Hrifinn af tillögum Sjálfstæðismanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 11:34 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Á bak við hann stendur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna. Vísir/vilhelm Oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík líst vel á bráðatillögur Sjálfstæðismanna í leikskólamálum. Ekkert sé því til dæmis til fyrirstöðu að koma á fót bakvarðarsveit til að tryggja mönnun leikskólanna. Meirihlutinn kynnir eigin tillögur á morgun - sem að sumu leyti muni svipa til tillagna Sjálfstæðismanna. Tillögurnar fimm sem Sjálfstæðismenn leggja fram í skóla- og frístundaráði eru til dæmis að komið verði á fót bakvarðasveit til að tryggja mönnun leikskólanna, þeir starfsmenn sem starfi á frístundaheimilum eftir hádegi verði boðin vinna á leikskólunum fyrir hádegi og að veita undanþágu fyrir rekstrarleyfi nýrra leikskóla þar sem húsnæðið er fullbúið þó lóðin sé ekki fullfrágengin. Þessar tillögur leggjast vel í Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknar í borginni. „Það er bara mjög gott að Sjálfstæðismenn leggi fram tillögur til þess að flýta fyrir því að hægt sé að opna leikskólapláss og tryggja mönnun. Og við tökum þessum hugmyndum fagnandi og skoðum þær í samhengi við þær tillögur sem við höfum verið að vinna hörðum höndum að undanfarna daga,“ segir Einar. Og væri þá nokkuð því til fyrirstöðu að koma til dæmis á bakvarðarsveit, eins og Sjálfstæðismenn leggja til? „Nei, ég er bara hlynntur þeirri hugmynd að efla þá vinnu sem snýr að mönnun leikskólanna. Ég veit að það er unnið mjög hörðum höndum að því hjá skóla- og frístundasviði að tryggja mönnun og einhverjar útfærðar hugmyndir um það hvernig er hægt að efla það átak.“ Leikskólamálin verða í brennidepli í ráðhúsinu á morgun; foreldrar barna á leikskólaaldri boða þar áframhaldandi mótmæli, hyggjast mæta með börnin og koma upp svokölluðum „hústökuleikskóla“. Um hádegisbil reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum borgarráðsfundi. Einar segir tillögurnar sumar munu svipa til tillagna Sjálfstæðismanna en annað verði öðruvísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meirihlutinn til að mynda með svipaðar hugmyndir um undanþágu fyrir nýja leikskóla þó að lóðir séu ekki fullfrágengnar. Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Tillögurnar fimm sem Sjálfstæðismenn leggja fram í skóla- og frístundaráði eru til dæmis að komið verði á fót bakvarðasveit til að tryggja mönnun leikskólanna, þeir starfsmenn sem starfi á frístundaheimilum eftir hádegi verði boðin vinna á leikskólunum fyrir hádegi og að veita undanþágu fyrir rekstrarleyfi nýrra leikskóla þar sem húsnæðið er fullbúið þó lóðin sé ekki fullfrágengin. Þessar tillögur leggjast vel í Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknar í borginni. „Það er bara mjög gott að Sjálfstæðismenn leggi fram tillögur til þess að flýta fyrir því að hægt sé að opna leikskólapláss og tryggja mönnun. Og við tökum þessum hugmyndum fagnandi og skoðum þær í samhengi við þær tillögur sem við höfum verið að vinna hörðum höndum að undanfarna daga,“ segir Einar. Og væri þá nokkuð því til fyrirstöðu að koma til dæmis á bakvarðarsveit, eins og Sjálfstæðismenn leggja til? „Nei, ég er bara hlynntur þeirri hugmynd að efla þá vinnu sem snýr að mönnun leikskólanna. Ég veit að það er unnið mjög hörðum höndum að því hjá skóla- og frístundasviði að tryggja mönnun og einhverjar útfærðar hugmyndir um það hvernig er hægt að efla það átak.“ Leikskólamálin verða í brennidepli í ráðhúsinu á morgun; foreldrar barna á leikskólaaldri boða þar áframhaldandi mótmæli, hyggjast mæta með börnin og koma upp svokölluðum „hústökuleikskóla“. Um hádegisbil reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum borgarráðsfundi. Einar segir tillögurnar sumar munu svipa til tillagna Sjálfstæðismanna en annað verði öðruvísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meirihlutinn til að mynda með svipaðar hugmyndir um undanþágu fyrir nýja leikskóla þó að lóðir séu ekki fullfrágengnar.
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira