Hópárás á ungan mann á Menningarnótt Jakob Bjarnar skrifar 22. ágúst 2022 11:35 Svo virðist sem óbreyttur borgari sem átti leið hjá hafi skorist í leikinn og komið í veg fyrir að frekara líkamstjón yrði. Sex manna hópur réðst á ungan mann í miðborginni og lét höggin dynja á höfði hans. Myndband af árásinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá það hér neðar. Samkvæmt heimildum Vísis er líðan mannsins eftir atvikum, kinnbein hans er brotið og þarf hann að undirgangast aðgerð en hann þurfti að bíða í átta klukkustundir á bráðamóttöku eftir myndatöku. Til stendur að kæra atvikið en fórnarlambið bíður þess enn að komast að í viðtal hjá lögreglu til að gera það. Viðmælendur Vísis tala um algert ófremdarástand og að nú sé svo komið að fólk sem lendi í árásum í miðborginni þakki fyrir að vera ekki stungið. Einn viðmælandi Vísis vegna þessa máls sagði að ef þetta er menningin okkar, hvernig er þá ómenningin? Tildrög árásarinnar, sem var eftir því sem fréttastofa kemst næst með öllu tilefnislaus, eru þau að tveir félagar voru á gangi við Austurvöll í miðborginni. Tóku þeir þá eftir því að sex manna hópur, fjórir menn um og undir tvítugu og tvær ungar konur, eltu þá. Hópurinn veittist að öðrum þeirra og þegar hinn reyndi að skakka leikinn sneri hópurinn sér að honum og gekk í skrokk á honum á flötinni fyrir framan Alþingishúsið. Þó þannig að viðkomandi er ekki með einn marblett á líkamanum, heldur beindu árásarmennirnir eingöngu höggum sínum og spörkum að höfði þess sem fyrir árásinni varð. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir það stefna í þá átt að yfir land og þjóð gangi nú einhvers konar ofbeldisbylgja. Hnífsstunguárás var sömuleiðis í miðbænum um helgina og segist Margeir ekki hafa tölu á fjölda stunguárása sem af er ári. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir. Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Menningarnótt Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er líðan mannsins eftir atvikum, kinnbein hans er brotið og þarf hann að undirgangast aðgerð en hann þurfti að bíða í átta klukkustundir á bráðamóttöku eftir myndatöku. Til stendur að kæra atvikið en fórnarlambið bíður þess enn að komast að í viðtal hjá lögreglu til að gera það. Viðmælendur Vísis tala um algert ófremdarástand og að nú sé svo komið að fólk sem lendi í árásum í miðborginni þakki fyrir að vera ekki stungið. Einn viðmælandi Vísis vegna þessa máls sagði að ef þetta er menningin okkar, hvernig er þá ómenningin? Tildrög árásarinnar, sem var eftir því sem fréttastofa kemst næst með öllu tilefnislaus, eru þau að tveir félagar voru á gangi við Austurvöll í miðborginni. Tóku þeir þá eftir því að sex manna hópur, fjórir menn um og undir tvítugu og tvær ungar konur, eltu þá. Hópurinn veittist að öðrum þeirra og þegar hinn reyndi að skakka leikinn sneri hópurinn sér að honum og gekk í skrokk á honum á flötinni fyrir framan Alþingishúsið. Þó þannig að viðkomandi er ekki með einn marblett á líkamanum, heldur beindu árásarmennirnir eingöngu höggum sínum og spörkum að höfði þess sem fyrir árásinni varð. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir það stefna í þá átt að yfir land og þjóð gangi nú einhvers konar ofbeldisbylgja. Hnífsstunguárás var sömuleiðis í miðbænum um helgina og segist Margeir ekki hafa tölu á fjölda stunguárása sem af er ári. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir.
Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Menningarnótt Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira