Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nái hér fótfestu Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2022 07:01 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, efast ekki um að óspennandi skordýrategundir eigi eftir að gerast landnemar á næstu áratugum. Vísir Mjög ör breyting hefur verið á skordýraflóru Íslands seinustu áratugi og hefur tegundum fjölgað um 300 til 400 hér á landi seinustu áratugi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir einungis tímaspursmál hvenær moskítóflugur ná fótfestu hér og lifi góðu lífi á Íslandi. „Ef við lítum á nágrannalöndin þá eru um 40 tegundir af moskítóflugum sem lifa hérna í Suður-Skandinavíu, á Bretlandseyjum og norður eftir allri Skandinavíu, það eru meira að segja í Grænlandi tvær tegundir.“ „Þær hafa bara ekki haft tækifæri til að berast hingað en sumar tegundir geta örugglega lifað hérna því núna eru veturnir og vorin hérna ekkert ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum, þar er þetta grasserandi. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta berist hingað,“ sagði Gísli í Bítinu á Bylgjunni. Saga geitunga ekki löng á Íslandi Að sögn Gísla var vitað um í kringum 1.300 skordýrategundir á Íslandi fyrir 30 árum en talan sé nú um 1.600 til 1.700. Bæði hafi veðurskilyrði orðið betri fyrir suðlægari tegundir á seinustu áratugum og auðveldara fyrir þær að flytjast yfir Atlantshafið. Allar geitungategundir sem finnist nú á landinu hafi borist hingað á seinustu 50 til 60 árum og humlutegundum fjölgað úr einni í sex til sjö. Gísli segir erfitt að koma í veg fyrir fjölgun skordýrategunda hérlendis þar sem ýmsar þeirra hafi alltaf getað lifað á Íslandi en aldrei átt þess kost að berast til landsins. Fórnarlömb lúsmýsins gætu þurft að venjast fleiri bitvörgum í framtíðinni.Getty/mrs Illa við að fá moskítóflugurnar „Það eru komnir gámaflutningar og við með innflutning á ýmsu tengdu landbúnaði, eins og mold og lifandi plöntum og þá koma pöddur með. Þessi skordýr eru svo sem ekkert skaðleg, nema þau geta verið leiðinleg.“ Gísli segist þekkja þetta á eigin skinni en hann var nýlega stunginn í augabrúnina af holugeitungi og fékk svo slæmt glóðarauga að hann vildi helst sleppa því að fara út fyrir hússins dyr. Aðspurður um það hvaða nýju skordýrategundir Gísli myndi einna helst vilja losna við nefnir hann lúsmýið og spánarsnigilinn. Erfitt sé eiga við lúsmýið og snigilinn éti allt sem fyrir verði ásamt því að leggjast á annað smádýralíf sem gagn sé af. Þá er Gísla illa við að fá moskítóflugur til landsins en telur það vera óumflýjanlegan veruleika. Viðtalið við Gísla má hlusta á í heild sinni í spilaranum. Skordýr Bítið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Ef við lítum á nágrannalöndin þá eru um 40 tegundir af moskítóflugum sem lifa hérna í Suður-Skandinavíu, á Bretlandseyjum og norður eftir allri Skandinavíu, það eru meira að segja í Grænlandi tvær tegundir.“ „Þær hafa bara ekki haft tækifæri til að berast hingað en sumar tegundir geta örugglega lifað hérna því núna eru veturnir og vorin hérna ekkert ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum, þar er þetta grasserandi. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta berist hingað,“ sagði Gísli í Bítinu á Bylgjunni. Saga geitunga ekki löng á Íslandi Að sögn Gísla var vitað um í kringum 1.300 skordýrategundir á Íslandi fyrir 30 árum en talan sé nú um 1.600 til 1.700. Bæði hafi veðurskilyrði orðið betri fyrir suðlægari tegundir á seinustu áratugum og auðveldara fyrir þær að flytjast yfir Atlantshafið. Allar geitungategundir sem finnist nú á landinu hafi borist hingað á seinustu 50 til 60 árum og humlutegundum fjölgað úr einni í sex til sjö. Gísli segir erfitt að koma í veg fyrir fjölgun skordýrategunda hérlendis þar sem ýmsar þeirra hafi alltaf getað lifað á Íslandi en aldrei átt þess kost að berast til landsins. Fórnarlömb lúsmýsins gætu þurft að venjast fleiri bitvörgum í framtíðinni.Getty/mrs Illa við að fá moskítóflugurnar „Það eru komnir gámaflutningar og við með innflutning á ýmsu tengdu landbúnaði, eins og mold og lifandi plöntum og þá koma pöddur með. Þessi skordýr eru svo sem ekkert skaðleg, nema þau geta verið leiðinleg.“ Gísli segist þekkja þetta á eigin skinni en hann var nýlega stunginn í augabrúnina af holugeitungi og fékk svo slæmt glóðarauga að hann vildi helst sleppa því að fara út fyrir hússins dyr. Aðspurður um það hvaða nýju skordýrategundir Gísli myndi einna helst vilja losna við nefnir hann lúsmýið og spánarsnigilinn. Erfitt sé eiga við lúsmýið og snigilinn éti allt sem fyrir verði ásamt því að leggjast á annað smádýralíf sem gagn sé af. Þá er Gísla illa við að fá moskítóflugur til landsins en telur það vera óumflýjanlegan veruleika. Viðtalið við Gísla má hlusta á í heild sinni í spilaranum.
Skordýr Bítið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira