Barcelona hefur ekki náð að nurla saman nægum pening Hjörvar Ólafsson skrifar 8. ágúst 2022 23:22 Barcelona er að reyna að selja Frenkie De Jong til þess að grynnka skuldir sínar. Vísir/Getty Forráðamenn Barcelona hafa ekki náð að lappa nógu mikið upp á bókhald sitt til þess að geta skráð þá leikmenn sem félagið hefur keypt í sumar í leikmannahóp sinn fyrir komandi keppnistímabil. Fulltrúar í eftirlitsnefnd um fjármál félaganna í spænsku efstu deildinni í fótbolta karla telja að sala Barcelona á fjórðungshlut í framtíðar sjónvarpstekjum sínum dugi ekki til þess að geta skráð nýja leikmenn í hóp sinn. Barcelona freistaði þess að blása upp verðmæti á þessum eignarhlut sínum með því að nota eigin fjármuni til þess að hækka verðið á sölunni á framtíðar sjónvarpstekjunum. Félagið hafði reiknað með 667 milljónum evra í bækur sínar vegna framangreindrar sölu. Fjárfestingafélagið Sixth Street ætlaði að kaupa þennan pakka á 517 milljónir evra en 150 milljónir af þeirri upphæð kom frá félaginu sjálfu. Eftirlitsnefndin taldi þetta verið löglegan gjörning ekki duga til þess að Barcelona standist skilyrði reglna spænsku efstu deildarinnar um fjárhagslega háttvísi. Næsta útspil Barcelona er að selja fjórðungshlut í framleiðslufyrirtækinu Barça Studios en félagið áætlar að fá um það bil 100 milljónir evra fyrir þann hlut. Barcelona hafði nú þegar tilkynnt um sölu á tæpælega 25 prósent hlut í því fyrirtæki. Vonast Katalóníufélagið að það dugi til þess að mega skrá Robert Lewandowski, Raphinha, Andreas Christensen, Jules Koundé og Franck Kessie í hóp sinn í tæka tíð fyrir fyrsta deilarleik sinn á komandi keppnistímabili sem er gegn Rayo Vallecano á laugardagskvöldið kemur. Sala Barcelona á framtíðar sjónvarpstekjum sínum sem og í hlut sínum í Barca Studios, samstarfssamningur við Spotify, sölur á leikmönnum og aukið tekjustreymi hefur að sögn Joan Laporta, forseta Barcelona, skilað félaginu 850 milljónum evra. Það dugði ekki til að fá leyfi eftirlitsefndarinnar til þess að bæta við leikmönnum á launaskrá sína. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Fulltrúar í eftirlitsnefnd um fjármál félaganna í spænsku efstu deildinni í fótbolta karla telja að sala Barcelona á fjórðungshlut í framtíðar sjónvarpstekjum sínum dugi ekki til þess að geta skráð nýja leikmenn í hóp sinn. Barcelona freistaði þess að blása upp verðmæti á þessum eignarhlut sínum með því að nota eigin fjármuni til þess að hækka verðið á sölunni á framtíðar sjónvarpstekjunum. Félagið hafði reiknað með 667 milljónum evra í bækur sínar vegna framangreindrar sölu. Fjárfestingafélagið Sixth Street ætlaði að kaupa þennan pakka á 517 milljónir evra en 150 milljónir af þeirri upphæð kom frá félaginu sjálfu. Eftirlitsnefndin taldi þetta verið löglegan gjörning ekki duga til þess að Barcelona standist skilyrði reglna spænsku efstu deildarinnar um fjárhagslega háttvísi. Næsta útspil Barcelona er að selja fjórðungshlut í framleiðslufyrirtækinu Barça Studios en félagið áætlar að fá um það bil 100 milljónir evra fyrir þann hlut. Barcelona hafði nú þegar tilkynnt um sölu á tæpælega 25 prósent hlut í því fyrirtæki. Vonast Katalóníufélagið að það dugi til þess að mega skrá Robert Lewandowski, Raphinha, Andreas Christensen, Jules Koundé og Franck Kessie í hóp sinn í tæka tíð fyrir fyrsta deilarleik sinn á komandi keppnistímabili sem er gegn Rayo Vallecano á laugardagskvöldið kemur. Sala Barcelona á framtíðar sjónvarpstekjum sínum sem og í hlut sínum í Barca Studios, samstarfssamningur við Spotify, sölur á leikmönnum og aukið tekjustreymi hefur að sögn Joan Laporta, forseta Barcelona, skilað félaginu 850 milljónum evra. Það dugði ekki til að fá leyfi eftirlitsefndarinnar til þess að bæta við leikmönnum á launaskrá sína.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira