Þétt dagskrá á langþráðri Menningarnótt í Reykjavík Elísabet Hanna skrifar 16. ágúst 2022 13:10 Flugeldasýningin stendur ávallt upp úr á Menningarnótt. Vísir/Vilhelm Menningarnótt verður loksins haldin á ný þann 20. ágúst næstkomandi. Blaðamannafundur fór fram í dag þar sem dagskráin var kynnt ásamt ýmsum skemmtiatriðum. Vísir sýndi frá fundinum í beinni útsendingu. Víkingar í víkingahópnum Rimmugýgur mættu á fundinn með skildi sína og sverð. Þorgrímur Jónsson tónlistarmaður og Kristjana Stefáns söngkona fluttu einnig nokkur lög. Fulltrúar Support for Ukraine Iceland mættu á staðinn en samtökin eru heiðursgestur Menningarnætur í ár og hafa þau skipulagt fjölbreytta menningar- og fræðslu dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á hátíðinni sjálfri. Hér að neðan má sjá þegar dagskráin var kynnt: Klippa: Dagskrá Menningarnætur kynnt Frítt í strætó Hátíðin er ein vinsælasta hátíð Reykjavíkurborgar og fer nú fram í tuttugasta og fimmta sinn en mikil áhersla er lögð á að fjölskyldan njóti samveru. Frítt er í strætó fyrir alla og mælt er með því að fólk hjóli eða gangi í bæinn. Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07:00 um morguninn og fram yfir miðnætti. Setning hátíðarinnar á Hörputorgi Menningarnótt verður sett við hátíðlega athöfn á Hörputorgi kl. 13.00 á laugardaginn þar sem loftfimleikar og Jón Jónsson tónlistarmaður gleðja meðal annars gesti. Dagskráin í ár er fjölbreytt en spannar hún allt frá stórtónleikum á Arnarhóli til opins húss í Hússtjórnarskólanum og jafnframt má finna úrval af listsýningum. Allar menningarstofnanir Reykjavíkurborgar verða með opið allann daginn og langt fram á kvöld og er ókeypis aðgangur. Tónlistin spilar stórt hlutverk Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni líkt og fyrri ár en tónaflóð Rásar 2 verður á Arnarhóli og svo verður tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Karnivalið hans DJ Margeirs sér um að halda uppi stuðinu við Klapparstíg að venju. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Matarvagnar með fjölbreytt úrval Á miðbakkanum verður Götubitinn þar sem tuttugu matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum. Til viðbótar verða tónleikastaðir með tónleika og veitingastaðir, kirkjur og verslanir hafa farið sparifötin og bjóða til veislu í tilefni dagsins. Flugeldasýningin á sínum stað Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu sem hægt er að fylgjast með frá Arnarhóli og víðar í borginni líkt og venjan hefur verið síðustu ár. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Hægt er að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar hér. Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 „Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Víkingar í víkingahópnum Rimmugýgur mættu á fundinn með skildi sína og sverð. Þorgrímur Jónsson tónlistarmaður og Kristjana Stefáns söngkona fluttu einnig nokkur lög. Fulltrúar Support for Ukraine Iceland mættu á staðinn en samtökin eru heiðursgestur Menningarnætur í ár og hafa þau skipulagt fjölbreytta menningar- og fræðslu dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á hátíðinni sjálfri. Hér að neðan má sjá þegar dagskráin var kynnt: Klippa: Dagskrá Menningarnætur kynnt Frítt í strætó Hátíðin er ein vinsælasta hátíð Reykjavíkurborgar og fer nú fram í tuttugasta og fimmta sinn en mikil áhersla er lögð á að fjölskyldan njóti samveru. Frítt er í strætó fyrir alla og mælt er með því að fólk hjóli eða gangi í bæinn. Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07:00 um morguninn og fram yfir miðnætti. Setning hátíðarinnar á Hörputorgi Menningarnótt verður sett við hátíðlega athöfn á Hörputorgi kl. 13.00 á laugardaginn þar sem loftfimleikar og Jón Jónsson tónlistarmaður gleðja meðal annars gesti. Dagskráin í ár er fjölbreytt en spannar hún allt frá stórtónleikum á Arnarhóli til opins húss í Hússtjórnarskólanum og jafnframt má finna úrval af listsýningum. Allar menningarstofnanir Reykjavíkurborgar verða með opið allann daginn og langt fram á kvöld og er ókeypis aðgangur. Tónlistin spilar stórt hlutverk Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni líkt og fyrri ár en tónaflóð Rásar 2 verður á Arnarhóli og svo verður tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Karnivalið hans DJ Margeirs sér um að halda uppi stuðinu við Klapparstíg að venju. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Matarvagnar með fjölbreytt úrval Á miðbakkanum verður Götubitinn þar sem tuttugu matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum. Til viðbótar verða tónleikastaðir með tónleika og veitingastaðir, kirkjur og verslanir hafa farið sparifötin og bjóða til veislu í tilefni dagsins. Flugeldasýningin á sínum stað Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu sem hægt er að fylgjast með frá Arnarhóli og víðar í borginni líkt og venjan hefur verið síðustu ár. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Hægt er að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar hér.
Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 „Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13
„Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36