„Ömurlegt að fá svona kvikindi inn í sín híbýli“ Jakob Bjarnar skrifar 8. ágúst 2022 10:35 Gunnar V. Andrésson mundar vélina. Með morgunkoss frá konunni á kinn. Þessi vél er nú í ræningjahöndum. aðsend Einhver gæti kallað það glæp gegn mannkyni en þjófahyski gerði sér lítið fyrir og braust inn í geymslu Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara og stálu myndavélum hans eins og þær lögðu sig. „Þetta eru menn sem kunna til verka og eru slóttugir. Þeir fóru þarna um dyr sem mann óraði ekki fyrir að væri hægt að spenna upp, Segir Gunnar. Tjónið er tilfinnanlegt, tilfinningalegt ekki síður en fjárhagslegt tjón. Gunnar, sem alltaf er kallaður GVA, með vísan til myndmerkinga á myndum hans er einn helsti fréttaljósmyndari landsins. Hann á margar myndir sem lifa í þjóðarsálinni og má því sem slíkan kalla goðsögn í lifanda lífi. Þannig mætti kalla þetta glæp gegn þjóðinni. GVA er sestur í helgan stein og ræddi Vísir á sínum tíma við hann. En af hinum bíræfna þjófnaði. GVA segir þetta allt með hinum mestu ólíkindum. „Ég er að vísu búinn að leggja myndavélunum mínum hef þær við höndina ef ég þyrfti. Þær eru geymdar niðrí geymslu en þangað er um þrennar dyr að fara, ekki auðsótt. Þarna er eldvarnarhurð, þessir þjófar fóru í gegnum rafmagnshurð, niðrí kjallara, brutu niður stálhurð og gátu dirkað upp lásinn með einhverjum áhöldum.“ GVA segir þetta andstyggilega lífreynslu. „Við búum í Hlíðahverfi í Mosfellsbæ, yndislegu hverfi, byggt upp af sama verktakanum sem þýðir að allur dyrabúnaður er í sama fasa. Og ekkert annað að sjá en þetta sé „solid“ og fínt en þeir víla það ekkert fyrir sér. Þess vegna er eitt af mínu uppleggi í þessu er að vara fólk við þessu. Menn telja stálhurðirnar inn í húsin traustar en þær eru það ekki þegar kunnáttumenn ganga um.“ Verðmætar myndavélar hurfu GVA segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hann missi myndavélar á sínum langa ferli en þetta sé stærsti þjófnaðurinn og tilfinnanlegur. Um er að ræða stafrænar myndavélar, fjórar linsur og eitt boddy en vélarnar voru í bakpoka Gunnars inni í skáp í geymslunni. „Svo voru tvær aðrar töskur sem voru fullar af gömlum myndavélum, gömul eign og þar á meðal Hasselblad-myndavél með einni linsu, sem þótti það flottasta sem til var í gamla daga áður en stafræna öldin gekk í garð. Svo voru það filmuvélar, Cannon, sem voru gæðatæki síns tíma. Ég geymdi þetta allt. Mér fannst vænt um þessa hluti sem ég hafði haft svo mikið í höndum. Þetta voru þrjár töskur sem hurfu og svo var ein plötumyndavél, rarítet, þýskt gæðamerki, Linhof.“ Gunnar V. Andrésson er einn ástsælasti ljósmyndari þjóðarinnar og hefur tekið fjölmargar fréttamyndir sem lifa með þjóðinni. Tjónið er tilfinningalegt, bæði er um verðmæti að ræða en þetta er ekki síður tilfinningalegt fyrir GVA að hafa tapað vélinum sem hann hefur notað til að festa fréttnæma atburði á filmu.aðsend GVA segir að líkast til hafi ræningjarnir verið að verki í fyrri nótt. Einhver íbúa fór niður í geymslur og sá þá að brotist hafði verið inn. GVA segir þetta ömurlega reynslu. „Maður finnur það á eigin skinni hversu ömurlegt það er að fá svona kvikindi inn í híbýli sín.“ Tilfinningalega tengdur þessum tækjum Ljósmyndarinn knái býr í blokk í Mosfellsbæ sem er ætluð þeim sem eru á aldrinum 50+ og lýsir því sem feykilega fínu samfélagi. Þarna eru tuttugu íbúðir og ekki hafi hvarflað að nokkrum manni þar annað en þau fengju að hafa sínar eigur í friði og byggju við öryggi. GVA hefur vitaskuld tilkynnt lögreglu um þjófnaðinn. „Já, hún kom á staðinn og skrifaði og skráði allt niður. Þeir eru sjálfsagt vanir svona rugli. En eftirleikurinn er að átta sig á því hvernig hægt er að verjast svona liði en það er kannski erfitt.“ GVA og lögreglan velta því nú fyrir sér hvernig þjófarnir koma þessu í verð, en um er að ræða tilfinnanlegt tjón. Í krónum og aurum hundruð þúsunda en það er aukaatriði hjá hinu. „Þetta eru sárast að tapa þessu, meira tilfinningalegt en peningalegt. Ég skóp mín helstu afrek með þessum græjum. Þetta er högg og ég tala nú ekki um að það sé ráðist á þetta fólk sem býr í þessu húsi, það er alveg óþolandi. Erfitt að upplifa slíkt. Og það í Mosfellsbæ en fer ekki mörgum sögum af glæpum hér. Það meiddist enginn en að grunlaus skuli maður tekinn svona í bólinu, rifið frá menn eigur og skemmt, það er erfitt að upplifa slíkt,“ segir GVA. Lögreglumál Ljósmyndun Mosfellsbær Tengdar fréttir Goðsögn selur til að komast nær sundlauginni og golfvellinum Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson og eiginkona hans Anna K Ágústsdóttir hafa sett parhús sitt á sölu við Grenibyggð í Mosfellsbæ. 8. mars 2019 15:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
„Þetta eru menn sem kunna til verka og eru slóttugir. Þeir fóru þarna um dyr sem mann óraði ekki fyrir að væri hægt að spenna upp, Segir Gunnar. Tjónið er tilfinnanlegt, tilfinningalegt ekki síður en fjárhagslegt tjón. Gunnar, sem alltaf er kallaður GVA, með vísan til myndmerkinga á myndum hans er einn helsti fréttaljósmyndari landsins. Hann á margar myndir sem lifa í þjóðarsálinni og má því sem slíkan kalla goðsögn í lifanda lífi. Þannig mætti kalla þetta glæp gegn þjóðinni. GVA er sestur í helgan stein og ræddi Vísir á sínum tíma við hann. En af hinum bíræfna þjófnaði. GVA segir þetta allt með hinum mestu ólíkindum. „Ég er að vísu búinn að leggja myndavélunum mínum hef þær við höndina ef ég þyrfti. Þær eru geymdar niðrí geymslu en þangað er um þrennar dyr að fara, ekki auðsótt. Þarna er eldvarnarhurð, þessir þjófar fóru í gegnum rafmagnshurð, niðrí kjallara, brutu niður stálhurð og gátu dirkað upp lásinn með einhverjum áhöldum.“ GVA segir þetta andstyggilega lífreynslu. „Við búum í Hlíðahverfi í Mosfellsbæ, yndislegu hverfi, byggt upp af sama verktakanum sem þýðir að allur dyrabúnaður er í sama fasa. Og ekkert annað að sjá en þetta sé „solid“ og fínt en þeir víla það ekkert fyrir sér. Þess vegna er eitt af mínu uppleggi í þessu er að vara fólk við þessu. Menn telja stálhurðirnar inn í húsin traustar en þær eru það ekki þegar kunnáttumenn ganga um.“ Verðmætar myndavélar hurfu GVA segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hann missi myndavélar á sínum langa ferli en þetta sé stærsti þjófnaðurinn og tilfinnanlegur. Um er að ræða stafrænar myndavélar, fjórar linsur og eitt boddy en vélarnar voru í bakpoka Gunnars inni í skáp í geymslunni. „Svo voru tvær aðrar töskur sem voru fullar af gömlum myndavélum, gömul eign og þar á meðal Hasselblad-myndavél með einni linsu, sem þótti það flottasta sem til var í gamla daga áður en stafræna öldin gekk í garð. Svo voru það filmuvélar, Cannon, sem voru gæðatæki síns tíma. Ég geymdi þetta allt. Mér fannst vænt um þessa hluti sem ég hafði haft svo mikið í höndum. Þetta voru þrjár töskur sem hurfu og svo var ein plötumyndavél, rarítet, þýskt gæðamerki, Linhof.“ Gunnar V. Andrésson er einn ástsælasti ljósmyndari þjóðarinnar og hefur tekið fjölmargar fréttamyndir sem lifa með þjóðinni. Tjónið er tilfinningalegt, bæði er um verðmæti að ræða en þetta er ekki síður tilfinningalegt fyrir GVA að hafa tapað vélinum sem hann hefur notað til að festa fréttnæma atburði á filmu.aðsend GVA segir að líkast til hafi ræningjarnir verið að verki í fyrri nótt. Einhver íbúa fór niður í geymslur og sá þá að brotist hafði verið inn. GVA segir þetta ömurlega reynslu. „Maður finnur það á eigin skinni hversu ömurlegt það er að fá svona kvikindi inn í híbýli sín.“ Tilfinningalega tengdur þessum tækjum Ljósmyndarinn knái býr í blokk í Mosfellsbæ sem er ætluð þeim sem eru á aldrinum 50+ og lýsir því sem feykilega fínu samfélagi. Þarna eru tuttugu íbúðir og ekki hafi hvarflað að nokkrum manni þar annað en þau fengju að hafa sínar eigur í friði og byggju við öryggi. GVA hefur vitaskuld tilkynnt lögreglu um þjófnaðinn. „Já, hún kom á staðinn og skrifaði og skráði allt niður. Þeir eru sjálfsagt vanir svona rugli. En eftirleikurinn er að átta sig á því hvernig hægt er að verjast svona liði en það er kannski erfitt.“ GVA og lögreglan velta því nú fyrir sér hvernig þjófarnir koma þessu í verð, en um er að ræða tilfinnanlegt tjón. Í krónum og aurum hundruð þúsunda en það er aukaatriði hjá hinu. „Þetta eru sárast að tapa þessu, meira tilfinningalegt en peningalegt. Ég skóp mín helstu afrek með þessum græjum. Þetta er högg og ég tala nú ekki um að það sé ráðist á þetta fólk sem býr í þessu húsi, það er alveg óþolandi. Erfitt að upplifa slíkt. Og það í Mosfellsbæ en fer ekki mörgum sögum af glæpum hér. Það meiddist enginn en að grunlaus skuli maður tekinn svona í bólinu, rifið frá menn eigur og skemmt, það er erfitt að upplifa slíkt,“ segir GVA.
Lögreglumál Ljósmyndun Mosfellsbær Tengdar fréttir Goðsögn selur til að komast nær sundlauginni og golfvellinum Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson og eiginkona hans Anna K Ágústsdóttir hafa sett parhús sitt á sölu við Grenibyggð í Mosfellsbæ. 8. mars 2019 15:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Goðsögn selur til að komast nær sundlauginni og golfvellinum Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson og eiginkona hans Anna K Ágústsdóttir hafa sett parhús sitt á sölu við Grenibyggð í Mosfellsbæ. 8. mars 2019 15:30