Stjórnarskrárbreyting veitir forseta Túnis nær alræðisvald Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júlí 2022 08:52 Kais Saied fagnar sigri með stuðningsfólki sínu. Getty Nýsamþykkt stjórnarskrárbreyting í Túnis veitir forseta landsins nær alræðisvald innan stjórnkerfisins. Margir óttast að landið sé að færast aftur til einræðis. Þjóðaratkvæðagriðslan var haldin í gær, nákvæmlega ári eftir að Saied sagði upp ríkisstjórinni og setti þingstörf í algjört uppnám. Samkvæmt niðurstöðum er um 95 prósent stuðningur innan landsins við stjórnarskrárbreytinguna. Útgönguspár voru kynntar í ríkisútvarpi landsins um klukkan tvö í nótt að staðartíma. Saied ávarpaði lýðinn í kjölfarið. „Nýtt skeið er hafið í sögu Túnis,“ er haft eftir Saied í frétt ríkisútvarpsins í Túnis. „Allir þeir sem hafa framið glæpi gegn landi okkar munu svara fyrir það,“ bætti forsetinn við án þess að nefna þá glæpamenn á nafn. Einungis um þriðjungur þeirra 9,3 milljóna kosningabærra manna nýttu atkvæðarétt sinn, en margir sniðgengu atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni. Þrátt fyrir það var kjörsókn nokkru meiri en búist var við og gefur því vísbendingu um að forsetinn njóti enn mikils persónufylgis. Kjörstjórn var þó sökuð um að falsa kosningatölur um leið og tölurnar voru birtar. Með nýjum stjórnarskrárákvæðum verður forsetinn æðsti yfirmaður hersins, sem gerir honum kleift að skipa ríkisstjórn án stuðnings meiri hluta þingsins. Að auki verður mun auðveldara fyrir forsetann að samþykkja ný lög einhliða. Í raun sé því ómögulegt að koma forsetanum af valdastóli með núverandi stjórnskipulagi, að sögn pólitískra andstæðinga þar í landi. Túnis Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Þjóðaratkvæðagriðslan var haldin í gær, nákvæmlega ári eftir að Saied sagði upp ríkisstjórinni og setti þingstörf í algjört uppnám. Samkvæmt niðurstöðum er um 95 prósent stuðningur innan landsins við stjórnarskrárbreytinguna. Útgönguspár voru kynntar í ríkisútvarpi landsins um klukkan tvö í nótt að staðartíma. Saied ávarpaði lýðinn í kjölfarið. „Nýtt skeið er hafið í sögu Túnis,“ er haft eftir Saied í frétt ríkisútvarpsins í Túnis. „Allir þeir sem hafa framið glæpi gegn landi okkar munu svara fyrir það,“ bætti forsetinn við án þess að nefna þá glæpamenn á nafn. Einungis um þriðjungur þeirra 9,3 milljóna kosningabærra manna nýttu atkvæðarétt sinn, en margir sniðgengu atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni. Þrátt fyrir það var kjörsókn nokkru meiri en búist var við og gefur því vísbendingu um að forsetinn njóti enn mikils persónufylgis. Kjörstjórn var þó sökuð um að falsa kosningatölur um leið og tölurnar voru birtar. Með nýjum stjórnarskrárákvæðum verður forsetinn æðsti yfirmaður hersins, sem gerir honum kleift að skipa ríkisstjórn án stuðnings meiri hluta þingsins. Að auki verður mun auðveldara fyrir forsetann að samþykkja ný lög einhliða. Í raun sé því ómögulegt að koma forsetanum af valdastóli með núverandi stjórnskipulagi, að sögn pólitískra andstæðinga þar í landi.
Túnis Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira