Leggja loksins ljósleiðara í Vestmannaeyjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. júlí 2022 16:32 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Jóhann Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa hafist handa við að leggja ljósleiðara í þéttbýli en fyrstu áfangarnir hófust í sumar. Bæjarstjóri segir þetta löngu tímabært, enda nútímasamgöngur að búa við gott netsamband. Vinnan við lagningu ljósleiðara í Vestmannaeyjum hófst í dreifbýli, sem ríkið styrkir, en flóknari staða blasti við í þéttbýli að sögn Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra. „Á endanum þurfti sveitarfélagið að taka málin í sínar hendur og fara í það, við stofnuðum félag til að ljósleiðaravæða þéttbýlið hérna í Vestmannaeyjum og gerðum það á síðasta ári, þá fórum við að stíga fyrstu skrefin í því,“ segir Íris en fyrirtækið ber nafnið Eygló. Hingað til hafi netsamband ekki verið nógu gott og því ljóst að grípa þyrfti til aðgerða. „Við erum byrjuð á fyrsta áfanga og það var löngu kominn tími til, þetta eru náttúrulega nútímasamgöngur að hafa gott netsamband og við verðum komin á þann stað eftir vonandi bara skamman tíma,“ segir hún. Framkvæmdir eru þegar hafnar víðast hvar í bænum og er markmiðið að raska daglegu lífi í bænum sem minnst. Þá eru vonir bundnar við að hægt verði að ljúka þeim fljótt. Nokkuð rask fylgir lagningu ljósleiðara en reynt verður að halda því í lágmarki.Vestmannaeyjabær „Við erum að vona að við getum klárað þetta á svona tveimur, tveimur og hálfu ári. Vonandi tökum við fyrstu tvo áfangana núna í sumar, þeir eru sex áfangarnir. Þannig við vinnum þetta eins hratt og vel og hægt er,“ segir Íris. Hún segir almenna sátt ríkja meðal bæjarbúa um verkefni fyrirtækisins og framkvæmdirnar. Auðvitað er það ekki endilega fyrsta val sveitarfélag að fara í þessa framkvæmd en við þurfum að gera það til að tryggja að hér séu góð búsetu og atvinnuskilyrði,“ segir Íris. Aðspurð um hvort þau séu þau síðustu í röðinni í ljósleiðaraþróuninni segist hún vona að svo sé ekki. „En við erum alla vega með þeim síðustu hugsa ég. Þannig þetta er bara það sem skiptir máli og það er bara mikil ánægja með þetta,“ segir hún. Vestmannaeyjar Fjarskipti Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Vinnan við lagningu ljósleiðara í Vestmannaeyjum hófst í dreifbýli, sem ríkið styrkir, en flóknari staða blasti við í þéttbýli að sögn Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra. „Á endanum þurfti sveitarfélagið að taka málin í sínar hendur og fara í það, við stofnuðum félag til að ljósleiðaravæða þéttbýlið hérna í Vestmannaeyjum og gerðum það á síðasta ári, þá fórum við að stíga fyrstu skrefin í því,“ segir Íris en fyrirtækið ber nafnið Eygló. Hingað til hafi netsamband ekki verið nógu gott og því ljóst að grípa þyrfti til aðgerða. „Við erum byrjuð á fyrsta áfanga og það var löngu kominn tími til, þetta eru náttúrulega nútímasamgöngur að hafa gott netsamband og við verðum komin á þann stað eftir vonandi bara skamman tíma,“ segir hún. Framkvæmdir eru þegar hafnar víðast hvar í bænum og er markmiðið að raska daglegu lífi í bænum sem minnst. Þá eru vonir bundnar við að hægt verði að ljúka þeim fljótt. Nokkuð rask fylgir lagningu ljósleiðara en reynt verður að halda því í lágmarki.Vestmannaeyjabær „Við erum að vona að við getum klárað þetta á svona tveimur, tveimur og hálfu ári. Vonandi tökum við fyrstu tvo áfangana núna í sumar, þeir eru sex áfangarnir. Þannig við vinnum þetta eins hratt og vel og hægt er,“ segir Íris. Hún segir almenna sátt ríkja meðal bæjarbúa um verkefni fyrirtækisins og framkvæmdirnar. Auðvitað er það ekki endilega fyrsta val sveitarfélag að fara í þessa framkvæmd en við þurfum að gera það til að tryggja að hér séu góð búsetu og atvinnuskilyrði,“ segir Íris. Aðspurð um hvort þau séu þau síðustu í röðinni í ljósleiðaraþróuninni segist hún vona að svo sé ekki. „En við erum alla vega með þeim síðustu hugsa ég. Þannig þetta er bara það sem skiptir máli og það er bara mikil ánægja með þetta,“ segir hún.
Vestmannaeyjar Fjarskipti Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira