„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2022 22:22 Arnari Gunnlaugssyni fannst Víkingar vera linir í fyrri hálfleiknum gegn Blikum. vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég er ánægður með stigið. Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleik. Breiðablik var miklu ákveðnara og við vorum aumir. Þú getur ekki mætt í svona stórleiki, verið linur og lítill í þér. Breiðablik voru harðir og tóku vel á okkur,“ sagði Arnar í leikslok. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik og við þurftum bara að mæta þeim í hörkunni. Mér fannst við vera aðeins skárri í seinni hálfleik og við getum alveg sagst vera svekktir að nýta það ekki þegar við vorum fleiri. En stig á þessum velli, ég tek það.“ Dagskrá beggja liða hefur verið þéttskipuð að undanförnu og Arnari fannst leikurinn bera þess merki. „Menn voru seinir í tæklingar og þess háttar. Bæði lið hafa verið þekkt fyrir að spila góðan fótbolta en guð minn góður, menn gátu barist í kvöld og sýndu að það er harka í báðum liðum. Menn þurfa að sýna það,“ sagði Arnar sem var ánægður með hvernig Víkingar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Í hálfleik vorum við að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndunum á okkur. Við þurftum að gera eitthvað og fengum smá viðbrögð í seinni hálfleik.“ Arnar hrósaði Breiðabliki fyrir frammistöðuna í leiknum. „Mér fannst Blikarnir flottir og sterkir og við máttum hafa okkur alla við að ná í þetta stig,“ sagði þjálfarinn og bætti við að toppbaráttan væri enn opin. „Þetta eru fimm stig og við erum taplausir í ég veit ekki hvað mörgum leikjum í röð í deildinni. Ég hef alltaf sagt að þetta fer alla leið í lokaumferðirnar. Það á mikið eftir að gerast. Ég er mjög ánægður með þetta stig.“ Arnar fór ekkert í grafgötur með að hann vildi sjá sína menn miklu beittari í fyrri hálfleiknum en raun bar vitni. „Við vorum ólíkir sjálfum okkur. Við vorum rosalega linir, þorðum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með boltann og Blikarnir fengu blóðbragð í munninn. Þeir tóku á okkur og við fundum ekki taktinn. Við vorum eins og aumingjar. Þetta var ekki líkt mínu liði og ég vil alls ekki sjá þetta,“ sagði Arnar. „Þessi vika hefði getað verið þannig að við hefðum getað misst Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og ef við munum spila eins á fimmtudaginn [gegn KR] er bikartitilinn farinn líka. Menn svöruðu allavega í seinni hálfleik sem ég er mjög ánægður með.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
„Ég er ánægður með stigið. Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleik. Breiðablik var miklu ákveðnara og við vorum aumir. Þú getur ekki mætt í svona stórleiki, verið linur og lítill í þér. Breiðablik voru harðir og tóku vel á okkur,“ sagði Arnar í leikslok. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik og við þurftum bara að mæta þeim í hörkunni. Mér fannst við vera aðeins skárri í seinni hálfleik og við getum alveg sagst vera svekktir að nýta það ekki þegar við vorum fleiri. En stig á þessum velli, ég tek það.“ Dagskrá beggja liða hefur verið þéttskipuð að undanförnu og Arnari fannst leikurinn bera þess merki. „Menn voru seinir í tæklingar og þess háttar. Bæði lið hafa verið þekkt fyrir að spila góðan fótbolta en guð minn góður, menn gátu barist í kvöld og sýndu að það er harka í báðum liðum. Menn þurfa að sýna það,“ sagði Arnar sem var ánægður með hvernig Víkingar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Í hálfleik vorum við að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndunum á okkur. Við þurftum að gera eitthvað og fengum smá viðbrögð í seinni hálfleik.“ Arnar hrósaði Breiðabliki fyrir frammistöðuna í leiknum. „Mér fannst Blikarnir flottir og sterkir og við máttum hafa okkur alla við að ná í þetta stig,“ sagði þjálfarinn og bætti við að toppbaráttan væri enn opin. „Þetta eru fimm stig og við erum taplausir í ég veit ekki hvað mörgum leikjum í röð í deildinni. Ég hef alltaf sagt að þetta fer alla leið í lokaumferðirnar. Það á mikið eftir að gerast. Ég er mjög ánægður með þetta stig.“ Arnar fór ekkert í grafgötur með að hann vildi sjá sína menn miklu beittari í fyrri hálfleiknum en raun bar vitni. „Við vorum ólíkir sjálfum okkur. Við vorum rosalega linir, þorðum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með boltann og Blikarnir fengu blóðbragð í munninn. Þeir tóku á okkur og við fundum ekki taktinn. Við vorum eins og aumingjar. Þetta var ekki líkt mínu liði og ég vil alls ekki sjá þetta,“ sagði Arnar. „Þessi vika hefði getað verið þannig að við hefðum getað misst Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og ef við munum spila eins á fimmtudaginn [gegn KR] er bikartitilinn farinn líka. Menn svöruðu allavega í seinni hálfleik sem ég er mjög ánægður með.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira