Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 07:01 Cristian Romero og Marc Cucurella eru líklega ekki bestu vinir eftir leik Tottenham og Chelsea. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. Dean lagði flautuna á hilluna eftir seinasta tímabil eftir 22 ár í ensku úrvalsdeildinni, en sinnir nú myndbandsdómgæslu. Hann var einmitt í VAR-herberginu þegar Chelsea tók á móti Tottenham í stórleik annarrar umferðar um seinustu helgi. Heimamenn í Chelsea komust yfir í tvígang í leiknum, en í bæði skiptin jöfnuðu gestirnir. Seinna jöfnunarmark Tottenham skoraði Harry Kane á sjöttu mínútu uppbótartíma í leik sem bauð upp á allt það sem við sem áhorfendur vonumst eftir í stórleik. Bæði mörk Tottenham voru þó vægast sagt umdeild. Fyrra markið kom eftir að Rodrigo Bentancur virtist brjóta á Kai Havertz í aðdraganda marksins, ásamt því að mögulega hefði verið hægt að dæma rangstöðu á Richarlison þar sem hann stóð í sjónlínu Edouard Mendy, markvarðar Chelsea, þegar Pierre-Emile Hojbjerg skaut að marki. Það síðara var langt frá því að vera minna umdeilt. Gestirnir í Tottenham þurftu sárlega á marki að halda í uppbótartíma til að stela stigi þegar liðið fékk hornspyrnu. Spyrnan rataði á koll Ben Davies sem skallaði að marki, en Mendy varði vel og önnur hornspyrna dæmd. Endursýningar sýndu þó að Christian Romero, varnarmaður Tottenham, hafði rifið harkalega í hár Marc Cucurella í hamagangnum inni á vítateig með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hentist í jörðina. Þrátt fyrir það var ekkert dæmt og Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham á ögurstundu eftir þessa hornspyrnu sem hefði líklega aldrei átt að vera tekin. Mike Dean hefur nú viðurkennt að það hafi verið mistök að biðja Anthony Taylor, dómara leiksin, ekki að fara í skjáinn góða til að skoða atvikið sjálfur. „Ég gat ekki dæmt aukaspyrnu uppi í VAR-herbergi, en ég gat bent Taylor á það að fara í skjáinn til að skoða hvort þetta hafi átt að vera rautt spjald,“ sagði Dean. „Á þessum örfáu sekúndum sem ég hafði til að skoða atvikið þar sem Romero rífur í hár Cucurella mat ég það ekki þannig að þetta hafi verið ofsafengið brot.“ „Síðan þá hef ég skoðað myndbandsupptökur af atvikinu, rætt við aðra dómara og eftir smá umhugsun hef ég komist að því að ég hefði átt að biðja Taylor um að fara í skjáinn til að skoða þetta sjálfur.“ „Dómarinn úti á velli hefur alltaf lokaorðið,“ sagði Dean að lokum. Mike Dean has admitted he made a mistake by not asking Anthony Taylor to review Cristian Romero’s hair pull on Marc Cucurella! pic.twitter.com/VyxnzFTji4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 18, 2022 Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Dean lagði flautuna á hilluna eftir seinasta tímabil eftir 22 ár í ensku úrvalsdeildinni, en sinnir nú myndbandsdómgæslu. Hann var einmitt í VAR-herberginu þegar Chelsea tók á móti Tottenham í stórleik annarrar umferðar um seinustu helgi. Heimamenn í Chelsea komust yfir í tvígang í leiknum, en í bæði skiptin jöfnuðu gestirnir. Seinna jöfnunarmark Tottenham skoraði Harry Kane á sjöttu mínútu uppbótartíma í leik sem bauð upp á allt það sem við sem áhorfendur vonumst eftir í stórleik. Bæði mörk Tottenham voru þó vægast sagt umdeild. Fyrra markið kom eftir að Rodrigo Bentancur virtist brjóta á Kai Havertz í aðdraganda marksins, ásamt því að mögulega hefði verið hægt að dæma rangstöðu á Richarlison þar sem hann stóð í sjónlínu Edouard Mendy, markvarðar Chelsea, þegar Pierre-Emile Hojbjerg skaut að marki. Það síðara var langt frá því að vera minna umdeilt. Gestirnir í Tottenham þurftu sárlega á marki að halda í uppbótartíma til að stela stigi þegar liðið fékk hornspyrnu. Spyrnan rataði á koll Ben Davies sem skallaði að marki, en Mendy varði vel og önnur hornspyrna dæmd. Endursýningar sýndu þó að Christian Romero, varnarmaður Tottenham, hafði rifið harkalega í hár Marc Cucurella í hamagangnum inni á vítateig með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hentist í jörðina. Þrátt fyrir það var ekkert dæmt og Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham á ögurstundu eftir þessa hornspyrnu sem hefði líklega aldrei átt að vera tekin. Mike Dean hefur nú viðurkennt að það hafi verið mistök að biðja Anthony Taylor, dómara leiksin, ekki að fara í skjáinn góða til að skoða atvikið sjálfur. „Ég gat ekki dæmt aukaspyrnu uppi í VAR-herbergi, en ég gat bent Taylor á það að fara í skjáinn til að skoða hvort þetta hafi átt að vera rautt spjald,“ sagði Dean. „Á þessum örfáu sekúndum sem ég hafði til að skoða atvikið þar sem Romero rífur í hár Cucurella mat ég það ekki þannig að þetta hafi verið ofsafengið brot.“ „Síðan þá hef ég skoðað myndbandsupptökur af atvikinu, rætt við aðra dómara og eftir smá umhugsun hef ég komist að því að ég hefði átt að biðja Taylor um að fara í skjáinn til að skoða þetta sjálfur.“ „Dómarinn úti á velli hefur alltaf lokaorðið,“ sagði Dean að lokum. Mike Dean has admitted he made a mistake by not asking Anthony Taylor to review Cristian Romero’s hair pull on Marc Cucurella! pic.twitter.com/VyxnzFTji4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 18, 2022
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira