Efla hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar heiðraður Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2022 16:06 Efla verkfræðistofa hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2022 og er pínaóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson einnig heiðraður. Efla Verkfræðistofan Efla hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2022 og við sama tilefni var Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, heiðraður fyrir störf sín á erlendri grund. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem gengur vel að markaðssetja og selja íslenskar vörur. Útflutningsverðlaunin voru veitt í 34. sinn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Tilgangurinn með veitingu Útflutningverðlaunanna er samkvæmt Íslandsstofu „að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis.“ Stærsta verkfræðistofa landsins verðlaunuð Efla verkfræðistofa á rætur að rekja 50 ár aftur í tímann, þegar fyrstu forverar núverandi fyrirtækis urðu til. Árið 2008 varð samruni fjögurra verkfræðistofa, Línuhönnunar, RTS, Afls og Verkfræðistofu Suðurlands. Síðan þá hefur Efla tvöfaldast að stærð og er nú stærsta verkfræðistofa Íslands með um 400 starfsmenn. Velta Eflu árið 2021 var um 7,2 milljarðar króna. Fyrirtækið hefur starfað við uppbyggingu og þróun orkumála, innviða og atvinnulífs á Íslandi. Helstu viðskiptavinir stofunnar eru sveitarfélög, orku- og veitufyrirtæki, Vegagerðin, iðnaður og stóriðja, ferðaþjónustan og innviðir hennar, og sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtæki. Fyrirtækið hefur einnig unnið að veigamiklum verkefnum á sviði orkuflutningsmannvirkja víða um heim og er nú með starfsemi í dóttur- og hlutdeildarfélögum í sjö löndum, Noregi, Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Þýskalandi, Skotlandi og Tyrklandi. Þar að auki hafa verkefni verið unnin á fjölmörgum sviðum í yfir 40 löndum á undanförnum áratug. Víkingur Heiðar heiðraður Samhliða afhendingu Útflutningsverðlaunanna var Víkingi Heiðari Ólafssyni, píanóleikara, veitt heiðursviðurkenning fyrir „eftirtektarverð störf á erlendri grundu.“ Meðal fyrri verðlaunahafa eru m.a. Baltasar Kormákur, Vigdís Finnbogadóttir og Björk. Víkingur Heiðar er einn fremsti einleikari sem Ísland getur státað sig af og undanfarin 10 ár hefur stjarna hans risið hratt á erlendri grundu. Næsta vetur mun hann m.a. vera staðarlistamaður við Southbank Centre í London og koma fram með hljómsveitum á borð við Fílharmóníusveitirnar í Berlín, London og New York. Upptökur Víkings fyrir Deutsche Grammophon hafa náð eyrum milljóna manna víða um veröld, en á undanförnum árum hefur þeim verið streymt 370 milljón sinnum. Hann hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna, var meðal annars valinn listamaður ársins hjá Gramophone-tímaritinu árið 2019 og hefur tvívegis hlotið þýsku tónlistarverðlaunin Opus Klassik fyrir bestu einleiksplötu. Fyrr í vor var tilkynnt að Víkingur hljóti hin virtu Rolf Schock verðlaun sem afhent verða í Stokkhólmi í haust. Útflutningsverðlaunin voru veitt í 34. sinn í dag en þau voru fyrst afhent árið 1989. Í úthlutunarnefndinni sátu Sif Gunnarsdóttir frá embætti forseta Íslands, Gylfi Magnússon frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Katrín Olga Jóhannesdóttir frá Viðskiptaráði, Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Hildur Árnadóttir frá Íslandsstofu, en Íslandsstofa ber ábyrgð á kostnaði og framkvæmd við veitinguna. Forseti Íslands Efnahagsmál Guðni Th. Jóhannesson Víkingur Heiðar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Útflutningsverðlaunin voru veitt í 34. sinn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Tilgangurinn með veitingu Útflutningverðlaunanna er samkvæmt Íslandsstofu „að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis.“ Stærsta verkfræðistofa landsins verðlaunuð Efla verkfræðistofa á rætur að rekja 50 ár aftur í tímann, þegar fyrstu forverar núverandi fyrirtækis urðu til. Árið 2008 varð samruni fjögurra verkfræðistofa, Línuhönnunar, RTS, Afls og Verkfræðistofu Suðurlands. Síðan þá hefur Efla tvöfaldast að stærð og er nú stærsta verkfræðistofa Íslands með um 400 starfsmenn. Velta Eflu árið 2021 var um 7,2 milljarðar króna. Fyrirtækið hefur starfað við uppbyggingu og þróun orkumála, innviða og atvinnulífs á Íslandi. Helstu viðskiptavinir stofunnar eru sveitarfélög, orku- og veitufyrirtæki, Vegagerðin, iðnaður og stóriðja, ferðaþjónustan og innviðir hennar, og sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtæki. Fyrirtækið hefur einnig unnið að veigamiklum verkefnum á sviði orkuflutningsmannvirkja víða um heim og er nú með starfsemi í dóttur- og hlutdeildarfélögum í sjö löndum, Noregi, Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Þýskalandi, Skotlandi og Tyrklandi. Þar að auki hafa verkefni verið unnin á fjölmörgum sviðum í yfir 40 löndum á undanförnum áratug. Víkingur Heiðar heiðraður Samhliða afhendingu Útflutningsverðlaunanna var Víkingi Heiðari Ólafssyni, píanóleikara, veitt heiðursviðurkenning fyrir „eftirtektarverð störf á erlendri grundu.“ Meðal fyrri verðlaunahafa eru m.a. Baltasar Kormákur, Vigdís Finnbogadóttir og Björk. Víkingur Heiðar er einn fremsti einleikari sem Ísland getur státað sig af og undanfarin 10 ár hefur stjarna hans risið hratt á erlendri grundu. Næsta vetur mun hann m.a. vera staðarlistamaður við Southbank Centre í London og koma fram með hljómsveitum á borð við Fílharmóníusveitirnar í Berlín, London og New York. Upptökur Víkings fyrir Deutsche Grammophon hafa náð eyrum milljóna manna víða um veröld, en á undanförnum árum hefur þeim verið streymt 370 milljón sinnum. Hann hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna, var meðal annars valinn listamaður ársins hjá Gramophone-tímaritinu árið 2019 og hefur tvívegis hlotið þýsku tónlistarverðlaunin Opus Klassik fyrir bestu einleiksplötu. Fyrr í vor var tilkynnt að Víkingur hljóti hin virtu Rolf Schock verðlaun sem afhent verða í Stokkhólmi í haust. Útflutningsverðlaunin voru veitt í 34. sinn í dag en þau voru fyrst afhent árið 1989. Í úthlutunarnefndinni sátu Sif Gunnarsdóttir frá embætti forseta Íslands, Gylfi Magnússon frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Katrín Olga Jóhannesdóttir frá Viðskiptaráði, Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Hildur Árnadóttir frá Íslandsstofu, en Íslandsstofa ber ábyrgð á kostnaði og framkvæmd við veitinguna.
Forseti Íslands Efnahagsmál Guðni Th. Jóhannesson Víkingur Heiðar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira