Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 07:30 Sigur Breiðabliks gegn svartfellska liðinu Buducnost í gærkvöld var dýrmætur. Vísir/Hulda Margrét Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. Í ár eru aðeins þrjú íslensk lið með í Evrópukeppnum karla í stað fjögurra áður. Það er vegna afar slæms gengis íslensku liðanna í þeim keppnum á allra síðustu árum en gengi fimm tímabila ræður stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA. Með árangri íslensku liðanna í ár er hins vegar útlitið orðið mun bjartara varðandi það að þau nái að bæta aftur við sig fjórða Evrópusætinu, sem þá yrði keppt um í Bestu deildinni á næstu leiktíð þannig að fjögur íslensk lið ættu tækifæri á Evrópuævintýri sumarið 2024. Notandinn UEFACalculator á Twitter reiknar út stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA eftir hverja umferð í Evrópukeppnunum þremur. Ísland hefur á þeim lista farið úr „ruslflokki“ og upp um fimm sæti, í 47. sæti, og nú þegar safnað 2,5 stigum á þessari leiktíð samanborið við 1,5 í fyrra og aðeins 0,625 stig bæði tímabilin tvö þar á undan. Staðan núna á styrkleikalista UEFA. Ísland er í 47. sæti en var í 52. sæti í byrjun sumars.Twitter/@UEFACalculator Hver sigur liðs skilar þjóðum 1 stigi, deilt með fjölda liða sem þau eiga í Evrópukeppnum. Í tilviki Íslands skilar því sigur Breiðabliks gegn Buducnost í gær og sigur Víkings gegn The New Saints 0,33 stigum hvor. Áður höfðu Víkingar safnað stigum með því að vinna andstæðinga sína tvo í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og með því að gera jafntefli við Malmö í seinni leik liðanna. KR sótti einnig stig með því að vinna Pogon í seinni leik liðanna, þó að það hafi ekki dugað til að komast áfram í keppninni, og Breiðablik gerði vel í að vinna báða leiki sína gegn UE Santa Coloma. Erfið einvígi bíða komist íslensku liðin áfram Í næstu viku ræðst hvort Víkingur og Breiðablik haldi áfram keppni í Sambandsdeildinni, og komist þar með áfram í 3. umferð undankeppninnar. Það yrði afar dýrmætt vegna keppni Íslands við Wales og Svartfjallaland um stöðu á styrkleikalistanum. Komist Breiðablik áfram mætir liðið sigurliðinu úr einvígi Istanbul Basaksehir og Maccabi Netanya í næstu umferð. Víkinga bíður hins vegar sennilega einvígi við Lech Poznan frá Póllandi, komist þeir áfram, því Lech Poznan vann georgíska liðið Dinamo Batumi 5-0 í fyrri leik liðanna. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Víkingur - The New Saints 2-0 | Kristall bjó til gott nesti fyrir Víkinga Víkingur vann 2-0 sigur gegn The New Saints í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og er því í flottum málum fyrir útileikinn í næstu viku. 21. júlí 2022 22:00 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira
Í ár eru aðeins þrjú íslensk lið með í Evrópukeppnum karla í stað fjögurra áður. Það er vegna afar slæms gengis íslensku liðanna í þeim keppnum á allra síðustu árum en gengi fimm tímabila ræður stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA. Með árangri íslensku liðanna í ár er hins vegar útlitið orðið mun bjartara varðandi það að þau nái að bæta aftur við sig fjórða Evrópusætinu, sem þá yrði keppt um í Bestu deildinni á næstu leiktíð þannig að fjögur íslensk lið ættu tækifæri á Evrópuævintýri sumarið 2024. Notandinn UEFACalculator á Twitter reiknar út stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA eftir hverja umferð í Evrópukeppnunum þremur. Ísland hefur á þeim lista farið úr „ruslflokki“ og upp um fimm sæti, í 47. sæti, og nú þegar safnað 2,5 stigum á þessari leiktíð samanborið við 1,5 í fyrra og aðeins 0,625 stig bæði tímabilin tvö þar á undan. Staðan núna á styrkleikalista UEFA. Ísland er í 47. sæti en var í 52. sæti í byrjun sumars.Twitter/@UEFACalculator Hver sigur liðs skilar þjóðum 1 stigi, deilt með fjölda liða sem þau eiga í Evrópukeppnum. Í tilviki Íslands skilar því sigur Breiðabliks gegn Buducnost í gær og sigur Víkings gegn The New Saints 0,33 stigum hvor. Áður höfðu Víkingar safnað stigum með því að vinna andstæðinga sína tvo í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og með því að gera jafntefli við Malmö í seinni leik liðanna. KR sótti einnig stig með því að vinna Pogon í seinni leik liðanna, þó að það hafi ekki dugað til að komast áfram í keppninni, og Breiðablik gerði vel í að vinna báða leiki sína gegn UE Santa Coloma. Erfið einvígi bíða komist íslensku liðin áfram Í næstu viku ræðst hvort Víkingur og Breiðablik haldi áfram keppni í Sambandsdeildinni, og komist þar með áfram í 3. umferð undankeppninnar. Það yrði afar dýrmætt vegna keppni Íslands við Wales og Svartfjallaland um stöðu á styrkleikalistanum. Komist Breiðablik áfram mætir liðið sigurliðinu úr einvígi Istanbul Basaksehir og Maccabi Netanya í næstu umferð. Víkinga bíður hins vegar sennilega einvígi við Lech Poznan frá Póllandi, komist þeir áfram, því Lech Poznan vann georgíska liðið Dinamo Batumi 5-0 í fyrri leik liðanna.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Víkingur - The New Saints 2-0 | Kristall bjó til gott nesti fyrir Víkinga Víkingur vann 2-0 sigur gegn The New Saints í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og er því í flottum málum fyrir útileikinn í næstu viku. 21. júlí 2022 22:00 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira
Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Víkingur - The New Saints 2-0 | Kristall bjó til gott nesti fyrir Víkinga Víkingur vann 2-0 sigur gegn The New Saints í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og er því í flottum málum fyrir útileikinn í næstu viku. 21. júlí 2022 22:00
Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30