Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2022 22:33 Boeing 757 þota Icelandair lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Hún var að koma frá Keflavík úr millilandaflugi til að reyna að bjarga málum í innanlandsfluginu. Egill Aðalsteinsson Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing-þotuna lenda í Reykjavík. Koma þotunnar virðist þó lítið hafa mildað martröð flugfarþega því ekki stóð heldur steinn yfir steini í þeirri flugáætlun sem henni hafði verið ætlað að fylgja. Þotan flaug fyrst til Akureyrar og hafði brottför verið áætluð klukkan 16.30. Reyndin varð seinkun um hálfa aðra klukkustund og fór hún ekki í loftið úr höfuðborginni fyrr en um klukkan 18. Samsvarandi seinkun varð svo á brottför frá Akureyri í kvöld. Þotan að leggja upp að flugstöðinni í Reykjavík síðdegis.Egill Aðalsteinsson Brottför þotunnar til Egilsstaða, sem tilkynnt hafði verið klukkan 19.30, seinkaði sömuleiðis og hélt hún ekki í loftið úr Reykjavík fyrr en um klukkan 21.15. Lenti þotan á Egilsstöðum um klukkan 22. Brottför frá Egilsstöðum, sem auglýst hafði verið klukkan 21.15, varð mun seinna og fór þotan í loftið klukkan 22.40. Búast má við lendingu hennar á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 23.20. Þegar upplýsingasíður Isavia um komur og brottfarir Icelandair í innanlandsfluginu eru skoðaðar sést að það voru varla nema þrjú flug á réttum tíma í dag. Verulegar seinkanir urðu á öðrum flugferðum eða þeim var hreinlega aflýst. Þannig var síðasta flug dagsins frá Ísafirði í kvöld meira en þremur klukkustundum á eftir áætlun. Hér má sjá þotuna lenda í Reykjavík síðdegis: Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27. júní 2022 20:01 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing-þotuna lenda í Reykjavík. Koma þotunnar virðist þó lítið hafa mildað martröð flugfarþega því ekki stóð heldur steinn yfir steini í þeirri flugáætlun sem henni hafði verið ætlað að fylgja. Þotan flaug fyrst til Akureyrar og hafði brottför verið áætluð klukkan 16.30. Reyndin varð seinkun um hálfa aðra klukkustund og fór hún ekki í loftið úr höfuðborginni fyrr en um klukkan 18. Samsvarandi seinkun varð svo á brottför frá Akureyri í kvöld. Þotan að leggja upp að flugstöðinni í Reykjavík síðdegis.Egill Aðalsteinsson Brottför þotunnar til Egilsstaða, sem tilkynnt hafði verið klukkan 19.30, seinkaði sömuleiðis og hélt hún ekki í loftið úr Reykjavík fyrr en um klukkan 21.15. Lenti þotan á Egilsstöðum um klukkan 22. Brottför frá Egilsstöðum, sem auglýst hafði verið klukkan 21.15, varð mun seinna og fór þotan í loftið klukkan 22.40. Búast má við lendingu hennar á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 23.20. Þegar upplýsingasíður Isavia um komur og brottfarir Icelandair í innanlandsfluginu eru skoðaðar sést að það voru varla nema þrjú flug á réttum tíma í dag. Verulegar seinkanir urðu á öðrum flugferðum eða þeim var hreinlega aflýst. Þannig var síðasta flug dagsins frá Ísafirði í kvöld meira en þremur klukkustundum á eftir áætlun. Hér má sjá þotuna lenda í Reykjavík síðdegis:
Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27. júní 2022 20:01 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12
Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27. júní 2022 20:01