Tónleikum frestað með eins dags fyrirvara en verða haldnir 353 dögum síðar Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2022 11:35 Lewis Capaldi mun ekki spila á Íslandi á þessu ári eins og til stóð en áhugasamir geta séð hann á næsta ári. Getty/Joseph Okpako Tónleikar Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í gær en var frestað með eins dags fyrirvara í fyrradag hafa fengið nýja dagsetningu. Samkvæmt tilkynningu skipuleggjenda munu þeir fara fram 11. ágúst 2023, eða 353 dögum eftir að þeir áttu fyrst að fara fram. Viðburðarfyrirtækið Reykjavík Live, sem stendur að baki tónleikunum, birti færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem þau greindu frá nýju dagsetningunni. Þar segir að þau hafi unnið að því síðustu tvo daga „með Lewis og hans fólki ásamt Laugardalshöllinni að finna nýja lausa dagsetningu“ fyrir tónleikana sem verði föstudaginn 11. ágúst 2023. Ætla að reyna að bæta fólki tjón Einnig kemur fram í færslunni að allir keyptir miðar muni gilda á nýju dagsetninguna og að þeir sem sjái sér ekki fært að mæta geti sótt um endurgreiðslu. Þá segir að miðahafar ættu að hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um hvernig megi óska eftir endurgreiðslu. Hafi miðakaupendur ekki fengið póst sé hægt að hafa samband við skipuleggjendur á Facebook eða info@reykjaviklive.is til að fá aðstoð. Eftir að tónleikunum var frestað í fyrradag greindu margir óánægðir miðakaupendur frá því að þeir hefðu tapað tugum þúsunda vegna frestunarinnar og stutts fyrirvara hennar. Meðal þeirra var Reyðfirðingur sem segist hafa tapað hundrað þúsund krónum. Í viðtali við Vísi í gær sagði Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda, að Reykjavík Live væri búið að taka saman nöfn fólks sem hefði borið fjárhagslegt tjón vegna frestunarinnar og að þau myndu reyna að bæta fólki tjónið. Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. 23. ágúst 2022 20:08 Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. 23. ágúst 2022 13:35 Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra. 22. ágúst 2022 20:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Viðburðarfyrirtækið Reykjavík Live, sem stendur að baki tónleikunum, birti færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem þau greindu frá nýju dagsetningunni. Þar segir að þau hafi unnið að því síðustu tvo daga „með Lewis og hans fólki ásamt Laugardalshöllinni að finna nýja lausa dagsetningu“ fyrir tónleikana sem verði föstudaginn 11. ágúst 2023. Ætla að reyna að bæta fólki tjón Einnig kemur fram í færslunni að allir keyptir miðar muni gilda á nýju dagsetninguna og að þeir sem sjái sér ekki fært að mæta geti sótt um endurgreiðslu. Þá segir að miðahafar ættu að hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um hvernig megi óska eftir endurgreiðslu. Hafi miðakaupendur ekki fengið póst sé hægt að hafa samband við skipuleggjendur á Facebook eða info@reykjaviklive.is til að fá aðstoð. Eftir að tónleikunum var frestað í fyrradag greindu margir óánægðir miðakaupendur frá því að þeir hefðu tapað tugum þúsunda vegna frestunarinnar og stutts fyrirvara hennar. Meðal þeirra var Reyðfirðingur sem segist hafa tapað hundrað þúsund krónum. Í viðtali við Vísi í gær sagði Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda, að Reykjavík Live væri búið að taka saman nöfn fólks sem hefði borið fjárhagslegt tjón vegna frestunarinnar og að þau myndu reyna að bæta fólki tjónið.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. 23. ágúst 2022 20:08 Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. 23. ágúst 2022 13:35 Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra. 22. ágúst 2022 20:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. 23. ágúst 2022 20:08
Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. 23. ágúst 2022 13:35
Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra. 22. ágúst 2022 20:15