Staðan gæti breyst í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í dag Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2022 11:45 Það skýrist endanlega hinn 5. september hver tekur við leiðtogaembættinu í Íhaldsflokknum og þar með forsætisráðherrastólnum. AP/Andy Bailey Sérfræðingur um málefni breska Íhaldsflokksins segir vel geta gerst að einhverjir þeirra sem komast áfram í annarri umferð í leiðtogakjöri flokksins í dag dragi sig í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhvern þeirra efstu. Sama hver niðurstaðan verði að lokum megi ekki búast við stefnubreytingu í helstu málum flokksins. Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. Þar hlaut Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra 88 atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins og Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra varð önnur með 67 atkvæði. Hún er almennt talin eiga mestan stuðning meðal almennra flokksmanna sem að lokum greiða atkvæði um þá tvo frambjóðendur sem eftir standa að loknum kosningum þingmanna. Andrés Magnússon blaðamaður þekkir vel til innan breska Íhaldsflokksins.Mynd/FB síða Andrésar Magnússonar Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu bjó lengi íBretlandi og þekkir vel til innan Íhaldsflokksins. Hann segir stöðuna hæglega geta breyst í annarri umferðinni í dag þótt Sunak og Mordaunt hafi verið efst í gær. „Þá er samt sem áður nóg eftir af atkvæðum sem þurfa að ákveða sig upp á nýtt. Og þá er spurningin þessi, hvað verður um Sunak, er hann að fá ný atkvæði,“ segir Andrés. Þar segi margir að Penny Mordaunt eigi meiri möguleika. Þá eigi Liz Truss utanríkisráðherra sem varð í þriðja sætinu í gær enn möguleika á að komast í toppbaráttuna. „Nær Liz Truss að sannfæra einhvern með tali sínu um skattalækkanir og svo framvegis. Það er vel mögulegt. Hún er ekki illa liðin í flokknum. Það má alveg eins spyrja fyrir Penny Mordaunt sem hefur verið rísandi í þessu kapphlaupi núna. Hún hefur fengið á sig árásir í morgun fyrir að valda ekki starfinu og hafa ekki staðið sig nógu vel sem ráðherra frá fyrrverandi samstarfsmönnum,“ segir Andrés. Það geti hugsast eftir niðurstöður annarrar umferðar í dag aðeinhverjir sem gætu haldið baráttunni áfram dragi sig engu að síður í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhverja í efstu sætunum. Hins vegar væri ólíklegt að einhver stefnubreyting verði í meginmálum, hver sem nái kjöri að lokum. Enda hafi Boris Johnson unnið mikinn kosningasigur með núverandi kosningastefnu flokksins. „Það hefur enginn sem tekur við núna pólitískt umboð til að vera meðeinhverja stórkostlega stefnumörkun. Sigurvegarinn þarf bara að halda við kosningastefnu flokksins. Þannig að nei, það er ekki mikið að fara aðbreytast hvað stefnuna varðar,“ segir Andrés Magnússon. Þegar aðeins tveir frambjóðendur eru eftir fer fram póstkosning meðal flokksmanna. Eftir að niðurstöður hennar liggja fyrir verður nýr leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra kynntur hinn 5. september. Bretland Tengdar fréttir Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. Þar hlaut Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra 88 atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins og Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra varð önnur með 67 atkvæði. Hún er almennt talin eiga mestan stuðning meðal almennra flokksmanna sem að lokum greiða atkvæði um þá tvo frambjóðendur sem eftir standa að loknum kosningum þingmanna. Andrés Magnússon blaðamaður þekkir vel til innan breska Íhaldsflokksins.Mynd/FB síða Andrésar Magnússonar Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu bjó lengi íBretlandi og þekkir vel til innan Íhaldsflokksins. Hann segir stöðuna hæglega geta breyst í annarri umferðinni í dag þótt Sunak og Mordaunt hafi verið efst í gær. „Þá er samt sem áður nóg eftir af atkvæðum sem þurfa að ákveða sig upp á nýtt. Og þá er spurningin þessi, hvað verður um Sunak, er hann að fá ný atkvæði,“ segir Andrés. Þar segi margir að Penny Mordaunt eigi meiri möguleika. Þá eigi Liz Truss utanríkisráðherra sem varð í þriðja sætinu í gær enn möguleika á að komast í toppbaráttuna. „Nær Liz Truss að sannfæra einhvern með tali sínu um skattalækkanir og svo framvegis. Það er vel mögulegt. Hún er ekki illa liðin í flokknum. Það má alveg eins spyrja fyrir Penny Mordaunt sem hefur verið rísandi í þessu kapphlaupi núna. Hún hefur fengið á sig árásir í morgun fyrir að valda ekki starfinu og hafa ekki staðið sig nógu vel sem ráðherra frá fyrrverandi samstarfsmönnum,“ segir Andrés. Það geti hugsast eftir niðurstöður annarrar umferðar í dag aðeinhverjir sem gætu haldið baráttunni áfram dragi sig engu að síður í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhverja í efstu sætunum. Hins vegar væri ólíklegt að einhver stefnubreyting verði í meginmálum, hver sem nái kjöri að lokum. Enda hafi Boris Johnson unnið mikinn kosningasigur með núverandi kosningastefnu flokksins. „Það hefur enginn sem tekur við núna pólitískt umboð til að vera meðeinhverja stórkostlega stefnumörkun. Sigurvegarinn þarf bara að halda við kosningastefnu flokksins. Þannig að nei, það er ekki mikið að fara aðbreytast hvað stefnuna varðar,“ segir Andrés Magnússon. Þegar aðeins tveir frambjóðendur eru eftir fer fram póstkosning meðal flokksmanna. Eftir að niðurstöður hennar liggja fyrir verður nýr leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra kynntur hinn 5. september.
Bretland Tengdar fréttir Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15
Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21