Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2022 21:04 Ólafur segir bæjarbúa undirbúna fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. Vísir/Hallgerður Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. Almannavarnarnefnd fundaði í hádeginu ásamt stórum hópi til að fara yfir stöðu mála en talið er að ný innskotavirkni sé hafin í kring um ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi undanfarna tvo sólarhringa. Stærsti skjálftinn var í gær, og mældist hann 5,5 að stærð, en á annan tug skjálfta yfir þremur að stærð hafa mælst í nótt og í dag. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Ívar „Til þess að vera við öllu búin þurfum við að vita hvers er að vænta eins og hægt er hverju sinni, það eru núna miklu meiri mælingar til heldur en í upphafi, fyrir tveimur og hálfu ári þegar þessar hrinur byrjuðu og jarðskjálftarnir,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Komi til eldgoss séu mestar líkur á að það verði á svipuðum slóðum og gosið í Geldingadölum. „Sem er eins gott og hugsast getur miðað við að það gjósi á annað borð og það verði uppi hraun. Þannig að við bara verðum að búast við þessu og bregðast við eftir aðstæðum.“ Fólk sé orðið þreytt á skjálftunum. „Þessir stærstu eru erfiðir að upplifa vegna þess að þeir eru svo sterkir, þeir eru svo nálægt,“ segir Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður hjá Grindinni í Grindavík. Þegar stóri skjálftinn reið yfir í gær féllu innanstokksmunir víða úr hillum. „Það voru sprungur í gólfi og í raun og veru hrundu hér hlutir, kaffikönnur og allar skúffur opnar og allt þetta, það brotnuðu styttur í húsum,“ segir hann. Linoleum-gólfdúkur á verkstæði Grindarinnar sprakk í skjálftanum og löng sprunga myndaðist í anddyri verkstæðisins. Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður í Grindavík.Skjáskot Hann segir að bæjarbúum líði eins og þau séu komin aftur á sama stað og í fyrra. „Fólk gleymir ekkert því sem var í gangi í fyrra. Það var mjög langur tími, nokkrar vikur, stanslausir skjálftar og svona miðað við umræðuna hjá fólki finnst mér fólk vera komið þangað: já, já þetta er að byrja aftur, það sem við gengum í gegn um í fyrra.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. 1. ágúst 2022 18:05 „Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. 1. ágúst 2022 16:41 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Almannavarnarnefnd fundaði í hádeginu ásamt stórum hópi til að fara yfir stöðu mála en talið er að ný innskotavirkni sé hafin í kring um ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi undanfarna tvo sólarhringa. Stærsti skjálftinn var í gær, og mældist hann 5,5 að stærð, en á annan tug skjálfta yfir þremur að stærð hafa mælst í nótt og í dag. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Ívar „Til þess að vera við öllu búin þurfum við að vita hvers er að vænta eins og hægt er hverju sinni, það eru núna miklu meiri mælingar til heldur en í upphafi, fyrir tveimur og hálfu ári þegar þessar hrinur byrjuðu og jarðskjálftarnir,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Komi til eldgoss séu mestar líkur á að það verði á svipuðum slóðum og gosið í Geldingadölum. „Sem er eins gott og hugsast getur miðað við að það gjósi á annað borð og það verði uppi hraun. Þannig að við bara verðum að búast við þessu og bregðast við eftir aðstæðum.“ Fólk sé orðið þreytt á skjálftunum. „Þessir stærstu eru erfiðir að upplifa vegna þess að þeir eru svo sterkir, þeir eru svo nálægt,“ segir Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður hjá Grindinni í Grindavík. Þegar stóri skjálftinn reið yfir í gær féllu innanstokksmunir víða úr hillum. „Það voru sprungur í gólfi og í raun og veru hrundu hér hlutir, kaffikönnur og allar skúffur opnar og allt þetta, það brotnuðu styttur í húsum,“ segir hann. Linoleum-gólfdúkur á verkstæði Grindarinnar sprakk í skjálftanum og löng sprunga myndaðist í anddyri verkstæðisins. Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður í Grindavík.Skjáskot Hann segir að bæjarbúum líði eins og þau séu komin aftur á sama stað og í fyrra. „Fólk gleymir ekkert því sem var í gangi í fyrra. Það var mjög langur tími, nokkrar vikur, stanslausir skjálftar og svona miðað við umræðuna hjá fólki finnst mér fólk vera komið þangað: já, já þetta er að byrja aftur, það sem við gengum í gegn um í fyrra.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. 1. ágúst 2022 18:05 „Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. 1. ágúst 2022 16:41 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. 1. ágúst 2022 18:05
„Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. 1. ágúst 2022 16:41
Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01