Selfyssingar senda frá sér yfirlýsingu um meintan rasisma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 20:46 Selfyssingar hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að fyrrverandi leikmaður liðsins greindi frá kynþáttafordómum í hans garð. Selfoss Fótbolti Knattspyrnudeild Selfoss hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Chris Jastrzembski, fyrrverandi leikmaður liðsins, sagði frá kynþáttafordómum sem hann varð fyrir þegar hann spilaði með Selfyssingum. Jastrzembski yfirgaf herbúðir Selfyssinga fyrr í sumar af persónulegum ástæðum. Hann hafði leikið 13 leiki fyrir félagið eftir að hafa gengið í raðir Selfyssinga fyrir tímabilið. Hann sagði síðar frá því í viðtali við Gazeta í heimalandinu, Póllandi, að dvöl hans á Selfossi hafi ekki verið eitthvað sem hann myndi mæla með við aðra pólska leikmenn. Jastrzembski segir meðal annars frá einu atviki þar sem einum manni þótti það ekkert tiltökumál þótt hann myndi deyja, því nóg væri til af Pólverjum á Íslandi. Knattspyrnudeild Selfoss hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um þetta mál. Deildin segir að henni þyki miður að upplifun Jastrzembski af dvöl sinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem birtist í Gazeta. „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss,“ segir enn fremur. Þá segjast Selfyssingar gera sér grein að deildin sé ekki yfir gagnrýni hafin. „Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Selfoss „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss. Hjá deildinni starfa og æfa einstaklingar af öllum kynjum, þjóðernum og frá mismunandi menningarheimum. Sveitarfélagið Árborg er eitt af m+ottökusamfélögum landsins fyrir flóttafólk og leggur knattspyrnudeildin, og ungmennafélagið í heild, sig fram um að bjóða það velkomið í íþróttastarfið. Knattspyrnudeild Selfoss hefur í gegnum tíðina haft fjölda erlendra leikmanna á sínum snærum og hefur samstarfið alla jafna gengið mjög vel. Margir leikmanna hafa myndað sterk tengsl við sveitarfélagið og fest hér rætur. Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best. Einkunnarorð Umf.Selfoss eru; Gleði-Virðing-Fagmennska og fyrir það viljum við standa. Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Jastrzembski yfirgaf herbúðir Selfyssinga fyrr í sumar af persónulegum ástæðum. Hann hafði leikið 13 leiki fyrir félagið eftir að hafa gengið í raðir Selfyssinga fyrir tímabilið. Hann sagði síðar frá því í viðtali við Gazeta í heimalandinu, Póllandi, að dvöl hans á Selfossi hafi ekki verið eitthvað sem hann myndi mæla með við aðra pólska leikmenn. Jastrzembski segir meðal annars frá einu atviki þar sem einum manni þótti það ekkert tiltökumál þótt hann myndi deyja, því nóg væri til af Pólverjum á Íslandi. Knattspyrnudeild Selfoss hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um þetta mál. Deildin segir að henni þyki miður að upplifun Jastrzembski af dvöl sinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem birtist í Gazeta. „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss,“ segir enn fremur. Þá segjast Selfyssingar gera sér grein að deildin sé ekki yfir gagnrýni hafin. „Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Selfoss „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss. Hjá deildinni starfa og æfa einstaklingar af öllum kynjum, þjóðernum og frá mismunandi menningarheimum. Sveitarfélagið Árborg er eitt af m+ottökusamfélögum landsins fyrir flóttafólk og leggur knattspyrnudeildin, og ungmennafélagið í heild, sig fram um að bjóða það velkomið í íþróttastarfið. Knattspyrnudeild Selfoss hefur í gegnum tíðina haft fjölda erlendra leikmanna á sínum snærum og hefur samstarfið alla jafna gengið mjög vel. Margir leikmanna hafa myndað sterk tengsl við sveitarfélagið og fest hér rætur. Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best. Einkunnarorð Umf.Selfoss eru; Gleði-Virðing-Fagmennska og fyrir það viljum við standa.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira