Fjárfestar haldi fyrstu kaupendum frá fasteignamarkaði Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 14:10 Elvar Guðjónsson, fasteignasali, segir fjárfesta eiga greiða leið inn á fasteignamarkað á kostnað fyrstu kaupenda. Bylgjan Elvar Guðjónsson, fasteignasali, segir fjárfesta halda nýjum kaupendum frá fasteignamarkaðnum. Fjárfestar eigi of auðvelt með að kaupa sér fleiri fasteignir á kostnað nýrra kaupenda og seðlabankastjóri hafi gert fasteignamarkaðinn enn ójafnari með því að hækka vexti og lækka lánshlutfall. Þetta sagði Elvar, sem er löggiltur fasteignasali hjá Valborgu fasteignasölu, í viðtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segir stöðuna á íslenskum fasteignamarkaði mjög ójafna og þar halli mikið á fyrstu kaupendur. Undanfarnar vikur hefur hann verið að aðstoða son sinn við að kaupa sér fasteign og yfir þetta tímabil hafi hann séð ákveðið mynstur. Fyrstu kaupendur komust ekki að af því fjárfestar gátu yfirboðið og staðgreitt fasteignir. Seðlabankastjóri geri illt verra Elvar segir að síðastliðna þrjá mánuði sé búið að innleysa sjö milljarða í verðbréfasjóðum og telur hann að hver einasta króna í þessum sjóðum hafi farið í að kaupa fasteignir. Þannig væru einstaklingar að leysa út peninga sína úr verðbréfum til að binda þá í fasteignum sem væru að seljast á yfirverði. „Þegar þetta er að gerast mætir Seðlabankastjóri á hvítum hesti og segist ætla að bjarga fasteignakaupendum, hækka vexti og lækka lánshlutfall fyrir fyrstu kaupendur, sem komust ekki að hvort eð er,“ segir Elvar. Þá segist Elvar hafa séð það snemma að þessar eignir væru að fara að mestu leyti til fjárfesta. Það væri ljóst þegar maður sæi að eignirnar hafi selst á yfirverði og þær hafi verið staðgreiddar. Fyrstu kaupendur væru ekkert að staðgreiða fyrstu eignir, þeir þyrftu 80 til 90 prósenta lán. „Þetta var orðinn ójafn leikur og mér finnst seðlabankastjóri hafa gert hann enn ójafnari með nýjustu vendingum,“ segir Elvar og bætir við að það sé mikilvægt að Seðlabankinn viðhaldi jafnvægi af því það væri svo vont að búa í samfélagi þar sem forsendur breytist á skömmum tíma. Fjármagnstekjuskattur af leigutekjum of lítill „Þessi leikur verður enn ójafnari með því að fyrstu kaupendum er ýtt til hliðar með því að lækka lánshlutfallið og hækka vextina þannig að það eru færri þeirra sem komast að. Leikurinn er gerður auðveldari fyrir fjárfesta af því þeir eru ekki lengur að bítast um eignirnar við fyrstu kaupendur.“ Aðspurður hvernig væri hægt að bæta úr þessu sagði Elvar að það væri snúið verkefni. Eina stýritækið sem seðlabankinn hafi væri að hækka og lækka vexti, hann gæti ekki gert neitt annað. Til þess að stöðva þessa þróun telur Elvar þurfa að breyta því að þeir sem séu að leigja út fasteignir þurfi ekki að borga nema 11 prósent fjármagnstekjuskatt. „Það eru hvergi lægri skattar á neinar tekjur en leigutekjur.“ Elvar telur mögulega lausn við þessu væri að hækka fjármagnstekjuskatt á leigutekjur eða þá að setja takmörk á það hvað fólk má eiga mikið af eignum í útleigu. Of háir vextir stærsta vandamál fasteignamarkaðarins Þá segir Elvar að of háir vextir séu engin nýlunda á íslenskum fasteignamarkaði og þeir hafi raun alltaf verið of háir. „Vextir á íslenskum fasteignamarkaði hafa alltaf verið alltof háir. Að hluta til er það vegna þess að fjárfestar hafa verið ofaldir á því að þeir hafa ekkert þurft að taka mikla áhættu til að fá góða ávöxtun af því vextir hafa alltaf verið svo háir.“ „Menn hafa í gegnum tíðina getað sett peningana sína í banka, ávaxtað þá vel þar og þar af leiðandi þurfa bankarnir að krefjast hærri vaxta á móti. Þetta hefur verið langlangtstærsta vandamál fasteignamarkaðarins, frá upphafi nánast, alveg frá 1989 þegar Ólafslögin voru sett og verðtryggingin var sett á,“ segir Elvar. Hlusta má á viðtalið við Elvar í heild sinni í spilaranum að neðan. Fasteignamarkaður Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Þetta sagði Elvar, sem er löggiltur fasteignasali hjá Valborgu fasteignasölu, í viðtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segir stöðuna á íslenskum fasteignamarkaði mjög ójafna og þar halli mikið á fyrstu kaupendur. Undanfarnar vikur hefur hann verið að aðstoða son sinn við að kaupa sér fasteign og yfir þetta tímabil hafi hann séð ákveðið mynstur. Fyrstu kaupendur komust ekki að af því fjárfestar gátu yfirboðið og staðgreitt fasteignir. Seðlabankastjóri geri illt verra Elvar segir að síðastliðna þrjá mánuði sé búið að innleysa sjö milljarða í verðbréfasjóðum og telur hann að hver einasta króna í þessum sjóðum hafi farið í að kaupa fasteignir. Þannig væru einstaklingar að leysa út peninga sína úr verðbréfum til að binda þá í fasteignum sem væru að seljast á yfirverði. „Þegar þetta er að gerast mætir Seðlabankastjóri á hvítum hesti og segist ætla að bjarga fasteignakaupendum, hækka vexti og lækka lánshlutfall fyrir fyrstu kaupendur, sem komust ekki að hvort eð er,“ segir Elvar. Þá segist Elvar hafa séð það snemma að þessar eignir væru að fara að mestu leyti til fjárfesta. Það væri ljóst þegar maður sæi að eignirnar hafi selst á yfirverði og þær hafi verið staðgreiddar. Fyrstu kaupendur væru ekkert að staðgreiða fyrstu eignir, þeir þyrftu 80 til 90 prósenta lán. „Þetta var orðinn ójafn leikur og mér finnst seðlabankastjóri hafa gert hann enn ójafnari með nýjustu vendingum,“ segir Elvar og bætir við að það sé mikilvægt að Seðlabankinn viðhaldi jafnvægi af því það væri svo vont að búa í samfélagi þar sem forsendur breytist á skömmum tíma. Fjármagnstekjuskattur af leigutekjum of lítill „Þessi leikur verður enn ójafnari með því að fyrstu kaupendum er ýtt til hliðar með því að lækka lánshlutfallið og hækka vextina þannig að það eru færri þeirra sem komast að. Leikurinn er gerður auðveldari fyrir fjárfesta af því þeir eru ekki lengur að bítast um eignirnar við fyrstu kaupendur.“ Aðspurður hvernig væri hægt að bæta úr þessu sagði Elvar að það væri snúið verkefni. Eina stýritækið sem seðlabankinn hafi væri að hækka og lækka vexti, hann gæti ekki gert neitt annað. Til þess að stöðva þessa þróun telur Elvar þurfa að breyta því að þeir sem séu að leigja út fasteignir þurfi ekki að borga nema 11 prósent fjármagnstekjuskatt. „Það eru hvergi lægri skattar á neinar tekjur en leigutekjur.“ Elvar telur mögulega lausn við þessu væri að hækka fjármagnstekjuskatt á leigutekjur eða þá að setja takmörk á það hvað fólk má eiga mikið af eignum í útleigu. Of háir vextir stærsta vandamál fasteignamarkaðarins Þá segir Elvar að of háir vextir séu engin nýlunda á íslenskum fasteignamarkaði og þeir hafi raun alltaf verið of háir. „Vextir á íslenskum fasteignamarkaði hafa alltaf verið alltof háir. Að hluta til er það vegna þess að fjárfestar hafa verið ofaldir á því að þeir hafa ekkert þurft að taka mikla áhættu til að fá góða ávöxtun af því vextir hafa alltaf verið svo háir.“ „Menn hafa í gegnum tíðina getað sett peningana sína í banka, ávaxtað þá vel þar og þar af leiðandi þurfa bankarnir að krefjast hærri vaxta á móti. Þetta hefur verið langlangtstærsta vandamál fasteignamarkaðarins, frá upphafi nánast, alveg frá 1989 þegar Ólafslögin voru sett og verðtryggingin var sett á,“ segir Elvar. Hlusta má á viðtalið við Elvar í heild sinni í spilaranum að neðan.
Fasteignamarkaður Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira