Griner játar sök og gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júlí 2022 14:37 Brittney Griner gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. AP Photo/Alexander Zemlianichenko Bandaríska körfuboltastjarnan Brittney Griner játaði sök þegar hún mætti fyrir dóm í Rússlandi í dag. Griner var handtekin í febrúar á þessu ári með hassolíu í rafrettu sinni. Það er Reuters sem greinir frá þessu, en Griner gæti átt yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsinsdóm verði hún fundin sek. Hún segist þó ekki hafa ætlað sér að brjóta lögin. Brittney Griner has pleaded guilty in a Russian court to drug charges, per @Reuters.She could face up to 10 years in prison. pic.twitter.com/2bp6bab6Fb— Front Office Sports (@FOS) July 7, 2022 „Ég játa sök, en það var enginn ásetningur,“ sagði Griner fyrir dómi í dag. „Ég ætlaði mér ekki að brjóta lögin. Ég myndi vilja gefa vitnisburð síðar. Ég þarf tíma til að undirbúa mig.“ Griner varð að ósk sinni og var ákveðið að réttarhöldin muni halda áfram að viku liðinni. „Gerðu það, ekki gleyma mér“ Körfuboltakonan var handtekin á Sheremetyevo flogvellinum í Moskvu með hassolíu í rafrettu sinni og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Fyrr í vikunni sendi hún Joe Biden Bandaríkjaforseta handskrefað bréf þar sem hún biðlar til hans að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma henni heim. „Ég geri mér grein fyrir því að þú hefur mikið á þinni könnu, en gerðu það, ekki gleyma mér og öðrum bandarískum föngum. Gerðu það, gerðu allt sem þú getur til að koma okkur heim,“ skrifaði Griner í bréfið til Biden. Biden ræddi við eiginkonu Griner, Cherelle, í gær og sagði henni að hann væri að vinna í því að fá hana lausa eins fljótt og mögulegt er. Mál Brittney Griner Körfubolti Joe Biden Tengdar fréttir Dauðskelkuð Griner biðlar til Bandaríkjaforseta: Gerðu það, ekki gleyma mér Bréf frá bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner, skrifað í fangelsi í Rússlandi, komst alla leið í Hvíta húsið. Bandarískir fjölmiðlar fengu að birta brot úr því á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí. 5. júlí 2022 09:31 Réttarhöldum yfir Griner frestað um nokkra daga Bandaríska körfuknattleikskonan Brittney Griner var leidd fyrir dómstóla í Rússlandi á föstudaginn síðasta en Griner var handtekin í febrúar síðastliðnum. Griner var handtekin og ákærð fyrir að hafa í fórum sínum kannabis olíu á leið inn í Rússland. 3. júlí 2022 11:31 Körfuboltastjarna fór fyrir dómara í Rússlandi í dag Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner fór fyrir dómara í undirbúningsyfirheyrslu í Rússlandi í dag. Griner var handtekinn fyrir rúmlega fjórum mánuðum á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu á kannabis þegar það fannst hassolía í rafrettu hennar. 27. júní 2022 14:17 Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum Sjá meira
Það er Reuters sem greinir frá þessu, en Griner gæti átt yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsinsdóm verði hún fundin sek. Hún segist þó ekki hafa ætlað sér að brjóta lögin. Brittney Griner has pleaded guilty in a Russian court to drug charges, per @Reuters.She could face up to 10 years in prison. pic.twitter.com/2bp6bab6Fb— Front Office Sports (@FOS) July 7, 2022 „Ég játa sök, en það var enginn ásetningur,“ sagði Griner fyrir dómi í dag. „Ég ætlaði mér ekki að brjóta lögin. Ég myndi vilja gefa vitnisburð síðar. Ég þarf tíma til að undirbúa mig.“ Griner varð að ósk sinni og var ákveðið að réttarhöldin muni halda áfram að viku liðinni. „Gerðu það, ekki gleyma mér“ Körfuboltakonan var handtekin á Sheremetyevo flogvellinum í Moskvu með hassolíu í rafrettu sinni og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Fyrr í vikunni sendi hún Joe Biden Bandaríkjaforseta handskrefað bréf þar sem hún biðlar til hans að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma henni heim. „Ég geri mér grein fyrir því að þú hefur mikið á þinni könnu, en gerðu það, ekki gleyma mér og öðrum bandarískum föngum. Gerðu það, gerðu allt sem þú getur til að koma okkur heim,“ skrifaði Griner í bréfið til Biden. Biden ræddi við eiginkonu Griner, Cherelle, í gær og sagði henni að hann væri að vinna í því að fá hana lausa eins fljótt og mögulegt er.
Mál Brittney Griner Körfubolti Joe Biden Tengdar fréttir Dauðskelkuð Griner biðlar til Bandaríkjaforseta: Gerðu það, ekki gleyma mér Bréf frá bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner, skrifað í fangelsi í Rússlandi, komst alla leið í Hvíta húsið. Bandarískir fjölmiðlar fengu að birta brot úr því á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí. 5. júlí 2022 09:31 Réttarhöldum yfir Griner frestað um nokkra daga Bandaríska körfuknattleikskonan Brittney Griner var leidd fyrir dómstóla í Rússlandi á föstudaginn síðasta en Griner var handtekin í febrúar síðastliðnum. Griner var handtekin og ákærð fyrir að hafa í fórum sínum kannabis olíu á leið inn í Rússland. 3. júlí 2022 11:31 Körfuboltastjarna fór fyrir dómara í Rússlandi í dag Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner fór fyrir dómara í undirbúningsyfirheyrslu í Rússlandi í dag. Griner var handtekinn fyrir rúmlega fjórum mánuðum á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu á kannabis þegar það fannst hassolía í rafrettu hennar. 27. júní 2022 14:17 Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum Sjá meira
Dauðskelkuð Griner biðlar til Bandaríkjaforseta: Gerðu það, ekki gleyma mér Bréf frá bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner, skrifað í fangelsi í Rússlandi, komst alla leið í Hvíta húsið. Bandarískir fjölmiðlar fengu að birta brot úr því á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí. 5. júlí 2022 09:31
Réttarhöldum yfir Griner frestað um nokkra daga Bandaríska körfuknattleikskonan Brittney Griner var leidd fyrir dómstóla í Rússlandi á föstudaginn síðasta en Griner var handtekin í febrúar síðastliðnum. Griner var handtekin og ákærð fyrir að hafa í fórum sínum kannabis olíu á leið inn í Rússland. 3. júlí 2022 11:31
Körfuboltastjarna fór fyrir dómara í Rússlandi í dag Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner fór fyrir dómara í undirbúningsyfirheyrslu í Rússlandi í dag. Griner var handtekinn fyrir rúmlega fjórum mánuðum á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu á kannabis þegar það fannst hassolía í rafrettu hennar. 27. júní 2022 14:17
Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins