Leika sér ekki að því að aflýsa flugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júní 2022 12:54 Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play. Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs. Stúlkur sem æfa dans hjá JSB áttu flug með Play til Madridar þar sem til stóð að keppa á alþjóðlegu dansmóti en aflýsa þurfti Madrídarfluginu með skömmum fyrirvara vegna tjóns á flugvél Play. Hópur Íslendinga sem sótti hundasýningu lenti líka í vandræðum því hann átti flug með sömu vél frá Madrid til Keflavíkur í gærkvöldi. Aflýsa þurfti því flugi einnig og þurftu farþegarnir að verða sér úti um gistingu í Madrid. Nadine segir að allt sé reynt til að koma farþegum á leiðarenda. Hluti danshópsins hafi flogið út í morgun með öðru flugfélagi. „Við lendum semsagt í því fyrir helgi að það er rekist utan í vél hjá okkur á einum af útiflugvöllunum. Staðan er bara þannig í dag að það er mjög mikil mannekla í fluggeiranum og það veldur því að vélin er lengur í viðgerð en í venjulegu árferði en vélin er komin aftur í notkun núna. Við fengum hana í dag. Þetta varð til þess að við þurftum því miður að aflýsa Madridarfluginu í gær. Þetta er allra síðasta úrræðið. Við reynum allt áður.“ Erfitt sé að fá leiguvélar, bæði vegna manneklu og háannatíma í fluginu. Kvartað hefur verið yfir stopulu upplýsingaflæði til farþega. Nadine segir að farþegar fái að vita um leið og upplýsingar liggja fyrir um stöðu viðkomandi flugferðar. „Þegar svona gerist þá vilja allir tala við þjónustuaðila hjá okkur á sama tíma þannig að það er rosalega mikið álag á okkur þannig að við reynum að hafa þann háttinn á að við sendum skilaboð um leið og við erum með frekari upplýsingar.“ Tilvik sem þessi séu sjaldgæf. „Fólk kannski heldur að við séum með mjög lítið leiðarkerfi og að þetta sé stór hluti af ferðunum okkar en við erum að fara hátt í þrjátíu flugferðir á dag með hátt í fjögur þúsund farþega þannig að svona atvik koma fyrir örsjaldan. Auðvitað er ömurlegt þegar það gerist en við reynum okkar allra besta til að sinna þjónustu við fólkið.“ Í þeim tilfellum sem flugfélagið þarf að aflýsa flugi þá: „stendur fólki til boða að fá fulla endurgreiðslu og það á líka rétt á bótum sem eru nokkur hundruð Evrur svo við leikum okkur aldeilis ekki að því að gera þetta svona.“ Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. 26. júní 2022 18:42 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Stúlkur sem æfa dans hjá JSB áttu flug með Play til Madridar þar sem til stóð að keppa á alþjóðlegu dansmóti en aflýsa þurfti Madrídarfluginu með skömmum fyrirvara vegna tjóns á flugvél Play. Hópur Íslendinga sem sótti hundasýningu lenti líka í vandræðum því hann átti flug með sömu vél frá Madrid til Keflavíkur í gærkvöldi. Aflýsa þurfti því flugi einnig og þurftu farþegarnir að verða sér úti um gistingu í Madrid. Nadine segir að allt sé reynt til að koma farþegum á leiðarenda. Hluti danshópsins hafi flogið út í morgun með öðru flugfélagi. „Við lendum semsagt í því fyrir helgi að það er rekist utan í vél hjá okkur á einum af útiflugvöllunum. Staðan er bara þannig í dag að það er mjög mikil mannekla í fluggeiranum og það veldur því að vélin er lengur í viðgerð en í venjulegu árferði en vélin er komin aftur í notkun núna. Við fengum hana í dag. Þetta varð til þess að við þurftum því miður að aflýsa Madridarfluginu í gær. Þetta er allra síðasta úrræðið. Við reynum allt áður.“ Erfitt sé að fá leiguvélar, bæði vegna manneklu og háannatíma í fluginu. Kvartað hefur verið yfir stopulu upplýsingaflæði til farþega. Nadine segir að farþegar fái að vita um leið og upplýsingar liggja fyrir um stöðu viðkomandi flugferðar. „Þegar svona gerist þá vilja allir tala við þjónustuaðila hjá okkur á sama tíma þannig að það er rosalega mikið álag á okkur þannig að við reynum að hafa þann háttinn á að við sendum skilaboð um leið og við erum með frekari upplýsingar.“ Tilvik sem þessi séu sjaldgæf. „Fólk kannski heldur að við séum með mjög lítið leiðarkerfi og að þetta sé stór hluti af ferðunum okkar en við erum að fara hátt í þrjátíu flugferðir á dag með hátt í fjögur þúsund farþega þannig að svona atvik koma fyrir örsjaldan. Auðvitað er ömurlegt þegar það gerist en við reynum okkar allra besta til að sinna þjónustu við fólkið.“ Í þeim tilfellum sem flugfélagið þarf að aflýsa flugi þá: „stendur fólki til boða að fá fulla endurgreiðslu og það á líka rétt á bótum sem eru nokkur hundruð Evrur svo við leikum okkur aldeilis ekki að því að gera þetta svona.“
Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. 26. júní 2022 18:42 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. 26. júní 2022 18:42
Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34