Eldgosið geti staðið í einhverja mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2022 19:02 Kristín Jónsdóttir við gosstöðvarnar í Geldingadölum sem byrjuðu að gjósa í fyrra. Hún segir eldgosið núna minna um margt á þau eldsumbrot. Vísir/Vilhelm Engin merki eru um að nýjar sprungur séu byrjaðar að myndast við gosstöðvarnar í Meradölum. Líklegast er að slík sprunga myndi opnast til norðausturs þar sem kvikugangurinn liggur og fjarri þeirri hefðbundnu gönguleið sem fólk fari nú að svæðinu. „Við erum í rauninni að nýta okkur þekkingu frá síðasta gosi og það liðu þarna þrjár, fjórar vikur þangað til við fórum að sjá nýjar gossprungur í síðasta gosi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera vakandi fyrir núna,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur varað fólk við því að nýjar sprungur geti opnast á svæðinu. Kristín bendir fólki á að skoða kort sem Vísindaráð Almannavarna gaf út í gær. Þar sé hægt sé að sjá með skýrum hætti hvaða hluta svæðisins fólk er beðið um að forðast. Aðspurð um hvort Kristín geti spáð einhverju um framhald eldgossins bendir hún á að það sé að mörgu leyti svipað gosinu sem hófst á svipuðum stað í fyrra. „Þannig að ef ég ætti að giska þá myndi ég bara giska á að þetta yrði eitthvað svipað. Það er auðvitað mikill kraftur í gosinu og við sjáum nú að hrauntungan er farin að ná alveg út Meradalina þannig það fer örugglega ekki að líða á löngu þar til það fer að flæða úr þeim. Eigum við ekki að giska á að þetta eigi eftir að standa í einhverja mánuði en það er auðvitað erfitt að svara því.“ Kristín lagði áherslu á fólk sem geri sér ferð að gosinu þurfi að taka gasmengun á svæðinu alvarlega. „Fólk verður að vara sig á henni og halda sig upp á þeim hryggjum sem þarna eru og forðast að fara niður í dali, sérstaklega ef það er logn.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
„Við erum í rauninni að nýta okkur þekkingu frá síðasta gosi og það liðu þarna þrjár, fjórar vikur þangað til við fórum að sjá nýjar gossprungur í síðasta gosi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera vakandi fyrir núna,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur varað fólk við því að nýjar sprungur geti opnast á svæðinu. Kristín bendir fólki á að skoða kort sem Vísindaráð Almannavarna gaf út í gær. Þar sé hægt sé að sjá með skýrum hætti hvaða hluta svæðisins fólk er beðið um að forðast. Aðspurð um hvort Kristín geti spáð einhverju um framhald eldgossins bendir hún á að það sé að mörgu leyti svipað gosinu sem hófst á svipuðum stað í fyrra. „Þannig að ef ég ætti að giska þá myndi ég bara giska á að þetta yrði eitthvað svipað. Það er auðvitað mikill kraftur í gosinu og við sjáum nú að hrauntungan er farin að ná alveg út Meradalina þannig það fer örugglega ekki að líða á löngu þar til það fer að flæða úr þeim. Eigum við ekki að giska á að þetta eigi eftir að standa í einhverja mánuði en það er auðvitað erfitt að svara því.“ Kristín lagði áherslu á fólk sem geri sér ferð að gosinu þurfi að taka gasmengun á svæðinu alvarlega. „Fólk verður að vara sig á henni og halda sig upp á þeim hryggjum sem þarna eru og forðast að fara niður í dali, sérstaklega ef það er logn.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira