Þoka gert hreindýraveiðimönnum erfitt fyrir Jakob Bjarnar skrifar 5. ágúst 2022 15:09 Hreindýraveiðimenn á ferð. Tímabilið hefur farið rólega af stað, þokubakkar hafa sett strik í reikninginn en Jóhann G. Gunnarsson sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að veiðarnar séu nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur. Kvótinn er minni nú en var í fyrra. vísir/jakob Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur hjá umhverfisstofnun á Egilsstöðum, segir að hreindýraveiðarnar fari rólega af stað. „Jú, það hefur verið eitthvað um að menn hafi verið að koma veiðilausir til byggða. Það hefur verið þokusælt hér fyrir austan í júlímánuði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hreindýraveiðarnar eru hafnar. Tarfatímabilið hófst 15. júlí og nýlega hófust veiðar á hreindýrakúm. Á þessu ári er heimilt að veiða allt að 1021 hreindýr árið 2022, 546 kýr og 475 tarfa. Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. „Þær eru rétt að hefjast. Fjórði dagurinn í því núna. Ekki er búið að veiða nema einhverjar sjö kýr þessa fyrstu daga. Þetta fer allt rólega af stað. Áður en dagurinn í dag hófst þá var búið að fella 90 dýr alls,“ segir Jóhann. Hann bendir þó á að nú horfi þau fyrir austan á betri tíð. Svona hljóða veiðifréttirnar á vef umhverfisstofnunar: „5. ágúst 2022. Arnar Þór með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 1, Pétur í Teigi með einn að veiða tarf á sv. 1, Grétar með einn að veiða tarf á sv. 1, Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf og tvo að veiða kýr á sv. 1, Reimar með tvo að veiða tarfa á sv. 2, Stebbi Kristm. með einn að veiða tarf á sv. 3 …“ Og þannig gengur dælan. Þetta segir ókunnugum kannski ekki mikið en þeim sem til þekkja allt. Veður hefur mikil áhrif á veiðarnar og þokan fyrir austan getur hreinlega komið í veg fyrir að dýrin finnist. „Þegar hæðarhryggur leggst uppað landinu er bjart á öllum svæðum. Þannig að menn ættu að geta veitt vel þessa helgi. Það ætti í það minnsta ekki að vera veðrið sem plagar,“ segir Jóhann. Hann segir að veiðimönnum ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði þó bleyta sé eftir rigningar víða fyrir austan svo sem hjá Bakkafirði og á því svæði. En ekki sé á vísan að róa með veður ef menn draga að mæta í veiðina þar til í september. Dýr Múlaþing Vopnafjörður Stjórnsýsla Skotveiði Tengdar fréttir Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25 Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Kvótinn gekk svo til allur út. 22. september 2020 16:11 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Jú, það hefur verið eitthvað um að menn hafi verið að koma veiðilausir til byggða. Það hefur verið þokusælt hér fyrir austan í júlímánuði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hreindýraveiðarnar eru hafnar. Tarfatímabilið hófst 15. júlí og nýlega hófust veiðar á hreindýrakúm. Á þessu ári er heimilt að veiða allt að 1021 hreindýr árið 2022, 546 kýr og 475 tarfa. Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. „Þær eru rétt að hefjast. Fjórði dagurinn í því núna. Ekki er búið að veiða nema einhverjar sjö kýr þessa fyrstu daga. Þetta fer allt rólega af stað. Áður en dagurinn í dag hófst þá var búið að fella 90 dýr alls,“ segir Jóhann. Hann bendir þó á að nú horfi þau fyrir austan á betri tíð. Svona hljóða veiðifréttirnar á vef umhverfisstofnunar: „5. ágúst 2022. Arnar Þór með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 1, Pétur í Teigi með einn að veiða tarf á sv. 1, Grétar með einn að veiða tarf á sv. 1, Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf og tvo að veiða kýr á sv. 1, Reimar með tvo að veiða tarfa á sv. 2, Stebbi Kristm. með einn að veiða tarf á sv. 3 …“ Og þannig gengur dælan. Þetta segir ókunnugum kannski ekki mikið en þeim sem til þekkja allt. Veður hefur mikil áhrif á veiðarnar og þokan fyrir austan getur hreinlega komið í veg fyrir að dýrin finnist. „Þegar hæðarhryggur leggst uppað landinu er bjart á öllum svæðum. Þannig að menn ættu að geta veitt vel þessa helgi. Það ætti í það minnsta ekki að vera veðrið sem plagar,“ segir Jóhann. Hann segir að veiðimönnum ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði þó bleyta sé eftir rigningar víða fyrir austan svo sem hjá Bakkafirði og á því svæði. En ekki sé á vísan að róa með veður ef menn draga að mæta í veiðina þar til í september.
Dýr Múlaþing Vopnafjörður Stjórnsýsla Skotveiði Tengdar fréttir Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25 Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Kvótinn gekk svo til allur út. 22. september 2020 16:11 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25