Gary Neville: „Aldrei liðið jafn illa á 42 ára ferli mínum sem United-maður Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2022 23:13 Gary Neville var ómyrkur í máli eftir leikinn í dag. Vísir/Getty Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, fór ekki fögrum orðum um sitt fyrrum félag þegar hann ræddi háðulegt tap liðsins gegn Brentford í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. „Ég hef fylgst með gangi mála hjá Manchester United í 42 ár og ég man ekki eftir því að hafa liðið jafn illa sem United-maður. Þetta var eins og að horfa á karlmenn spila við krakkalið," sagði Neville í umfjöllun Sky Sports um leikinn. „Það er algerlega ófyrirgefanlegt að stjórn félagsins hafi ekki gert betur í því að fá þá leikmenn í hópinn sem Erik ten Hag hefur áhuga á,” sagði sparkspekingurinn en Erik ten Hag hefur þurft að horfa upp á lærisveina sína láta í minni pokann í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni með markatölunni 6-1. „Ég er að reyna að hugsa um eitt atriði sem leikmenn Manchester United gerðu vel í fyrri hálfleik en ég finn ekkert,” sagði Neville en Manchester United var 4-0 undir í hálfleik. „Stuðningmsenn Manchester United héldu að spilamennska liðsins í fyrstu umferðinni gæti ekki orðið verri. Þessi frammistaða var aftur á móti algjör lágpunktur. Þetta einfaldlega getur ekki versnað,” sagði varnarmaðurinn fyrrverandi. Neville beindi svo sjónum sínum að amerískum eigendum félagsins en Richarld Arnold, stjórnarformaður félagsins, var viðstaddur niðurlæginguna á Gtech Community-leikvangnum í dag. Hluti stuðningsmanna Manchester United mættu á leikinn í dag með borða þar sem Glazer-fjölskyldan var beðin um að selja meirihluta sinn í félaginu. „Eigendurnir hafa setið hjá á meðan skipið sekkur fyrir framan nefið á þeim. Það hefur verið vitað í átta til mánuði að það þurfi að endurnýja leikmannahóp liðsins en þeir sem stýra félaginu ranka við sér undir lok félagaskiptagluggans og ætla að redda sér á síðustu stundu. Það er ótrúlegt og í raun ófyrirgefanlegt að Erik ten Hag hafi ekki fengið fleiri hágæða leikmenn síðan hann tók við,” sagði hann. Christian Eriksen kom til Manchester United á frjálsri sölu í sumar og Lisandro Martinez og Tyrell Malacia komu úr hollensku efstu deildinni. Aftur á móti hafa sjö leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá aðalliði félagsins horfið á braut. „Það vinnulag sem stjórn Manchester United viðhefur á félagaskiptamarkaðnum viðgekkst fyrir 15 árum síðan. Nú til dags eru félög mun skipulagðari en gengur og gerist hjá Manchester United og eru í stöðugu sambandi við umboðsmenn þeirra leikmanna sem þeir hafa áhuga á. Sú staðreynd að félagið hafi eitt milljarði punda í þennan leikmannahóp og að vera á svona vondum stað er magnað,” sagði Neville. Félagið hætt að laða að leikmenn í efstu hillu „Miklum tíma hefur verið eytt í að sannfæra Frenkie de Jong og þrátt fyrir að hann sé í góðu sambandi við Erik ten Hag þá er ekkert sem bendir til þess að hann sé að koma á Old Trafford. Manchester United er stórt, sögufrægt og sigursælt félag. Hér áður gerðust töfrandi hlutir hjá félaginu en þessa stundina horfa leikmenn á frammistöðu eins og þessa í dag og það laðar ekki að leikmenn,” sagði enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi rjúkandi af reiði. „Það er hætt að koma mér á óvart að leikmenn Manchester United séu undir í samanburði við andstæðingar þegar kemur að hlaupatölum og að það vanti ákefð í leik liðsins. Þetta höfum við rætt vikulega síðasta árið eða svo,” sagði Neville sem benti þó að gefa verið nýjum leikmönnum liðsins meiri tíma áður en þeir verði dæmdir af verkum sínum. Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
„Ég hef fylgst með gangi mála hjá Manchester United í 42 ár og ég man ekki eftir því að hafa liðið jafn illa sem United-maður. Þetta var eins og að horfa á karlmenn spila við krakkalið," sagði Neville í umfjöllun Sky Sports um leikinn. „Það er algerlega ófyrirgefanlegt að stjórn félagsins hafi ekki gert betur í því að fá þá leikmenn í hópinn sem Erik ten Hag hefur áhuga á,” sagði sparkspekingurinn en Erik ten Hag hefur þurft að horfa upp á lærisveina sína láta í minni pokann í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni með markatölunni 6-1. „Ég er að reyna að hugsa um eitt atriði sem leikmenn Manchester United gerðu vel í fyrri hálfleik en ég finn ekkert,” sagði Neville en Manchester United var 4-0 undir í hálfleik. „Stuðningmsenn Manchester United héldu að spilamennska liðsins í fyrstu umferðinni gæti ekki orðið verri. Þessi frammistaða var aftur á móti algjör lágpunktur. Þetta einfaldlega getur ekki versnað,” sagði varnarmaðurinn fyrrverandi. Neville beindi svo sjónum sínum að amerískum eigendum félagsins en Richarld Arnold, stjórnarformaður félagsins, var viðstaddur niðurlæginguna á Gtech Community-leikvangnum í dag. Hluti stuðningsmanna Manchester United mættu á leikinn í dag með borða þar sem Glazer-fjölskyldan var beðin um að selja meirihluta sinn í félaginu. „Eigendurnir hafa setið hjá á meðan skipið sekkur fyrir framan nefið á þeim. Það hefur verið vitað í átta til mánuði að það þurfi að endurnýja leikmannahóp liðsins en þeir sem stýra félaginu ranka við sér undir lok félagaskiptagluggans og ætla að redda sér á síðustu stundu. Það er ótrúlegt og í raun ófyrirgefanlegt að Erik ten Hag hafi ekki fengið fleiri hágæða leikmenn síðan hann tók við,” sagði hann. Christian Eriksen kom til Manchester United á frjálsri sölu í sumar og Lisandro Martinez og Tyrell Malacia komu úr hollensku efstu deildinni. Aftur á móti hafa sjö leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá aðalliði félagsins horfið á braut. „Það vinnulag sem stjórn Manchester United viðhefur á félagaskiptamarkaðnum viðgekkst fyrir 15 árum síðan. Nú til dags eru félög mun skipulagðari en gengur og gerist hjá Manchester United og eru í stöðugu sambandi við umboðsmenn þeirra leikmanna sem þeir hafa áhuga á. Sú staðreynd að félagið hafi eitt milljarði punda í þennan leikmannahóp og að vera á svona vondum stað er magnað,” sagði Neville. Félagið hætt að laða að leikmenn í efstu hillu „Miklum tíma hefur verið eytt í að sannfæra Frenkie de Jong og þrátt fyrir að hann sé í góðu sambandi við Erik ten Hag þá er ekkert sem bendir til þess að hann sé að koma á Old Trafford. Manchester United er stórt, sögufrægt og sigursælt félag. Hér áður gerðust töfrandi hlutir hjá félaginu en þessa stundina horfa leikmenn á frammistöðu eins og þessa í dag og það laðar ekki að leikmenn,” sagði enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi rjúkandi af reiði. „Það er hætt að koma mér á óvart að leikmenn Manchester United séu undir í samanburði við andstæðingar þegar kemur að hlaupatölum og að það vanti ákefð í leik liðsins. Þetta höfum við rætt vikulega síðasta árið eða svo,” sagði Neville sem benti þó að gefa verið nýjum leikmönnum liðsins meiri tíma áður en þeir verði dæmdir af verkum sínum.
Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira