„Góð gen og fullt af peningum“ Elísabet Hanna skrifar 4. ágúst 2022 14:31 Jane Fonda vill hvetja aðra til þess að lifa lífinu sama á hvaða aldri þeir eru. Getty/Jon Kopaloff Leikkonan Jane Fonda segist ekki vera stolt af því að hafa farið í andlitslyftingu en segir peninga og góð gen ástæðu þess að hún sé talin eldast vel í viðtali við Vogue. Hún vill hvetja alla til þess að lifa lífinu sama hversu gamlir þeir eru. Sjálf er hún tæplega áttatíu og fimm ára og í fullu fjöri. „Ég veit ekki hvort að ég myndi gera það aftur ef ég gæti breytt fortíðinni en ég gerði það. Ég viðurkenni það og segi svo: Allt í lagi þú getur orðið háð þessu, ekki halda þessu áfram,“ sagði hún um andlitslyftinguna sem hún fór í. Þarf ekki að hætta að hafa gaman „Ég er næstum því 85 ára gömul en ég virðist ekki svo gömul. Það að fá ungt fólk til þess að hætta að óttast það að eldast, að hjálpa fólki að átta sig á því að þó að þú náir ákveðnum aldri þýði það ekki að þú þurfir að gefast upp á lífinu. Þurfir ekki að hætta að hafa gaman, að hætta að eiga kærasta eða kærustur, eignast nýja vini eða hvað sem þú vilt gera,“ sagði hún. Peningar hjálpa Sjálf segist hún ekki hika við að segja aldurinn sinn þegar hún sé spurð. Hún segist þó segja við sjálfa sig: „Já Fonda, þú átt pening. Þú átt efni á þjálfara. Þú hefur efni á lýtaaðgerðum. Þú hefur efni á andlitsmeðferðum. Þú hefur efni á hlutum sem hjálpa þér að halda áfram að líta unglega út. Það er satt. Peningar hjálpa. Góð gen og fullt af peningum líkt og einhver sagði,“ sagði hún. Sjálf hefur hún sagt þá blöndu vera lykilinn á bak við útlitið sitt í fyrri viðtölum og bætti við: „En þegar ég er að tala um þetta, hugsa ég að við þekkjum öll konur sem eru efnaðar sem hafa farið í allskonar andlitslyftingar og því um líkt og þær líta hræðilega út. Ég fór í andlitslyftingu og ég hætti því ég vil ekki brengla andlitið. Ég er ekki stolt af því að hafa farið í slíka.“ Hlátur er líka góður Hún segist þó ekki eyða miklum pening í andlitsmeðferðir en deilir einu leynivopni með lesendum: „Ég fer ekki í mikið af andlitsmeðferðum, ég eyði ekki miklum pening í andlitskrem eða neitt slíkt en ég held raka í húðinni, ég sef, ég hreyfi mig, ég held mig úr sólinni og ég á góða vini sem fá mig til að hlæja. Hlátur er líka góður.“ Stöllurnar Candice Bergen, Jane Fonda, Diane Keaton og Mary Steenburgen sáust í Róm við tökur á Book Club 2 í sumar.Getty/MEGA Við tökur á nýrri mynd Nýlega hefur Jane verið að leika í framhaldsmyndinni Book Club 2: The Next Chapter sem er í tökum. Nýlega kom út sjöunda og síðasta serían af Grace and Frankie á Netflix sem fóru upphaflega í loftið árið 2015. Eflaust er mikið hlegið við tökur á þessari skemmtilegu mynd en hér að neðan má sjá stiklu úr fyrri myndinni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LDxgPIsv6sY">watch on YouTube</a> Hollywood Heilsa Lýtalækningar Tengdar fréttir „Þú getur verið virkilega gömul um sextugt eða þú getur verið virkilega ung áttatíu og fimm ára“ Jane Fonda sem er þessa dagana að slá í gegn í þáttunum Grace og Frankie ásamt Lily Tomlin sagði í viðtali að það hræði sig ekki að vera nær dauðanum nú þegar hún er orðin áttatíu og fjögurra ára gömul. 27. apríl 2022 11:30 Jane Fonda: „Fyrir mér er þetta kraftaverk“ Jane Fonda er þakklát fyrir hvert einasta ár. 13. maí 2018 16:22 Jane Fonda verðlaunuð fyrir ævistarfið Hátíðleg athöfn í Hollywood. 7. júní 2014 12:00 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
„Ég veit ekki hvort að ég myndi gera það aftur ef ég gæti breytt fortíðinni en ég gerði það. Ég viðurkenni það og segi svo: Allt í lagi þú getur orðið háð þessu, ekki halda þessu áfram,“ sagði hún um andlitslyftinguna sem hún fór í. Þarf ekki að hætta að hafa gaman „Ég er næstum því 85 ára gömul en ég virðist ekki svo gömul. Það að fá ungt fólk til þess að hætta að óttast það að eldast, að hjálpa fólki að átta sig á því að þó að þú náir ákveðnum aldri þýði það ekki að þú þurfir að gefast upp á lífinu. Þurfir ekki að hætta að hafa gaman, að hætta að eiga kærasta eða kærustur, eignast nýja vini eða hvað sem þú vilt gera,“ sagði hún. Peningar hjálpa Sjálf segist hún ekki hika við að segja aldurinn sinn þegar hún sé spurð. Hún segist þó segja við sjálfa sig: „Já Fonda, þú átt pening. Þú átt efni á þjálfara. Þú hefur efni á lýtaaðgerðum. Þú hefur efni á andlitsmeðferðum. Þú hefur efni á hlutum sem hjálpa þér að halda áfram að líta unglega út. Það er satt. Peningar hjálpa. Góð gen og fullt af peningum líkt og einhver sagði,“ sagði hún. Sjálf hefur hún sagt þá blöndu vera lykilinn á bak við útlitið sitt í fyrri viðtölum og bætti við: „En þegar ég er að tala um þetta, hugsa ég að við þekkjum öll konur sem eru efnaðar sem hafa farið í allskonar andlitslyftingar og því um líkt og þær líta hræðilega út. Ég fór í andlitslyftingu og ég hætti því ég vil ekki brengla andlitið. Ég er ekki stolt af því að hafa farið í slíka.“ Hlátur er líka góður Hún segist þó ekki eyða miklum pening í andlitsmeðferðir en deilir einu leynivopni með lesendum: „Ég fer ekki í mikið af andlitsmeðferðum, ég eyði ekki miklum pening í andlitskrem eða neitt slíkt en ég held raka í húðinni, ég sef, ég hreyfi mig, ég held mig úr sólinni og ég á góða vini sem fá mig til að hlæja. Hlátur er líka góður.“ Stöllurnar Candice Bergen, Jane Fonda, Diane Keaton og Mary Steenburgen sáust í Róm við tökur á Book Club 2 í sumar.Getty/MEGA Við tökur á nýrri mynd Nýlega hefur Jane verið að leika í framhaldsmyndinni Book Club 2: The Next Chapter sem er í tökum. Nýlega kom út sjöunda og síðasta serían af Grace and Frankie á Netflix sem fóru upphaflega í loftið árið 2015. Eflaust er mikið hlegið við tökur á þessari skemmtilegu mynd en hér að neðan má sjá stiklu úr fyrri myndinni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LDxgPIsv6sY">watch on YouTube</a>
Hollywood Heilsa Lýtalækningar Tengdar fréttir „Þú getur verið virkilega gömul um sextugt eða þú getur verið virkilega ung áttatíu og fimm ára“ Jane Fonda sem er þessa dagana að slá í gegn í þáttunum Grace og Frankie ásamt Lily Tomlin sagði í viðtali að það hræði sig ekki að vera nær dauðanum nú þegar hún er orðin áttatíu og fjögurra ára gömul. 27. apríl 2022 11:30 Jane Fonda: „Fyrir mér er þetta kraftaverk“ Jane Fonda er þakklát fyrir hvert einasta ár. 13. maí 2018 16:22 Jane Fonda verðlaunuð fyrir ævistarfið Hátíðleg athöfn í Hollywood. 7. júní 2014 12:00 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
„Þú getur verið virkilega gömul um sextugt eða þú getur verið virkilega ung áttatíu og fimm ára“ Jane Fonda sem er þessa dagana að slá í gegn í þáttunum Grace og Frankie ásamt Lily Tomlin sagði í viðtali að það hræði sig ekki að vera nær dauðanum nú þegar hún er orðin áttatíu og fjögurra ára gömul. 27. apríl 2022 11:30
Jane Fonda: „Fyrir mér er þetta kraftaverk“ Jane Fonda er þakklát fyrir hvert einasta ár. 13. maí 2018 16:22