Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. ágúst 2022 21:00 Björgvin Sólberg segir ólíklegt að barn hans, sem er að verða tveggja ára, fái pláss á leikskóla fyrr en í lok árs. vísir/egill Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. „Við erum með tæplega tveggja ára gamalt barn sem hefur aldrei komist á leikskóla. Og eins og staðan er í dag lítur út fyrir að hann komist ekki á leikskóla fyrr en í lok árs,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, faðir barns sem var lofað plássi inn á nýjum leikskóla strax í næsta mánuði. Opnun þess leikskóla hefur nú verið frestað þangað til í október. Þessar aðstæður eru orðnar ansi algengar í Reykjavíkurborg í dag. Eins og er eru tæplega 800 börn, eins árs og eldri, á biðlista eftir að komast inn á leikskóla. Skortur á húsnæði hefur verið helsta vandamál borgarinnar. Víða um borgina er verið að byggja leikskóla þá kemur að öðru vandamáli; framkvæmdunum hefur seinkað víðast hvar eins og til dæmis við Nauthólsveg. Leikskólinn átti að vera tekinn til notkunar í byrjun árs. Það er hins vegar ekki útlit fyrir að það verði fyrr en í október, í fyrsta lagi. Mikið á eftir að gera við lóðina hjá Ævintýraborgum við Nauthólsveg áður en leikskólinn verður tekinn í notkun.vísir/egill Þetta á við um allar Ævintýraborgirnar, sem áttu að veita 340 börnum pláss í ár. Aðeins einn skóli af fjórum er tilbúinn, við Eggertsgötu. Hinum þremur hefur seinkað; við Vörðuskóla opnar í desember og við Nóthólsveg og í Vogabyggð opnar í október. Foreldrar hafa tekið út sumarleyfi næsta árs „Okkur var lofað plássi fyrst núna í byrjun september en svo fáum við tölvupóst frá Reykjavíkurborg 20. júlí um að fresta eigi opnun skólans vegna þess að lóðin er ekki tilbúin eins og við sjáum,“ segir Björgvin. Þannig hafði 100 börnum verið lofað plássi hér við Nauthólsveginn. 25 hefur verið komið fyrir annað en eftir standa 75 börn sem eiga foreldra sem voru búnir að gera aðrar ráðstafanir en að vera heima með þau í haust. „Fólk er bara búið að gera plön, kannski nýta sumarfríin sín með fjölskyldunni, eðlilega. Og það er náttúrulega algjör forsendubrestur að fá þessar upplýsingar svona seint, sérstaklega þegar þær liggja fyrir löngu áður,“ segir Björgvin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu um að foreldrar í stöðu Björgvins fái greiddar 200 þúsund krónur mánaðarlega í bætur frá borginni á meðan beðið er eftir plássi. Þetta segir Björgvin að væri sanngjarnt enda fólk orðið fyrir miklum tekjumissi hafandi verið svo lengi heima með börn sín. „Reykjavíkurborg er svolítið búið að draga fólk á asnaeyrum og fólk hefur þurft að nýta öll sín frí, taka út sumarleyfi næsta árs, taka launalaust leyfi. Og það er í raun ekkert sem Reykjavíkurborg gerir til að koma til móts við fólk,“ segir Björgvin. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
„Við erum með tæplega tveggja ára gamalt barn sem hefur aldrei komist á leikskóla. Og eins og staðan er í dag lítur út fyrir að hann komist ekki á leikskóla fyrr en í lok árs,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, faðir barns sem var lofað plássi inn á nýjum leikskóla strax í næsta mánuði. Opnun þess leikskóla hefur nú verið frestað þangað til í október. Þessar aðstæður eru orðnar ansi algengar í Reykjavíkurborg í dag. Eins og er eru tæplega 800 börn, eins árs og eldri, á biðlista eftir að komast inn á leikskóla. Skortur á húsnæði hefur verið helsta vandamál borgarinnar. Víða um borgina er verið að byggja leikskóla þá kemur að öðru vandamáli; framkvæmdunum hefur seinkað víðast hvar eins og til dæmis við Nauthólsveg. Leikskólinn átti að vera tekinn til notkunar í byrjun árs. Það er hins vegar ekki útlit fyrir að það verði fyrr en í október, í fyrsta lagi. Mikið á eftir að gera við lóðina hjá Ævintýraborgum við Nauthólsveg áður en leikskólinn verður tekinn í notkun.vísir/egill Þetta á við um allar Ævintýraborgirnar, sem áttu að veita 340 börnum pláss í ár. Aðeins einn skóli af fjórum er tilbúinn, við Eggertsgötu. Hinum þremur hefur seinkað; við Vörðuskóla opnar í desember og við Nóthólsveg og í Vogabyggð opnar í október. Foreldrar hafa tekið út sumarleyfi næsta árs „Okkur var lofað plássi fyrst núna í byrjun september en svo fáum við tölvupóst frá Reykjavíkurborg 20. júlí um að fresta eigi opnun skólans vegna þess að lóðin er ekki tilbúin eins og við sjáum,“ segir Björgvin. Þannig hafði 100 börnum verið lofað plássi hér við Nauthólsveginn. 25 hefur verið komið fyrir annað en eftir standa 75 börn sem eiga foreldra sem voru búnir að gera aðrar ráðstafanir en að vera heima með þau í haust. „Fólk er bara búið að gera plön, kannski nýta sumarfríin sín með fjölskyldunni, eðlilega. Og það er náttúrulega algjör forsendubrestur að fá þessar upplýsingar svona seint, sérstaklega þegar þær liggja fyrir löngu áður,“ segir Björgvin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu um að foreldrar í stöðu Björgvins fái greiddar 200 þúsund krónur mánaðarlega í bætur frá borginni á meðan beðið er eftir plássi. Þetta segir Björgvin að væri sanngjarnt enda fólk orðið fyrir miklum tekjumissi hafandi verið svo lengi heima með börn sín. „Reykjavíkurborg er svolítið búið að draga fólk á asnaeyrum og fólk hefur þurft að nýta öll sín frí, taka út sumarleyfi næsta árs, taka launalaust leyfi. Og það er í raun ekkert sem Reykjavíkurborg gerir til að koma til móts við fólk,“ segir Björgvin.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira