lettland Litháen Eistland Sovétríkin Kalda stríðið Viðey Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira