Fyrrum heimsmeistarinn tekur sæti Vettels Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 11:01 Alonso er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn. Clive Rose/Getty Images Fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso á nóg eftir í Formúlu 1 þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Hann hefur gert langtímasamning við Aston Martin um að keyra fyrir framleiðandann frá og með næsta tímabili í Formúlu 1. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem vann fjóra heimsmeistaratitla með Red Bull í Formúlu 1, tilkynnti í vikunni að hann ætlaði sér að hætta í Formúlunni að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þónokkrir hafa verið orðaðir við sæti hans hjá Aston Martin frá því að greint var frá því. Nú er ljóst að annar fyrrum heimsmeistari, Fernando Alonso, sem vann með Renault 2005 og 2006 mun taka sæti hans. Alonso keyrði fyrir Ferrari þegar Vettel fagnaði sínum titlum á árunum 2010 til 2013 en hann varð annar í keppni ökuþóra árin 2010, 2012 og 2013. Sá spænski hætti sjálfur í Formúlu 1 árið 2019 en sneri aftur til að keyra fyrir Alpine í fyrra. Hann mun nú yfirgefa liðið eftir tveggja ára veru. BREAKING: Fernando Alonso will join Aston Martin from 2023 on a multi-year contract #F1 pic.twitter.com/dfwktaMk6F— Formula 1 (@F1) August 1, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem vann fjóra heimsmeistaratitla með Red Bull í Formúlu 1, tilkynnti í vikunni að hann ætlaði sér að hætta í Formúlunni að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þónokkrir hafa verið orðaðir við sæti hans hjá Aston Martin frá því að greint var frá því. Nú er ljóst að annar fyrrum heimsmeistari, Fernando Alonso, sem vann með Renault 2005 og 2006 mun taka sæti hans. Alonso keyrði fyrir Ferrari þegar Vettel fagnaði sínum titlum á árunum 2010 til 2013 en hann varð annar í keppni ökuþóra árin 2010, 2012 og 2013. Sá spænski hætti sjálfur í Formúlu 1 árið 2019 en sneri aftur til að keyra fyrir Alpine í fyrra. Hann mun nú yfirgefa liðið eftir tveggja ára veru. BREAKING: Fernando Alonso will join Aston Martin from 2023 on a multi-year contract #F1 pic.twitter.com/dfwktaMk6F— Formula 1 (@F1) August 1, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira