Fylkir á toppinn eftir sigur í sjö marka leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. ágúst 2022 21:18 Fylkir vann sigur í markaleik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld og var nóg af mörkum sem litu dagsins ljós. Fylkir lyfti sér á topp deildarinnar með 4-3 sigri gegn Selfyssingum og þá vann Fjölnir einnig 4-3 sigur gegn Grindavík. Emil Ásmundsson kom Fylkismönnum yfir gegn Selfyssingum strax á fjórðu mínútu áður en Birkir Eyþórsson tvöfaldaði forystu heimamanna á 41. mínútu. Emil var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir hálfleik þegar hann breytti stöðunni í 3-0. Gary Martin og Valdimar Jóhannsson minnkuðu muninn fyrir Selfyssinga í 3-2 snemma í síðari hálfleik, en Birkir Eyþórsson gerði út um leikinn á 63. mínútu áður en Hrvoje Yokic klóraði í bakkann fyrir gestina á lokamínútu leiksins af vítapunktinum. Niðurstaðan því 4-3 sigur Fylkis og sigurinn lyftir þeim á topp deildarinnar með 39 stig eftir 17 leiki, tveimur stigum meira en HK sem situr í öðru sæti. Selfyssingar sitja hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig. Fjölnir vann einnig 4-3 sigur er liðið tók á móti Grindavík þar sem gestirnir frá Grindavík komust í 0-2 eftir aðeins átta mínútur með mörkum frá Kenan Turudija og Aroni Jóhannssyni. Dofri Snorrason minnkaði muninn fyrir Fylkismenn tveimur mínútum síðar áður en Hans Viktor Guðmundsson jafnaði metin fyrir hálfleik. Kristófer Páll Viðarsson kom Grindvíkingum yfir á nýjan leik á 59. mínútu, en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði metin sjö mínútum síðar. Það var svo Hans Viktor Guðmundsson sem tryggði Fjölnismönnum 4-3 sigur með marki á 69. mínútu. Fjölnismenn sitja nú í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig, tíu stigum meira en Grindavík sem situr í tíunda sæti. Í öðrum leikjum kvöldsins vann Afturelding 4-1 sigur gegn KV, Kórdrengir lögðu Vestra 4-0 og Grótta vann 0-1 útisigur gegn Þrótti Vogum. Lengjudeild karla Fylkir UMF Selfoss Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira
Emil Ásmundsson kom Fylkismönnum yfir gegn Selfyssingum strax á fjórðu mínútu áður en Birkir Eyþórsson tvöfaldaði forystu heimamanna á 41. mínútu. Emil var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir hálfleik þegar hann breytti stöðunni í 3-0. Gary Martin og Valdimar Jóhannsson minnkuðu muninn fyrir Selfyssinga í 3-2 snemma í síðari hálfleik, en Birkir Eyþórsson gerði út um leikinn á 63. mínútu áður en Hrvoje Yokic klóraði í bakkann fyrir gestina á lokamínútu leiksins af vítapunktinum. Niðurstaðan því 4-3 sigur Fylkis og sigurinn lyftir þeim á topp deildarinnar með 39 stig eftir 17 leiki, tveimur stigum meira en HK sem situr í öðru sæti. Selfyssingar sitja hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig. Fjölnir vann einnig 4-3 sigur er liðið tók á móti Grindavík þar sem gestirnir frá Grindavík komust í 0-2 eftir aðeins átta mínútur með mörkum frá Kenan Turudija og Aroni Jóhannssyni. Dofri Snorrason minnkaði muninn fyrir Fylkismenn tveimur mínútum síðar áður en Hans Viktor Guðmundsson jafnaði metin fyrir hálfleik. Kristófer Páll Viðarsson kom Grindvíkingum yfir á nýjan leik á 59. mínútu, en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði metin sjö mínútum síðar. Það var svo Hans Viktor Guðmundsson sem tryggði Fjölnismönnum 4-3 sigur með marki á 69. mínútu. Fjölnismenn sitja nú í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig, tíu stigum meira en Grindavík sem situr í tíunda sæti. Í öðrum leikjum kvöldsins vann Afturelding 4-1 sigur gegn KV, Kórdrengir lögðu Vestra 4-0 og Grótta vann 0-1 útisigur gegn Þrótti Vogum.
Lengjudeild karla Fylkir UMF Selfoss Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira