Leika sér ekki að því að aflýsa flugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júní 2022 12:54 Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play. Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs. Stúlkur sem æfa dans hjá JSB áttu flug með Play til Madridar þar sem til stóð að keppa á alþjóðlegu dansmóti en aflýsa þurfti Madrídarfluginu með skömmum fyrirvara vegna tjóns á flugvél Play. Hópur Íslendinga sem sótti hundasýningu lenti líka í vandræðum því hann átti flug með sömu vél frá Madrid til Keflavíkur í gærkvöldi. Aflýsa þurfti því flugi einnig og þurftu farþegarnir að verða sér úti um gistingu í Madrid. Nadine segir að allt sé reynt til að koma farþegum á leiðarenda. Hluti danshópsins hafi flogið út í morgun með öðru flugfélagi. „Við lendum semsagt í því fyrir helgi að það er rekist utan í vél hjá okkur á einum af útiflugvöllunum. Staðan er bara þannig í dag að það er mjög mikil mannekla í fluggeiranum og það veldur því að vélin er lengur í viðgerð en í venjulegu árferði en vélin er komin aftur í notkun núna. Við fengum hana í dag. Þetta varð til þess að við þurftum því miður að aflýsa Madridarfluginu í gær. Þetta er allra síðasta úrræðið. Við reynum allt áður.“ Erfitt sé að fá leiguvélar, bæði vegna manneklu og háannatíma í fluginu. Kvartað hefur verið yfir stopulu upplýsingaflæði til farþega. Nadine segir að farþegar fái að vita um leið og upplýsingar liggja fyrir um stöðu viðkomandi flugferðar. „Þegar svona gerist þá vilja allir tala við þjónustuaðila hjá okkur á sama tíma þannig að það er rosalega mikið álag á okkur þannig að við reynum að hafa þann háttinn á að við sendum skilaboð um leið og við erum með frekari upplýsingar.“ Tilvik sem þessi séu sjaldgæf. „Fólk kannski heldur að við séum með mjög lítið leiðarkerfi og að þetta sé stór hluti af ferðunum okkar en við erum að fara hátt í þrjátíu flugferðir á dag með hátt í fjögur þúsund farþega þannig að svona atvik koma fyrir örsjaldan. Auðvitað er ömurlegt þegar það gerist en við reynum okkar allra besta til að sinna þjónustu við fólkið.“ Í þeim tilfellum sem flugfélagið þarf að aflýsa flugi þá: „stendur fólki til boða að fá fulla endurgreiðslu og það á líka rétt á bótum sem eru nokkur hundruð Evrur svo við leikum okkur aldeilis ekki að því að gera þetta svona.“ Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. 26. júní 2022 18:42 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Stúlkur sem æfa dans hjá JSB áttu flug með Play til Madridar þar sem til stóð að keppa á alþjóðlegu dansmóti en aflýsa þurfti Madrídarfluginu með skömmum fyrirvara vegna tjóns á flugvél Play. Hópur Íslendinga sem sótti hundasýningu lenti líka í vandræðum því hann átti flug með sömu vél frá Madrid til Keflavíkur í gærkvöldi. Aflýsa þurfti því flugi einnig og þurftu farþegarnir að verða sér úti um gistingu í Madrid. Nadine segir að allt sé reynt til að koma farþegum á leiðarenda. Hluti danshópsins hafi flogið út í morgun með öðru flugfélagi. „Við lendum semsagt í því fyrir helgi að það er rekist utan í vél hjá okkur á einum af útiflugvöllunum. Staðan er bara þannig í dag að það er mjög mikil mannekla í fluggeiranum og það veldur því að vélin er lengur í viðgerð en í venjulegu árferði en vélin er komin aftur í notkun núna. Við fengum hana í dag. Þetta varð til þess að við þurftum því miður að aflýsa Madridarfluginu í gær. Þetta er allra síðasta úrræðið. Við reynum allt áður.“ Erfitt sé að fá leiguvélar, bæði vegna manneklu og háannatíma í fluginu. Kvartað hefur verið yfir stopulu upplýsingaflæði til farþega. Nadine segir að farþegar fái að vita um leið og upplýsingar liggja fyrir um stöðu viðkomandi flugferðar. „Þegar svona gerist þá vilja allir tala við þjónustuaðila hjá okkur á sama tíma þannig að það er rosalega mikið álag á okkur þannig að við reynum að hafa þann háttinn á að við sendum skilaboð um leið og við erum með frekari upplýsingar.“ Tilvik sem þessi séu sjaldgæf. „Fólk kannski heldur að við séum með mjög lítið leiðarkerfi og að þetta sé stór hluti af ferðunum okkar en við erum að fara hátt í þrjátíu flugferðir á dag með hátt í fjögur þúsund farþega þannig að svona atvik koma fyrir örsjaldan. Auðvitað er ömurlegt þegar það gerist en við reynum okkar allra besta til að sinna þjónustu við fólkið.“ Í þeim tilfellum sem flugfélagið þarf að aflýsa flugi þá: „stendur fólki til boða að fá fulla endurgreiðslu og það á líka rétt á bótum sem eru nokkur hundruð Evrur svo við leikum okkur aldeilis ekki að því að gera þetta svona.“
Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. 26. júní 2022 18:42 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. 26. júní 2022 18:42
Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34