Sjáðu markasúpuna í Vesturbæ og fjögur mörk Framara Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2022 10:00 Það var mikið svekkelsi í KR-ingum að fá á sig mark í fyrri hálfleik Vísir/Hulda Margrét Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Í þeim voru skoruð tíu mörk. KR tók á móti Val í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Theódór Elmar Bjarnason kom þeim svarthvítu yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið snemma leiks. 1-0 stóð fram í lok fyrri hálfleiks þegar Haukur Páll Sigurðsson jafnaði með skalla eftir hornspyrnu. Í upphafi síðari hálfleiks tók við stórskemmtun þar sem fjögur mörk voru skoruð á tíu mínútna kafla. Sigurður Bjartur Hallsson kom KR yfir með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Halls Hallssonar áður en Hólmar Örn Eyjólfsson jafnaði með skalla eftir aukaspyrnu þremur mínútum síðar. Ægir Jarl Jónasson kom KR aftur í forystu strax í næstu sókn en sex mínútum eftir mark hans jafnaði Patrick Pedersen fyrir Val á ný. Leiknum lauk 3-3 en mörkin má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Mörkin KR-Valur Á Akranesi tók botnlið ÍA á móti nýliðum Fram. Þar fóru þeir bláklæddu mikinn. Magnús Þórðarson skoraði annan leikinn í röð er hann kom Fram yfir á 19. mínútu og tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Már Ægisson forystuna. Alex Freyr Elísson gerði nánast út um leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks með þriðja marki gestanna áður en Guðmundur Magnússon negldi síðasta naglann í kistu Skagamanna á 63. mínútu með sínu ellefta marki í sumar en hann er nú jafn Ísaki Snæ Þorvaldssyni sem markahæsti leikmaður deildarinnar. Klippa: Mörkin ÍA-Fram Besta deild karla KR Valur ÍA Fram Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR 3-3 Valur | Stórskemmtun í fyrsta leik Óla Jó KR og Valur áttust við í stórveldaslag í Vesturbænum í 14. umferð Bestu-deildar karla. Eftir rólegan fyrri hálfleik sprakk leikurinn út í þeim síðari og fjögur mörk voru skoruð á tíu mínútna kafla. Bæði lið gátu verið svekkt með jafnteflið en leikar enduðu með 3-3 jafntefli, í fyrsta leik Ólafs Jóhannessonar í endurkomu sinni til Vals. 25. júlí 2022 22:22 Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-4 Fram | Nýliðarnir höfðu betur gegn botnliðinu ÍA, botnlið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, tóku á móti nýliðum deildarinnar, Fram, á Akranesi í 14. umferð deildarinnar. Nýliðarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur á Skipaskaga, 0-4. Magnús Þórðarson, Már Ægisson, Alex Freyr Elísson og Guðmundur Magnússon skoruðu mörkin. 25. júlí 2022 21:10 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
KR tók á móti Val í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Theódór Elmar Bjarnason kom þeim svarthvítu yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið snemma leiks. 1-0 stóð fram í lok fyrri hálfleiks þegar Haukur Páll Sigurðsson jafnaði með skalla eftir hornspyrnu. Í upphafi síðari hálfleiks tók við stórskemmtun þar sem fjögur mörk voru skoruð á tíu mínútna kafla. Sigurður Bjartur Hallsson kom KR yfir með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Halls Hallssonar áður en Hólmar Örn Eyjólfsson jafnaði með skalla eftir aukaspyrnu þremur mínútum síðar. Ægir Jarl Jónasson kom KR aftur í forystu strax í næstu sókn en sex mínútum eftir mark hans jafnaði Patrick Pedersen fyrir Val á ný. Leiknum lauk 3-3 en mörkin má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Mörkin KR-Valur Á Akranesi tók botnlið ÍA á móti nýliðum Fram. Þar fóru þeir bláklæddu mikinn. Magnús Þórðarson skoraði annan leikinn í röð er hann kom Fram yfir á 19. mínútu og tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Már Ægisson forystuna. Alex Freyr Elísson gerði nánast út um leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks með þriðja marki gestanna áður en Guðmundur Magnússon negldi síðasta naglann í kistu Skagamanna á 63. mínútu með sínu ellefta marki í sumar en hann er nú jafn Ísaki Snæ Þorvaldssyni sem markahæsti leikmaður deildarinnar. Klippa: Mörkin ÍA-Fram
Besta deild karla KR Valur ÍA Fram Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR 3-3 Valur | Stórskemmtun í fyrsta leik Óla Jó KR og Valur áttust við í stórveldaslag í Vesturbænum í 14. umferð Bestu-deildar karla. Eftir rólegan fyrri hálfleik sprakk leikurinn út í þeim síðari og fjögur mörk voru skoruð á tíu mínútna kafla. Bæði lið gátu verið svekkt með jafnteflið en leikar enduðu með 3-3 jafntefli, í fyrsta leik Ólafs Jóhannessonar í endurkomu sinni til Vals. 25. júlí 2022 22:22 Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-4 Fram | Nýliðarnir höfðu betur gegn botnliðinu ÍA, botnlið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, tóku á móti nýliðum deildarinnar, Fram, á Akranesi í 14. umferð deildarinnar. Nýliðarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur á Skipaskaga, 0-4. Magnús Þórðarson, Már Ægisson, Alex Freyr Elísson og Guðmundur Magnússon skoruðu mörkin. 25. júlí 2022 21:10 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR 3-3 Valur | Stórskemmtun í fyrsta leik Óla Jó KR og Valur áttust við í stórveldaslag í Vesturbænum í 14. umferð Bestu-deildar karla. Eftir rólegan fyrri hálfleik sprakk leikurinn út í þeim síðari og fjögur mörk voru skoruð á tíu mínútna kafla. Bæði lið gátu verið svekkt með jafnteflið en leikar enduðu með 3-3 jafntefli, í fyrsta leik Ólafs Jóhannessonar í endurkomu sinni til Vals. 25. júlí 2022 22:22
Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-4 Fram | Nýliðarnir höfðu betur gegn botnliðinu ÍA, botnlið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, tóku á móti nýliðum deildarinnar, Fram, á Akranesi í 14. umferð deildarinnar. Nýliðarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur á Skipaskaga, 0-4. Magnús Þórðarson, Már Ægisson, Alex Freyr Elísson og Guðmundur Magnússon skoruðu mörkin. 25. júlí 2022 21:10