„Þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum“ Jón Már Ferro skrifar 2. júlí 2022 09:01 Halldór Smári skorar og skorar þessa dagana. Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkinga var að vonum gríðarlega sáttur með sigur þeirra á KR-ingum er liðin mættust í Bestu deild karla á föstudagskvöld. „Nei ég er sammála því. Að koma á KR-völl og vinna 0-3 og skora ég held það sé erfitt að toppa það,“ sagði Halldór Smári, einn af markaskorurum Víkinga, að leik loknum. Hann var að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. KR-ingar settu mikla pressu á Vikinga til að byrja með en Víkingar stóðu það af sér. „Við vorum nú ekkert það öruggir til að byrja með. Pressa KR-inga var að virka vel á móti okkur. Við vorum óstyrkir með völlinn til að byrja með. Eftir vítið fannst mér við taka í rauninni völdin í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Bara frábær leikur hjá okkur.“ Það hafa verið mikil læti í leikjum þessara liða undanfarin ár. Halldór hefur gaman af þessum leikjum. „Þetta er geðveikt sko, að einhver haldi að þetta sé eitthvað leiðinlegt fyrir leikmenn að vera í svona slagsmálum allan tímann, þetta er bara geggjað. Sérstaklega á blautu grasi, þá koma návígi, þá koma tæklingar. Þetta verður smá ljótt stundum. Ég fíla það í botn.“ Þrátt fyrir sigur hefðu Víkingar mögulega viljað spila meiri sóknarbolta eins og þeir eru þekktir fyrir en leikurinn spilaðist ekki þannig. „Jú, við viljum náttúrulega alltaf spila fótbolta. Til að byrja með var þetta smá erfitt en um leið og leikurinn opnast í seinni hálfleik þá fundum við svæðin betur sem við vildum fara í, þá var þetta auðveldara. Ég held að okkur hafi bara tekist nokkuð vel til.“ Halldór svaraði hver honum finnst munurinn á grasi og gervigrasi vera. „Til að byrja með er það það já. Flotið á boltanum er öðruvísi, til að byrja með er það og það var það í dag. Svo þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum.“ Líkt og flestir vita lögðu Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen skóna á hilluna. Halldór er ánægður hvernig Víkingar hafa brugðist við því. „Jú ég myndi segja að það geri það. Einnig mikill styrkur hjá Arnari og þjálfarateyminu. Þeir eru bara búnir að búa til það gott konsept að svo detta menn bara inn í stöðurnar sem vantar og vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Það hefur bara tekist mjög vel til eftir að þeir fóru verð ég bara að segja.“ „Helsti munurinn er sá að það eru allir skíthræddir við Sölva og Kára þegar þeir spila. Það er eitt að vera með Arnar á hliðarlínunni og vilja ekki bregðast honum en menn voru á nálunum að bregðast ekki Sölva og Kára,“ sagði Halldór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
„Nei ég er sammála því. Að koma á KR-völl og vinna 0-3 og skora ég held það sé erfitt að toppa það,“ sagði Halldór Smári, einn af markaskorurum Víkinga, að leik loknum. Hann var að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. KR-ingar settu mikla pressu á Vikinga til að byrja með en Víkingar stóðu það af sér. „Við vorum nú ekkert það öruggir til að byrja með. Pressa KR-inga var að virka vel á móti okkur. Við vorum óstyrkir með völlinn til að byrja með. Eftir vítið fannst mér við taka í rauninni völdin í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Bara frábær leikur hjá okkur.“ Það hafa verið mikil læti í leikjum þessara liða undanfarin ár. Halldór hefur gaman af þessum leikjum. „Þetta er geðveikt sko, að einhver haldi að þetta sé eitthvað leiðinlegt fyrir leikmenn að vera í svona slagsmálum allan tímann, þetta er bara geggjað. Sérstaklega á blautu grasi, þá koma návígi, þá koma tæklingar. Þetta verður smá ljótt stundum. Ég fíla það í botn.“ Þrátt fyrir sigur hefðu Víkingar mögulega viljað spila meiri sóknarbolta eins og þeir eru þekktir fyrir en leikurinn spilaðist ekki þannig. „Jú, við viljum náttúrulega alltaf spila fótbolta. Til að byrja með var þetta smá erfitt en um leið og leikurinn opnast í seinni hálfleik þá fundum við svæðin betur sem við vildum fara í, þá var þetta auðveldara. Ég held að okkur hafi bara tekist nokkuð vel til.“ Halldór svaraði hver honum finnst munurinn á grasi og gervigrasi vera. „Til að byrja með er það það já. Flotið á boltanum er öðruvísi, til að byrja með er það og það var það í dag. Svo þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum.“ Líkt og flestir vita lögðu Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen skóna á hilluna. Halldór er ánægður hvernig Víkingar hafa brugðist við því. „Jú ég myndi segja að það geri það. Einnig mikill styrkur hjá Arnari og þjálfarateyminu. Þeir eru bara búnir að búa til það gott konsept að svo detta menn bara inn í stöðurnar sem vantar og vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Það hefur bara tekist mjög vel til eftir að þeir fóru verð ég bara að segja.“ „Helsti munurinn er sá að það eru allir skíthræddir við Sölva og Kára þegar þeir spila. Það er eitt að vera með Arnar á hliðarlínunni og vilja ekki bregðast honum en menn voru á nálunum að bregðast ekki Sölva og Kára,“ sagði Halldór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira