Móðir Hrafnhildar Lilju fékk símtalið sem hún hafði beðið eftir í fjórtán ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2022 13:38 Systurnar Sigurlaug Hrafnsdóttir og Líney Hrafnsdóttir. Líney er móðir Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíkanska lýðveldinu árið 2008. arnar halldórsson Móðir Hrafnhildar Lilju, sem myrt var á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum, segir að yfirlögregluþjónn hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. Hún kveðst þakklát fyrir að lögregla hafi hlustað og segir stuðninginn ómetanlegan. Fyrir helgi birtum við viðtal við móður og móðursystur Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Í viðtalinu gagnrýndu þær íslensk stjórnvöld fyrir að hafa aldrei beitt sér fyrir rannsókn málsins og sögðust vilja að málið yrði opnað á ný og rannsókn tekin upp en morðinginn gengur enn laus. Eftir að viðtalið var birt hringdi Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í móður Hrafnhildar Lilju og sagðist vilja skoða málið nánar og óska eftir upplýsingum frá lögreglunni úti. Líney segir að Karl Steinar hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. „Já þetta er sko langþráð símtal. Bara yndislegt og nú er maður búinn að fá hreyfingu á málið,“ sagði Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar. „Hann hringir bara eftir viðtalið og lætur mig vita að þeir hafi áhuga á að skoða og fara yfir málið og að þetta væru ekki þeirra vinnubrögð.“ Sérstaklega séu þær þakklátar lögreglu fyrir að hafa hlustað. Þær finna fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Bara ótrúleg. Við erum búin að fá svo svakalegan stuðning og þetta hefur gefið okkur svo mikið. Hún er alla vegana ekki gleymd.“ Þær segjast hafa fengið svakaleg viðbrögð í kjölfar viðtalsins og hreyfingu á málið sem gefi þeim mjög mikið. „Bærinn, allur bærinn stendur við bakið á okkur. Segja hvað við séum miklar hetjur að stíga fram og þakka okkur fyrir að fara í þetta viðtal,“ sagði Sigurlaug Hrafnsdóttir, móðursystir Hrafnhildar. „Við erum bara svo þakklátar fyrir þessum viðbrögðum og lögreglu og öllum sem hafa tekið þátt, við erum þakklát,“ sagði Líney. Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglumál Lögreglan Íslendingar erlendis Fjallabyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Fyrir helgi birtum við viðtal við móður og móðursystur Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Í viðtalinu gagnrýndu þær íslensk stjórnvöld fyrir að hafa aldrei beitt sér fyrir rannsókn málsins og sögðust vilja að málið yrði opnað á ný og rannsókn tekin upp en morðinginn gengur enn laus. Eftir að viðtalið var birt hringdi Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í móður Hrafnhildar Lilju og sagðist vilja skoða málið nánar og óska eftir upplýsingum frá lögreglunni úti. Líney segir að Karl Steinar hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. „Já þetta er sko langþráð símtal. Bara yndislegt og nú er maður búinn að fá hreyfingu á málið,“ sagði Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar. „Hann hringir bara eftir viðtalið og lætur mig vita að þeir hafi áhuga á að skoða og fara yfir málið og að þetta væru ekki þeirra vinnubrögð.“ Sérstaklega séu þær þakklátar lögreglu fyrir að hafa hlustað. Þær finna fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Bara ótrúleg. Við erum búin að fá svo svakalegan stuðning og þetta hefur gefið okkur svo mikið. Hún er alla vegana ekki gleymd.“ Þær segjast hafa fengið svakaleg viðbrögð í kjölfar viðtalsins og hreyfingu á málið sem gefi þeim mjög mikið. „Bærinn, allur bærinn stendur við bakið á okkur. Segja hvað við séum miklar hetjur að stíga fram og þakka okkur fyrir að fara í þetta viðtal,“ sagði Sigurlaug Hrafnsdóttir, móðursystir Hrafnhildar. „Við erum bara svo þakklátar fyrir þessum viðbrögðum og lögreglu og öllum sem hafa tekið þátt, við erum þakklát,“ sagði Líney.
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglumál Lögreglan Íslendingar erlendis Fjallabyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira