Mannskemmandi fyrir fólk að vera dregið aftur í myrkrið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 21:29 Guðmundur Ingi hefur verið formaður Afstöðu félags fanga í átta ár. Formaður Afstöðu kallar eftir breyttri löggjöf um reynslulausn á Íslandi. Fangar sem fá þyngri dóma fá sjaldan sem aldrei reynslulausn hér ólíkt því sem tíðkast á Norðurlöndum. Greint var frá því í fréttum okkar í gær að Mirjam Foekje van Twuijver, 53 ára hollensk kona, sem hlaut fyrir sjö árum einn allra þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi hefði stefnt ríkinu fyrir frelsissviptingu. Mirjam var svokallað burðardýr og fékk fyrst ellefu ár fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum til landsins. Hæstiréttur mildaði dóminn í átta ár. Hún hafði fengið að afplána hluta dóms síns utan fangelsis undir rafrænu eftirliti vegna þess að Útlendingastofnun vildi senda hana úr landi. Hún kærði það til kærunefndar útlendingamála og fékk ákvörðun útlendingastofnunar snúið við. En þá ákvað Fangelsismálastofnun að forsendur þess að hún afplánaði rest refsingar sinnar utan fangelsis væru brostnar og Mirjam var kölluð aftur inn í fangelsi. Hún lýsti þeirri reynslu eins og „helvíti“ í samtali við fréttastofu í gær. Ættum að beita reynslulausn oftar á Íslandi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir málið afar slæmt. Gera hefði átt undantekningu á þessari reglu í tilviki Mirjam fyrst hún var komin út úr fangelsi „Það er náttúrulega búið að taka þetta ígildi stjórnvaldsákvörðunar og það er erfitt að draga það til baka. Þannig maður skilur það alveg að þegar manneskja er komin í ljósið og hún sé dregin aftur í myrkrið, það er hrikalega erfitt og mannskemmandi í raun og veru,“ segir Guðmundur Ingi. Og í raun er hann á því að Fangelsismálastofnun eigi að vera mun viljugri til að veita föngum reynslulausn, ekki aðeins í þessu sérstaka tilviki Mirjam. Eins og kerfið er í dag er venjan að þeir sem hljóta þyngri dóma verði að afplána tvo þriðju þeirra en hinir sem hljóti vægari dóma eigi möguleikann á því að fá reynslulausn eftir helming fangelsistímans. Guðmundur Ingi segir tíma til kominn að hinir sem hljóti þyngri dóma fái einnig þennan möguleika. „Það eru heimildir sem að Norðurlöndin eru farin að nota miklu meira. Og byggist á því að þegar fólk er að standa sig vel og ná bata þá er þessi lagagrein notuð. En hér er hún aldrei notuð,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það gallaða hugmyndafræði að láta fanga afplána meira en helming af dómi sínum í öllum tilfellum. Reynslulausn sé frábært tæki að beita þegar fangar hafa náð góðri endurhæfingu í fangelsum og byggt sig upp. Kominn sé tími á heildarendurskoðun á löggjöfinni. „Hér vill fangelsismálastofnun ekki taka þessa stóru pólitísku ákvörðun. Hún þarf að koma frá Alþingi Íslendinga,“ segir Guðmundur Ingi. Fangelsismál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Greint var frá því í fréttum okkar í gær að Mirjam Foekje van Twuijver, 53 ára hollensk kona, sem hlaut fyrir sjö árum einn allra þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi hefði stefnt ríkinu fyrir frelsissviptingu. Mirjam var svokallað burðardýr og fékk fyrst ellefu ár fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum til landsins. Hæstiréttur mildaði dóminn í átta ár. Hún hafði fengið að afplána hluta dóms síns utan fangelsis undir rafrænu eftirliti vegna þess að Útlendingastofnun vildi senda hana úr landi. Hún kærði það til kærunefndar útlendingamála og fékk ákvörðun útlendingastofnunar snúið við. En þá ákvað Fangelsismálastofnun að forsendur þess að hún afplánaði rest refsingar sinnar utan fangelsis væru brostnar og Mirjam var kölluð aftur inn í fangelsi. Hún lýsti þeirri reynslu eins og „helvíti“ í samtali við fréttastofu í gær. Ættum að beita reynslulausn oftar á Íslandi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir málið afar slæmt. Gera hefði átt undantekningu á þessari reglu í tilviki Mirjam fyrst hún var komin út úr fangelsi „Það er náttúrulega búið að taka þetta ígildi stjórnvaldsákvörðunar og það er erfitt að draga það til baka. Þannig maður skilur það alveg að þegar manneskja er komin í ljósið og hún sé dregin aftur í myrkrið, það er hrikalega erfitt og mannskemmandi í raun og veru,“ segir Guðmundur Ingi. Og í raun er hann á því að Fangelsismálastofnun eigi að vera mun viljugri til að veita föngum reynslulausn, ekki aðeins í þessu sérstaka tilviki Mirjam. Eins og kerfið er í dag er venjan að þeir sem hljóta þyngri dóma verði að afplána tvo þriðju þeirra en hinir sem hljóti vægari dóma eigi möguleikann á því að fá reynslulausn eftir helming fangelsistímans. Guðmundur Ingi segir tíma til kominn að hinir sem hljóti þyngri dóma fái einnig þennan möguleika. „Það eru heimildir sem að Norðurlöndin eru farin að nota miklu meira. Og byggist á því að þegar fólk er að standa sig vel og ná bata þá er þessi lagagrein notuð. En hér er hún aldrei notuð,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það gallaða hugmyndafræði að láta fanga afplána meira en helming af dómi sínum í öllum tilfellum. Reynslulausn sé frábært tæki að beita þegar fangar hafa náð góðri endurhæfingu í fangelsum og byggt sig upp. Kominn sé tími á heildarendurskoðun á löggjöfinni. „Hér vill fangelsismálastofnun ekki taka þessa stóru pólitísku ákvörðun. Hún þarf að koma frá Alþingi Íslendinga,“ segir Guðmundur Ingi.
Fangelsismál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira