Skotárásin í Japan: „Það eru allir í sjokki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2022 12:32 Thelma Rún Heimisdóttir hefur búið í Tókýó í átta ár en hún starfar sem framleiðandi. vísir/aðsend Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, lést af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Íbúi í Japan segir japönsku þjóðina í áfalli enda skotárásir mjög fátíðar í landinu. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á spítala í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans nú í morgun á íslenskum tíma. Thelma Rún Heimisdóttir er búsett í Japan, en hún segir þjóðina í áfalli, sér í lagi vegna þess að skotárásir eru mjög fátíðar í landinu. „Það eru allir bara í sjokki. Það er rosalega mikið af kommentum á netinu þar sem fólk segir: Ég hélt við værum í friðsæla Japan en ekki í Ameríku þar sem eru stöðugt skotárásir. Það trúir þessu varla enginn.“ Ein lægsta tíðni dauðsfalla af völdum skotvopna í heimi Skotvopnalöggjöf Japans er mjög ströng en almennum borgurum er óheimilt að eiga skammbyssu. Til dæmis voru sex dauðsföll staðfest árið 2014 af völdum skotvopna og tvö árið 2006 en í landinu búa 126 milljón manns. „Það eru svo rosalega strangar reglur þegar kemur að byssum hérna. Þess vegna er Japan með lægstu tíðni skotárása í heiminum og þess vegna er þetta svona rosalega sjokkerandi fyrir alla hérna.“ Thelma Rún segir Tókýó mjög friðsæla borg.aðsend Fundu mögulegt sprengiefni Skotmaðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og segja vitni að hann hafi ekki gert tilraun til að flýja. Hinn grunaði, Yamagami Tetsuya, er á fimmtugsaldri og er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans, en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Svo virðist sem hann hafi notað heimagerða byssu, en tilefni árásarinnar er enn óvitað. Thelma segir að fjölmiðlar í Tókýó hafi greint frá því að óttast sé um öryggi annarra stjórnmálamanna þó ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum. „Allir pólitíkusar sem eru búnir að vera utan Tókýó hafa verið kallaðir til baka til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á þá.“ Morðið á Shinzo Abe Íslendingar erlendis Japan Skotvopn Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira
Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á spítala í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans nú í morgun á íslenskum tíma. Thelma Rún Heimisdóttir er búsett í Japan, en hún segir þjóðina í áfalli, sér í lagi vegna þess að skotárásir eru mjög fátíðar í landinu. „Það eru allir bara í sjokki. Það er rosalega mikið af kommentum á netinu þar sem fólk segir: Ég hélt við værum í friðsæla Japan en ekki í Ameríku þar sem eru stöðugt skotárásir. Það trúir þessu varla enginn.“ Ein lægsta tíðni dauðsfalla af völdum skotvopna í heimi Skotvopnalöggjöf Japans er mjög ströng en almennum borgurum er óheimilt að eiga skammbyssu. Til dæmis voru sex dauðsföll staðfest árið 2014 af völdum skotvopna og tvö árið 2006 en í landinu búa 126 milljón manns. „Það eru svo rosalega strangar reglur þegar kemur að byssum hérna. Þess vegna er Japan með lægstu tíðni skotárása í heiminum og þess vegna er þetta svona rosalega sjokkerandi fyrir alla hérna.“ Thelma Rún segir Tókýó mjög friðsæla borg.aðsend Fundu mögulegt sprengiefni Skotmaðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og segja vitni að hann hafi ekki gert tilraun til að flýja. Hinn grunaði, Yamagami Tetsuya, er á fimmtugsaldri og er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans, en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Svo virðist sem hann hafi notað heimagerða byssu, en tilefni árásarinnar er enn óvitað. Thelma segir að fjölmiðlar í Tókýó hafi greint frá því að óttast sé um öryggi annarra stjórnmálamanna þó ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum. „Allir pólitíkusar sem eru búnir að vera utan Tókýó hafa verið kallaðir til baka til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á þá.“
Morðið á Shinzo Abe Íslendingar erlendis Japan Skotvopn Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira