Þrjár einstæðar mæður með sjö börn á einni viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2022 20:00 Mæðgurnar Fadia og Hor Radwan eru frá Palestínu en flúðu stríðsástandið þar til Grikklands. Þaðan komust þær til Íslands fyrir sjö mánuðum. Vísir/Dúi Lögfræðingur segir forkastanlegt að stjórnvöld hyggist senda barnafjölskyldur aftur til Grikklands á næstu mánuðum, þvert á yfirlýsingar um annað. Á einni viku hafi hann fengið mál þriggja einstæðra mæðra á borð til sín, sem standi frammi fyrir ömurlegum örlögum í Grikklandi. Um síðustu mánaðamót höfðu 147 manns fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd og biðu brottvísunar, þar af 20 börn. 36 biðu endursendingar til Grikklands - en þangað hefur enginn verið sendur í að minnsta kosti rúmt ár. Í gær var loks greint frá því að stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbyggi að fylgja fólki, allt einstaklingum, út til Grikklands á næstu dögum og vikum. En lögfræðingur segir fjölskyldur með börn einnig standa frammi fyrir brottvísun með haustinu. „Sem kemur okkur svolítið á óvart vegna þess að ráðherra, bæði dómsmála og barnamála, höfðu lýst því yfir að barnafjölskyldur yrðu ekki sendar til Grikklands. Dómsmálaráðherra tók svo sterkt til orða að það hefði aldrei staðið til,“ segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu. „Og þetta er bara verulegt áhyggjuefni.“ Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS-lögmannsstofu. Langar að halda áfram í skólanum Bara í þessari viku hafi þrjár einstæðar mæður með alls sjö börn leitað til hans. Úrskurðir í málum þeirra séu forkastanlegir. Þær hafi verið á landinu í sjö mánuði og enginn eðlismunur á málum þeirra og málum fjölskyldnanna sem til dæmis höfðu verið hér í tíu mánuði og fengið frest. „Og þessar fjölskyldur og einstæðu mæður eru í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Og verði þær sendar til Grikklands eins og kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á mánudaginn þá munu þær fara á götuna þar.“ Palestínsku mæðgurnar Fadia og Hor Radwan bjuggu einmitt á götunni í Grikklandi áður en þær komu til Íslands fyrir sjö mánuðum. Í Palestínu bjuggu þær við stöðugt stríðsástand og fjölskyldumeðlimir drepnir svo þær flúðu. Á Íslandi fá þær loksins frið. „Það er búið að vera mjög gott. Við höfum fengið góða heilbrigðisþjónustu og almennt góða þjónustu. Allt hefur verið gott,“ segir Fadia. Þær eru hræddar við brottvísun. Og Hor langar mjög að halda áfram í skólanum, þar sem hún á marga vini og finnst skemmtilegast að leika sér. Rætt er við mæðgurnar og Albert í fréttinni í spilaranum hér fyrir ofan. Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Um síðustu mánaðamót höfðu 147 manns fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd og biðu brottvísunar, þar af 20 börn. 36 biðu endursendingar til Grikklands - en þangað hefur enginn verið sendur í að minnsta kosti rúmt ár. Í gær var loks greint frá því að stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbyggi að fylgja fólki, allt einstaklingum, út til Grikklands á næstu dögum og vikum. En lögfræðingur segir fjölskyldur með börn einnig standa frammi fyrir brottvísun með haustinu. „Sem kemur okkur svolítið á óvart vegna þess að ráðherra, bæði dómsmála og barnamála, höfðu lýst því yfir að barnafjölskyldur yrðu ekki sendar til Grikklands. Dómsmálaráðherra tók svo sterkt til orða að það hefði aldrei staðið til,“ segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu. „Og þetta er bara verulegt áhyggjuefni.“ Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS-lögmannsstofu. Langar að halda áfram í skólanum Bara í þessari viku hafi þrjár einstæðar mæður með alls sjö börn leitað til hans. Úrskurðir í málum þeirra séu forkastanlegir. Þær hafi verið á landinu í sjö mánuði og enginn eðlismunur á málum þeirra og málum fjölskyldnanna sem til dæmis höfðu verið hér í tíu mánuði og fengið frest. „Og þessar fjölskyldur og einstæðu mæður eru í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Og verði þær sendar til Grikklands eins og kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á mánudaginn þá munu þær fara á götuna þar.“ Palestínsku mæðgurnar Fadia og Hor Radwan bjuggu einmitt á götunni í Grikklandi áður en þær komu til Íslands fyrir sjö mánuðum. Í Palestínu bjuggu þær við stöðugt stríðsástand og fjölskyldumeðlimir drepnir svo þær flúðu. Á Íslandi fá þær loksins frið. „Það er búið að vera mjög gott. Við höfum fengið góða heilbrigðisþjónustu og almennt góða þjónustu. Allt hefur verið gott,“ segir Fadia. Þær eru hræddar við brottvísun. Og Hor langar mjög að halda áfram í skólanum, þar sem hún á marga vini og finnst skemmtilegast að leika sér. Rætt er við mæðgurnar og Albert í fréttinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira