United íhugar Neves ef félaginu mistekst að krækja í De Jong Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. ágúst 2022 07:01 Manchester United gæti skoðað möguleikann á því að fá Ruben Neves ef liðinu mistekst að krækja í Frenki de Jong. Jack Thomas - WWFC/Wolves via Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur verið á höttunum eftir hollenska miðjumanninum Frenki de Jong í allt sumar, en illa gengur að sannfæra leikmanninn um að yfirgefa Barcelona. Félagið skoðar nú Ruben Neves, miðjumann Wolves, ef De Jong kemur ekki. United hefur lengi haft auga á Neves sem hefur leikið 212 leiki fyrir Wolves og skorað í þeim 24 mörk. Bruno Lage, knattspyrnustjóri Wolves, sagði fyrr á þessu ári að félagið hafi sett hundrað milljón punda verðmiða á leikmanninn eftir að fréttir bárust af áhuga frá United, Arsenal og Tottenham á Portúgalanum. „Ég veit að þetta er einstakur leikmaður sem við erum með,“ sagði Lage um Neves í apríl. „Það sem hann hefur gert á þessu tímabili er mjög gott. Ég held líka að hann geti sýnt sínar bestu hliðar í okkar leikkerfi. Hann setur liðið okkar á hærri stall.“ „Þegar þú ert með svona leikmann er best að hækka launin hans og gefa honum lengri samning. En hver veit, þegar maður er með leikmann eins og hann í þessari stöðu, sem getur varist og sótt og er alltaf fagmannlegur og frábær einstaklingur, þá munu stóru liðin mæta með hundrað milljónir punda til að kaupa svoleiðis leikmann.“ 🇵🇹 Rúben Neves🇵🇹 Renato Sanches@MelissaReddy_ says should Manchester United not get their number one target Frenkie De Jong they would look at alternatives. 👀 pic.twitter.com/97TNnsWcW7— Football Daily (@footballdaily) August 2, 2022 Neves hefur verið orðaður við United í nokkra mánuði, en félagið hefur eytt stærstum hluta félagsskiptagluggans í að eltast við De Jong. Neves hefur verið á mála hjá Wolves síðan hann gekk til liðs við félagið frá Porto árið 2017. Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
United hefur lengi haft auga á Neves sem hefur leikið 212 leiki fyrir Wolves og skorað í þeim 24 mörk. Bruno Lage, knattspyrnustjóri Wolves, sagði fyrr á þessu ári að félagið hafi sett hundrað milljón punda verðmiða á leikmanninn eftir að fréttir bárust af áhuga frá United, Arsenal og Tottenham á Portúgalanum. „Ég veit að þetta er einstakur leikmaður sem við erum með,“ sagði Lage um Neves í apríl. „Það sem hann hefur gert á þessu tímabili er mjög gott. Ég held líka að hann geti sýnt sínar bestu hliðar í okkar leikkerfi. Hann setur liðið okkar á hærri stall.“ „Þegar þú ert með svona leikmann er best að hækka launin hans og gefa honum lengri samning. En hver veit, þegar maður er með leikmann eins og hann í þessari stöðu, sem getur varist og sótt og er alltaf fagmannlegur og frábær einstaklingur, þá munu stóru liðin mæta með hundrað milljónir punda til að kaupa svoleiðis leikmann.“ 🇵🇹 Rúben Neves🇵🇹 Renato Sanches@MelissaReddy_ says should Manchester United not get their number one target Frenkie De Jong they would look at alternatives. 👀 pic.twitter.com/97TNnsWcW7— Football Daily (@footballdaily) August 2, 2022 Neves hefur verið orðaður við United í nokkra mánuði, en félagið hefur eytt stærstum hluta félagsskiptagluggans í að eltast við De Jong. Neves hefur verið á mála hjá Wolves síðan hann gekk til liðs við félagið frá Porto árið 2017.
Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira