Landgræðsla hagkvæmasta loftslagsaðgerðin Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2022 07:16 Landrækt er hagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Vísir/Arnar Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar segir að landgræðsla og skógrækt séu tvær hagkvæmustu loftslagsaðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Á hinn bóginn sé stuðningur við kaup á rafbílum langóhagkvæmasta aðgerðin. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var gerð að beiðni umhverfisráðuneytisins og var hagfræðingum stofnunarinnar falið að leggja mat á kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum sem kynntar voru um mitt ár 2020. Meta skyldi kostnað og ábata af 23 aðgerðum. Í skýrslunni er miðað við verð á losunarheimildum á markaði Evrópusambandsins undanfarin ár, en það hefur hækkað hratt. Fyrir komandi ár er stuðst við breskt mat á því hvert verðið þurfi að vera ef hitastig á jörðinni á ekki að hækka um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. „Sumar aðgerðir eru hagkvæmari en aðrar. Ná má meiri árangri með því að hætta við óhagkvæmar aðgerðir, þar sem það er hægt, og leggja meiri áherslu á hinar. Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslagsmálum sem borga sig,“ segir í skýrslunni. Ræktun, endurheimt votlendis og raftenging við skip Efling landgræðslu og efling skógræktar eru þær loftslagsaðgerðir sem bera af þegar kemur að hagkvæmni en samkvæmt skýrslunni virðast hagkvæmustu loftslagsaðgerðirnar vera: Efling landgræðslu. Efling skógræktar. Endurheimt votlendis. Raftenging við skip í höfnum. Skattar á losun flúrlofts (f-gasa) og beinar takmarkanir á innflutningi þess. Orkuskipti í ferjum. Föngun kolefnis frá jarðhitavirkjunum. Álagning kolefnisgjalds. Betra væri að styðja við uppbyggingu innviða fyrir rafmagnsbíla Á hinn bóginn er niðurgreiðsla stjórnvalda á kaupverði rafmagnsbíla langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Í skýrslunni segir að núvirði þeirrar aðgerðar sé neikvætt um tæplega fjörutíu milljarða króna. Þá séu bann við urðun lífræns úrgangs og efling innlendar grænmetisframleiðslu sömuleiðis óhagkvæmar loftslagsaðgerðir. Í skýrslunni segir að alltaf sé hagkvæmt að taka kolefnisgjald af bensíni og dísilolíu á bíla, en það sé ekki lagt á rafmagn, vetni og metan. Undanþágur frá öðrum gjöldum sem lögð eru á bensín- og dísilbíla orki því fremur tvímælis. Urðunarbann kalli á dýrar fjárfestingar. Hliðarafurðir jarðgerðar og sorpbrennslu megi bjóða til sölu á markaði, en allsendis óvíst sé að þær nýtist að fullu. Framboð af metani sé meira en eftirspurn og hiti víðast hvar ódýr hér á landi. Hins vegar sé bann við urðun lífræns úrgangs í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og erfitt sé að hundsa þær. „Stuðningur við íslenska garðyrkju er dýrasta leiðin til þess að binda kolefni sem hér er skoðuð. Aðgerðin kostar 1,6 milljarða króna að núvirði, en ábati er aðeins um 0,2 milljarðar. Kostnaður umfram ábata er því 1,4 milljarðar króna. Lítið kolefni losnar þegar grænmeti er flutt hingað sjóleiðina. Meira losnar í flugi, en reyndar væri rými undir grænmeti í flugvélum iðulega ónotað að öðrum kosti,“ segir í skýrslunni. Skýrsluna má lesa hér, en Morgunblaðið vakti athygli á henni í morgun. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var gerð að beiðni umhverfisráðuneytisins og var hagfræðingum stofnunarinnar falið að leggja mat á kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum sem kynntar voru um mitt ár 2020. Meta skyldi kostnað og ábata af 23 aðgerðum. Í skýrslunni er miðað við verð á losunarheimildum á markaði Evrópusambandsins undanfarin ár, en það hefur hækkað hratt. Fyrir komandi ár er stuðst við breskt mat á því hvert verðið þurfi að vera ef hitastig á jörðinni á ekki að hækka um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. „Sumar aðgerðir eru hagkvæmari en aðrar. Ná má meiri árangri með því að hætta við óhagkvæmar aðgerðir, þar sem það er hægt, og leggja meiri áherslu á hinar. Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslagsmálum sem borga sig,“ segir í skýrslunni. Ræktun, endurheimt votlendis og raftenging við skip Efling landgræðslu og efling skógræktar eru þær loftslagsaðgerðir sem bera af þegar kemur að hagkvæmni en samkvæmt skýrslunni virðast hagkvæmustu loftslagsaðgerðirnar vera: Efling landgræðslu. Efling skógræktar. Endurheimt votlendis. Raftenging við skip í höfnum. Skattar á losun flúrlofts (f-gasa) og beinar takmarkanir á innflutningi þess. Orkuskipti í ferjum. Föngun kolefnis frá jarðhitavirkjunum. Álagning kolefnisgjalds. Betra væri að styðja við uppbyggingu innviða fyrir rafmagnsbíla Á hinn bóginn er niðurgreiðsla stjórnvalda á kaupverði rafmagnsbíla langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Í skýrslunni segir að núvirði þeirrar aðgerðar sé neikvætt um tæplega fjörutíu milljarða króna. Þá séu bann við urðun lífræns úrgangs og efling innlendar grænmetisframleiðslu sömuleiðis óhagkvæmar loftslagsaðgerðir. Í skýrslunni segir að alltaf sé hagkvæmt að taka kolefnisgjald af bensíni og dísilolíu á bíla, en það sé ekki lagt á rafmagn, vetni og metan. Undanþágur frá öðrum gjöldum sem lögð eru á bensín- og dísilbíla orki því fremur tvímælis. Urðunarbann kalli á dýrar fjárfestingar. Hliðarafurðir jarðgerðar og sorpbrennslu megi bjóða til sölu á markaði, en allsendis óvíst sé að þær nýtist að fullu. Framboð af metani sé meira en eftirspurn og hiti víðast hvar ódýr hér á landi. Hins vegar sé bann við urðun lífræns úrgangs í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og erfitt sé að hundsa þær. „Stuðningur við íslenska garðyrkju er dýrasta leiðin til þess að binda kolefni sem hér er skoðuð. Aðgerðin kostar 1,6 milljarða króna að núvirði, en ábati er aðeins um 0,2 milljarðar. Kostnaður umfram ábata er því 1,4 milljarðar króna. Lítið kolefni losnar þegar grænmeti er flutt hingað sjóleiðina. Meira losnar í flugi, en reyndar væri rými undir grænmeti í flugvélum iðulega ónotað að öðrum kosti,“ segir í skýrslunni. Skýrsluna má lesa hér, en Morgunblaðið vakti athygli á henni í morgun.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira