„Æ, þetta er bara svo kjánalegt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 15:12 Lögreglan stöðvaði málningamótmæli SUS til stuðnings Úkraínu og á myndbandi heyrist í lögregluþjóni kalla mótmælin sorgleg. Twitter/Garðar Árni Garðarsson Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang mótmæla Sambands ungra Sjálfstæðismanna fyrir utan rússneska sendiráðið í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang en á myndbandi heyrist í lögreglumanni kalla mótmælin asnaleg og kjánaleg. Í dag er þjóðhátíðardagur Úkraínu en þrjátíu og eitt ár eru síðan Úkraína lýstu yfir sjálfstæði frá Sovíetríkjunum þennan dag árið 1991. Úkraínu til stuðnings héldu nokkrir ungir og vaskir sjálfstæðismenn með bláar og gular málningarfötur að rússneska sendiráðinu þar sem þeir höfðu í hyggju að mála úkraínska fánann á stétt þar fyrir utan. Mótmælin lifðu skammt enda var sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt öðrum óbreyttum lögregluþjónum, mætt til að stöðva mótmælin. Sorglegt? Á myndbandi heyrist í einum lögregluþjóni segja mótmælin sorgleg. „Er þetta sorglegt?,“ spyr Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður SUS og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Æ þetta er bara svo kjánalegt,“ svarar lögregluþjónninn um hæl. „Það er stríð í Evrópu, þjóðhátíðardagur Úkraínu á morgun,“ segir Steinar en lögreglumaður grípur fram í og virðist biðja hann um að láta ekki eins og hann sé ekki á móti stríðinu. Umrætt myndband birti Garðar Árni Garðarson, ritari SUS á Twitter, en myndbandinu hefur nú verið eytt. Sérsveit með skoðanir „Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt?,“ spyr Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata á Twitter. Var virkilega þörf á sérsveitinni til að stöðva friðsamleg mótmæli? Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt? pic.twitter.com/I3Ps09tOt5— Lenya Rún (@Lenyarun) August 24, 2022 Pétur Marteinn Urbancic, forseti Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík tekur í sama streng: Þetta finnst mér alveg helsjúkt. Að senda sérsveitina til að stöðva táknræn og friðsamleg mótmæli ungliðahreyfingar. Hvorki í takt við meðalhóf né það sem maður tengir við heilbrigð lýðræðisríki. @ungirxd fá kudos frá mér.https://t.co/lzCOWhd2qX— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) August 24, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ásgeir Þór Ásgeirsson ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang. „Sérsveit mannar bíl á höfuðborgarsvæðinu og sinna þeim verkefnum sem miðstöðin úthlutar þeim. Ef þeir eru næsti bíll þá eru þeir næsti bíll. Þeir eru kannski ekki kallaðir út vegna hnupls í Kringlunni en þeir voru bara kallaðir út þarna.“ Varðandi ummæli lögregluþjónsins sem kallar mótmælin kjánaleg segir Ásgeir erfitt að svara fyrir það. „Við erum persónur en einnig embættismenn. Við erum með skuldbindingar sem ríkið tekur að sér vegna öryggis erlendra sendiráða. Við lögreglumenn getum auðvitað ekki valið lög og reglur til að framfylgja hverju sinni, sama hvað okkur finnst um það sem persónur og sama hvað okkur finnst um stríðið í Úkraínu.“ Er þá ekki einmitt einkennilegt að kalla mótmælin sorgleg og kjánaleg? „Ég veit auðvitað ekki hvað þessi tiltekni lögreglumaður sagði og við hvaða aðstæður. Kannski hefur hann bara átt við um stríðið en ég get ekki svarað fyrir þessi ummæli.“ Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Lögreglumál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Í dag er þjóðhátíðardagur Úkraínu en þrjátíu og eitt ár eru síðan Úkraína lýstu yfir sjálfstæði frá Sovíetríkjunum þennan dag árið 1991. Úkraínu til stuðnings héldu nokkrir ungir og vaskir sjálfstæðismenn með bláar og gular málningarfötur að rússneska sendiráðinu þar sem þeir höfðu í hyggju að mála úkraínska fánann á stétt þar fyrir utan. Mótmælin lifðu skammt enda var sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt öðrum óbreyttum lögregluþjónum, mætt til að stöðva mótmælin. Sorglegt? Á myndbandi heyrist í einum lögregluþjóni segja mótmælin sorgleg. „Er þetta sorglegt?,“ spyr Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður SUS og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Æ þetta er bara svo kjánalegt,“ svarar lögregluþjónninn um hæl. „Það er stríð í Evrópu, þjóðhátíðardagur Úkraínu á morgun,“ segir Steinar en lögreglumaður grípur fram í og virðist biðja hann um að láta ekki eins og hann sé ekki á móti stríðinu. Umrætt myndband birti Garðar Árni Garðarson, ritari SUS á Twitter, en myndbandinu hefur nú verið eytt. Sérsveit með skoðanir „Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt?,“ spyr Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata á Twitter. Var virkilega þörf á sérsveitinni til að stöðva friðsamleg mótmæli? Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt? pic.twitter.com/I3Ps09tOt5— Lenya Rún (@Lenyarun) August 24, 2022 Pétur Marteinn Urbancic, forseti Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík tekur í sama streng: Þetta finnst mér alveg helsjúkt. Að senda sérsveitina til að stöðva táknræn og friðsamleg mótmæli ungliðahreyfingar. Hvorki í takt við meðalhóf né það sem maður tengir við heilbrigð lýðræðisríki. @ungirxd fá kudos frá mér.https://t.co/lzCOWhd2qX— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) August 24, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ásgeir Þór Ásgeirsson ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang. „Sérsveit mannar bíl á höfuðborgarsvæðinu og sinna þeim verkefnum sem miðstöðin úthlutar þeim. Ef þeir eru næsti bíll þá eru þeir næsti bíll. Þeir eru kannski ekki kallaðir út vegna hnupls í Kringlunni en þeir voru bara kallaðir út þarna.“ Varðandi ummæli lögregluþjónsins sem kallar mótmælin kjánaleg segir Ásgeir erfitt að svara fyrir það. „Við erum persónur en einnig embættismenn. Við erum með skuldbindingar sem ríkið tekur að sér vegna öryggis erlendra sendiráða. Við lögreglumenn getum auðvitað ekki valið lög og reglur til að framfylgja hverju sinni, sama hvað okkur finnst um það sem persónur og sama hvað okkur finnst um stríðið í Úkraínu.“ Er þá ekki einmitt einkennilegt að kalla mótmælin sorgleg og kjánaleg? „Ég veit auðvitað ekki hvað þessi tiltekni lögreglumaður sagði og við hvaða aðstæður. Kannski hefur hann bara átt við um stríðið en ég get ekki svarað fyrir þessi ummæli.“
Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Lögreglumál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent