Hringir í Pútín eftir leiðtogaviðræður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2022 21:04 Forseti Úkraínu, Volodimir Selenskí, fyrir miðju. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, til vinstri og aðalframkvæmdastjóri SÞ, Antonio Guterres, til hægri. AP Photo/Evgeniy Maloletka Takmarkaður árangur virðist hafa náðst í viðræðum leiðtoga Tyrklands, Úkraínu og Sameinuðu þjóðanna í dag. Tyrklandsforseti hyggst ræða efni fundarins við Vladímir Pútín, forseta Rússlands. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fundaði með Volodímir Selenskí, forseta Úkraínu og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu í dag. Vonir voru bundnar við að viðræður leiðtoganna þriggja gætu skilað einhverjum jákvæðum niðurstöðum vegna stríðs Rússlands við Úkraínu. Í frétt AP af fundinum kemur hins vegar fram að útlit sé fyrir að viðræðurnar hafi skilað litlum árangri, að minnsta kosti ef litið sé til skamms tíma. Leiðtogarnir þrír ræddu við blaðamenn að loknum fundi.AP Photo/Evgeniy Maloletka Leiðtogarnir hittust í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu, fjarri víglínunni í stríðinu, sem fer að megninu fram í austurhluta Úkraínu um þessar mundir. Á meðal þess sem var rætt var hvort hægt væri að hafa fangaskipti á milli stríðsfanga í haldi Úkraínuhers og Rússlandshers. Þá var einnig rætt um hvort að sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar gætu tekið út öryggismál í Zaporizhia kjarnorkuverinu, sem er undir yfirráðum Rússa. Erdogan hefur stillt sér upp sem eins konar tengið eða milliliður á milli Rússa og Úkraínu. Tyrkland er aðildarríki NATO en er þó háð utanríkisviðskiptum við Rússa, og segja má því að ríkið sé beggja vegna borðsins. Eftir fundinn sagði Erdogan að hann myndi ræða það sem þar var rætt við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Selenskí og Guteress samþykktu í dag að sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar fengu aðgang að í Zaporizhia kjarnorkuverinu. Það er þó algjörlega háð því að Rússar samþykki að hleypa sérfræðingunum að. Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fundaði með Volodímir Selenskí, forseta Úkraínu og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu í dag. Vonir voru bundnar við að viðræður leiðtoganna þriggja gætu skilað einhverjum jákvæðum niðurstöðum vegna stríðs Rússlands við Úkraínu. Í frétt AP af fundinum kemur hins vegar fram að útlit sé fyrir að viðræðurnar hafi skilað litlum árangri, að minnsta kosti ef litið sé til skamms tíma. Leiðtogarnir þrír ræddu við blaðamenn að loknum fundi.AP Photo/Evgeniy Maloletka Leiðtogarnir hittust í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu, fjarri víglínunni í stríðinu, sem fer að megninu fram í austurhluta Úkraínu um þessar mundir. Á meðal þess sem var rætt var hvort hægt væri að hafa fangaskipti á milli stríðsfanga í haldi Úkraínuhers og Rússlandshers. Þá var einnig rætt um hvort að sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar gætu tekið út öryggismál í Zaporizhia kjarnorkuverinu, sem er undir yfirráðum Rússa. Erdogan hefur stillt sér upp sem eins konar tengið eða milliliður á milli Rússa og Úkraínu. Tyrkland er aðildarríki NATO en er þó háð utanríkisviðskiptum við Rússa, og segja má því að ríkið sé beggja vegna borðsins. Eftir fundinn sagði Erdogan að hann myndi ræða það sem þar var rætt við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Selenskí og Guteress samþykktu í dag að sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar fengu aðgang að í Zaporizhia kjarnorkuverinu. Það er þó algjörlega háð því að Rússar samþykki að hleypa sérfræðingunum að.
Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira