Enginn sé tilbúin til að sýna samfélaginu og launafólki vott af virðingu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. júlí 2022 20:57 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill að Seðlabankinn og stjórnvöld hætti að dekra við fjármagnseigendur og hugsi um fólkið í landinu. Vísir/Arnar Viðskiptabankarnir þrír hafa hagnast um ríflega 32 milljarða það sem af er ári. Formaður VR segir galið að kalla eftir hófsemi af hálfu launafólks fyrir komandi kjaraviðræður í ljósi stöðunnar. Seðlabankinn og stjórnvöld þurfi að láta af dekri við fjármagnseigendur og hugsa um fólkið í landinu. Mikil óvissa er fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í haust. Verðbólgan hefur aukist töluvert og stendur nú í tæplega tíu prósentum en samhliða þeirri þróun hefur kaupmáttur launa rýrnað. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina í takt við það sem verkalýðshreyfingin varaði við. „Við bentum á þetta fyrir ári síðan og höfum verið að benda á þetta mjög reglulega og það hefur síðan raungerst. Þannig að staðan sem slík kemur ekki á óvart, en er að mörgu leyti hrikaleg svona inn í komandi kjaraviðræður,“ segir Ragnar. Mörg fyrirtæki hafa þó skilað miklum hagnaði og arðsemiskröfur þeirra aukist. Þá hafa viðskiptabankarnir hagnast töluvert það sem af er ári, Arion banki hefur til að mynda hagnast um ríflega 15,5 milljarð og Íslandsbanki um rúmlega 11 milljarða. „Þetta er ákveðin mótsögn, það er verið að krefja verkalýðshreyfinguna og vinnandi fólk um að sýna hófsemi og ábyrgð þegar kemur að næstu kjarasamningum, og á sama tíma eru bankarnir að skila metafkomu,“ segir Ragnar. „Þetta er einfaldlega sturlað ástand að horfa upp á þetta.“ Hagnaður Arion banka og Íslandsbanka jókst milli ára. Seðlabankinn hefur ráðist í nokkrar stýrivaxtahækkanir til að koma böndum á verðbólguna en stýrivextir hafa hækkað um fjögur prósentustig frá því í upphafi árs 2021. Þá er búist við frekari hækkunum en Ragnar segir það galið þar sem þær hafi ekki skilað árangri. „Mér sýnist einfaldlega staðan geta orðið hrikaleg ef að ekki verður gripið til einhverra mótvægisaðgerða, að stjórnvöld komi með mótvægisaðgerðir og sömuleiðis að Seðlabankinn láti af þessu dekri við fjármagnseigendur og fjármálakerfið, og fari að hugsa um fólkið í landinu og ekki fjárfesta,“ segir Ragnar. Stjórnvöldum hafi mistekist að koma böndum á húsnæðismarkaðinn, sem keyri nú verðbólguna upp, og því beri þau ábyrgð á stöðunni. Ákall um þjóðarsátt eigi ekki við rök að styðjast að svo stöddu. Þróun stýrivaxta hjá Seðlabankanum síðastliðið ár. „Að kalla eftir þjóðarsátt, það verður ekki gert hjá einum aðila við samningsborðið. Við getum ekki kallað eftir þjóðarsátt frá fólkinu á meðan efsta lag samfélagsins er að skammta sér í rauninni nánast ótakmarkað, bæði eftir mikla veislu á hlutabréfamarkaði og síðan þessa mikla aukningu á vaxtartekjum bankanna sem að Seðlabankinn er að ýta undir,“ segir Ragnar. Hann býst við hörðum kjaravetri þar sem líkurnar á átökum aukast eftir því sem tíminn líður og staðan eigi aðeins eftir að versna. Kjarasamningarnir í ár séu að ákveðnu leyti síðasta vígi fólksins til að spyrna við þar sem málamiðlun komi ekki til greina. „Þegar enginn er tilbúinn til að sýna vott á ábyrgð eða sýna samfélaginu okkar og launafólki og almenningi í landinu nokkra einustu virðingu, að þá getum við alla vega bókað það að hún kemur alla vega ekki frá okkur til baka,“ segir Ragnar. Verðlag Stéttarfélög Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. 27. júlí 2022 23:00 Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. 28. júlí 2022 16:16 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mikil óvissa er fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í haust. Verðbólgan hefur aukist töluvert og stendur nú í tæplega tíu prósentum en samhliða þeirri þróun hefur kaupmáttur launa rýrnað. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina í takt við það sem verkalýðshreyfingin varaði við. „Við bentum á þetta fyrir ári síðan og höfum verið að benda á þetta mjög reglulega og það hefur síðan raungerst. Þannig að staðan sem slík kemur ekki á óvart, en er að mörgu leyti hrikaleg svona inn í komandi kjaraviðræður,“ segir Ragnar. Mörg fyrirtæki hafa þó skilað miklum hagnaði og arðsemiskröfur þeirra aukist. Þá hafa viðskiptabankarnir hagnast töluvert það sem af er ári, Arion banki hefur til að mynda hagnast um ríflega 15,5 milljarð og Íslandsbanki um rúmlega 11 milljarða. „Þetta er ákveðin mótsögn, það er verið að krefja verkalýðshreyfinguna og vinnandi fólk um að sýna hófsemi og ábyrgð þegar kemur að næstu kjarasamningum, og á sama tíma eru bankarnir að skila metafkomu,“ segir Ragnar. „Þetta er einfaldlega sturlað ástand að horfa upp á þetta.“ Hagnaður Arion banka og Íslandsbanka jókst milli ára. Seðlabankinn hefur ráðist í nokkrar stýrivaxtahækkanir til að koma böndum á verðbólguna en stýrivextir hafa hækkað um fjögur prósentustig frá því í upphafi árs 2021. Þá er búist við frekari hækkunum en Ragnar segir það galið þar sem þær hafi ekki skilað árangri. „Mér sýnist einfaldlega staðan geta orðið hrikaleg ef að ekki verður gripið til einhverra mótvægisaðgerða, að stjórnvöld komi með mótvægisaðgerðir og sömuleiðis að Seðlabankinn láti af þessu dekri við fjármagnseigendur og fjármálakerfið, og fari að hugsa um fólkið í landinu og ekki fjárfesta,“ segir Ragnar. Stjórnvöldum hafi mistekist að koma böndum á húsnæðismarkaðinn, sem keyri nú verðbólguna upp, og því beri þau ábyrgð á stöðunni. Ákall um þjóðarsátt eigi ekki við rök að styðjast að svo stöddu. Þróun stýrivaxta hjá Seðlabankanum síðastliðið ár. „Að kalla eftir þjóðarsátt, það verður ekki gert hjá einum aðila við samningsborðið. Við getum ekki kallað eftir þjóðarsátt frá fólkinu á meðan efsta lag samfélagsins er að skammta sér í rauninni nánast ótakmarkað, bæði eftir mikla veislu á hlutabréfamarkaði og síðan þessa mikla aukningu á vaxtartekjum bankanna sem að Seðlabankinn er að ýta undir,“ segir Ragnar. Hann býst við hörðum kjaravetri þar sem líkurnar á átökum aukast eftir því sem tíminn líður og staðan eigi aðeins eftir að versna. Kjarasamningarnir í ár séu að ákveðnu leyti síðasta vígi fólksins til að spyrna við þar sem málamiðlun komi ekki til greina. „Þegar enginn er tilbúinn til að sýna vott á ábyrgð eða sýna samfélaginu okkar og launafólki og almenningi í landinu nokkra einustu virðingu, að þá getum við alla vega bókað það að hún kemur alla vega ekki frá okkur til baka,“ segir Ragnar.
Verðlag Stéttarfélög Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. 27. júlí 2022 23:00 Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. 28. júlí 2022 16:16 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06
Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. 27. júlí 2022 23:00
Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. 28. júlí 2022 16:16