Fleiri íþróttamenn hverfa sporlaust í Bretlandi Atli Arason skrifar 13. ágúst 2022 10:30 Pakistaninn Suleman Baloch (blár) í bardaga gegn Shiva Thapa frá Indlandi (rauður) á Samveldisleikunum. Getty Images Alls hefur nú verið lýst eftir 12 íþróttamönnum sem kepptu á bresku Samveldisleikunum í Birmingham en enginn virðist vita hvar þessir íþróttamenn eru niðurkomnir. Samveldisleikarnir (e. Commonwealth Games) eru fjölgreina íþróttamót þar sem lönd sem tilheyrðu áður breska samveldinu keppast í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er þó ekki framúrskarandi árangur eða heimsmet sem hafa gripið flestar fyrirsagnir undanfarið, heldur er það fjöldinn allur af íþróttamönnum sem hafa týnst eða horfið sporlaust eftir þátttöku á mótinu. Lögreglan í Birmingham staðfesti í vikunni að leitað er af tveimur boxurum, Suleman Baloch og Nazeer Ullah Khan frá Pakistan, eftir að þeir gufuðu upp á flugvellinum í Birmingham. „Við vitum af tveimur mannshvörfum, tveir menn sem tóku þátt á leikunum fyrir hönd Pakistana, á aldrinum 22 og 25 ára. Tilkynning barst okkur þann 9. ágúst og við erum að skoða allar vísbendingar, þar á meðal upptökur úr eftirlitsmyndavélum, til að reyna að finna hvar þeir eru niðurkomnir,“ er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Vestur-Miðlöndum í Englandi. Allir íþróttamenn Pakistan af leiknum, að frátöldum Baloch og Khan, hafa snúið aftur til heimalandsins. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að 10 meðlimir úr röðum Sri Lanka virtust hafa yfirgefið herbúðir liðsins í síðustu viku á meðan allur farangur þeirra varð eftir í bækistöðum liðsins í Birmingham. Samveldisleikarnir eru eitt af stærstu fjölgreina íþróttamótum í heimi. Fyrsta samveldisleikamótið fór fram árið 1930 og leikarnir eiga því langa sögu. Í ár fór mótið fram í Birmingham í Englandi og lauk þann 8. ágúst síðastliðin. Box Frjálsar íþróttir Pakistan Bretland Srí Lanka Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Samveldisleikarnir (e. Commonwealth Games) eru fjölgreina íþróttamót þar sem lönd sem tilheyrðu áður breska samveldinu keppast í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er þó ekki framúrskarandi árangur eða heimsmet sem hafa gripið flestar fyrirsagnir undanfarið, heldur er það fjöldinn allur af íþróttamönnum sem hafa týnst eða horfið sporlaust eftir þátttöku á mótinu. Lögreglan í Birmingham staðfesti í vikunni að leitað er af tveimur boxurum, Suleman Baloch og Nazeer Ullah Khan frá Pakistan, eftir að þeir gufuðu upp á flugvellinum í Birmingham. „Við vitum af tveimur mannshvörfum, tveir menn sem tóku þátt á leikunum fyrir hönd Pakistana, á aldrinum 22 og 25 ára. Tilkynning barst okkur þann 9. ágúst og við erum að skoða allar vísbendingar, þar á meðal upptökur úr eftirlitsmyndavélum, til að reyna að finna hvar þeir eru niðurkomnir,“ er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Vestur-Miðlöndum í Englandi. Allir íþróttamenn Pakistan af leiknum, að frátöldum Baloch og Khan, hafa snúið aftur til heimalandsins. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að 10 meðlimir úr röðum Sri Lanka virtust hafa yfirgefið herbúðir liðsins í síðustu viku á meðan allur farangur þeirra varð eftir í bækistöðum liðsins í Birmingham. Samveldisleikarnir eru eitt af stærstu fjölgreina íþróttamótum í heimi. Fyrsta samveldisleikamótið fór fram árið 1930 og leikarnir eiga því langa sögu. Í ár fór mótið fram í Birmingham í Englandi og lauk þann 8. ágúst síðastliðin.
Box Frjálsar íþróttir Pakistan Bretland Srí Lanka Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira