Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Árni Sæberg skrifar 26. júní 2022 18:42 Stelpurnar frá JSB eru ekki sáttar. Aðsend Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. Helga Hlín Stefándóttir, danskennari hjá JSB, segir farir sínar ekki sléttar eftir að fluginu var aflýst í dag. Hún segir að rétt fyrir ætlaða brottför hafi borist tölvupóstur frá Play þess efnis að fluginu yrði frestað, klukkustund síðar hafi hópurinn svo séð á tilkynningskjá í Leifsstöð að fluginu hafi verið aflýst. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi þurft að aflýsa fluginu vegna tjóns á flugvél. Rekist hafi verið í eina vél félagsins á flugvelli erlendis og viðgerð hafi tafist vegna manneklu. Allur fluggeirinn glímir við mikinn vanda um þessar mundir vegna manneklu á flugvöllum víða um heim. Þá segir hún að félagið hafi þegar haft samband við alla þá sem áttu bókað flugfar til Madrídar í dag. Play muni endurgreiða fargjaldið og borga mismun á gjaldi ef fólk þarf að kaupa dýrara flug. Hafa æft atriðið frá nóvember Helga Hlín segir hópnum hafi verið boðið far með næsta áætlunarflugi Play til Madrídar á miðvikudag. „Það er of seint fyrir okkur. Við erum með stelpur sem eru að fara að keppa bæði á þriðjudag og miðvikudag, svo það gengur ekki. Nú erum við í miklum vandræðum með að koma hópnum út til Spánar,“ segir hún. Helga Hlín segist lítið hafa geta gert í málinu hingað til, hún var á leið heim frá Keflavík þegar Vísir náði tali af henni en fram að heimför hafði hún verið í því að hugga stelpurnar. „Ég var bara þarna með grátandi nemendur og allir alveg miður sín, búnir að æfa atriðið síðan í nóvember. Þetta er alveg ömurleg staða en ég ætla að gera mitt besta til að koma þeim út, sama þótt við þurfum að taka fjórar flugvélar,“ segir hún. „Það var bara eins og þeir væru ekki til“ Helga Hlín gagnrýnir Play harðlega og segist aldrei hafa lent í öðru eins á ævinni, þrátt fyrir að hafa ferðast mikið til útlanda. „Þeir bara svara ekki neinu, þeir svara ekki tölvupóstum eða á Facebook-spjallinu. Þeir voru ekki með neinn sjánlegan starfsmann á flugvellinum sem vissi eitthvað, það var eins og þeir væru bara ekki til,“ segir hún. Nadine Guðrún segir hins vegar að allir farþegar hafi fengið skilaboð fyrir hádegi í dag þess efnis að fluginu yrði frestað og því ættu farþegar ekki að mæta upp á flugvöll. Frekari upplýsinga væri að vænta klukkan 15 en þá hafi borist önnur skilaboð og þrenn önnur yfir daginn. „Við erum öll af vilja gerð og viljum svara öllum hratt og örugglega en þegar það kemur upp svona staða og við neyðumst til að aflýsa flugi þa hafa allir samband i einu. Þá er eina sem við getum gert að senda skilaboð á alla í einu. Við erum að fljúga með fjögur þúsund farþega á dag og það eru tuttugu til þrjátíu flugferðir á dag og ef við missum eina flugvél í einhvern tíma þá þarf að skipuleggja allt upp á nýtt, sem tekur tíma,“ segir Nadine Guðrún í samtali við Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Dans Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Helga Hlín Stefándóttir, danskennari hjá JSB, segir farir sínar ekki sléttar eftir að fluginu var aflýst í dag. Hún segir að rétt fyrir ætlaða brottför hafi borist tölvupóstur frá Play þess efnis að fluginu yrði frestað, klukkustund síðar hafi hópurinn svo séð á tilkynningskjá í Leifsstöð að fluginu hafi verið aflýst. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi þurft að aflýsa fluginu vegna tjóns á flugvél. Rekist hafi verið í eina vél félagsins á flugvelli erlendis og viðgerð hafi tafist vegna manneklu. Allur fluggeirinn glímir við mikinn vanda um þessar mundir vegna manneklu á flugvöllum víða um heim. Þá segir hún að félagið hafi þegar haft samband við alla þá sem áttu bókað flugfar til Madrídar í dag. Play muni endurgreiða fargjaldið og borga mismun á gjaldi ef fólk þarf að kaupa dýrara flug. Hafa æft atriðið frá nóvember Helga Hlín segir hópnum hafi verið boðið far með næsta áætlunarflugi Play til Madrídar á miðvikudag. „Það er of seint fyrir okkur. Við erum með stelpur sem eru að fara að keppa bæði á þriðjudag og miðvikudag, svo það gengur ekki. Nú erum við í miklum vandræðum með að koma hópnum út til Spánar,“ segir hún. Helga Hlín segist lítið hafa geta gert í málinu hingað til, hún var á leið heim frá Keflavík þegar Vísir náði tali af henni en fram að heimför hafði hún verið í því að hugga stelpurnar. „Ég var bara þarna með grátandi nemendur og allir alveg miður sín, búnir að æfa atriðið síðan í nóvember. Þetta er alveg ömurleg staða en ég ætla að gera mitt besta til að koma þeim út, sama þótt við þurfum að taka fjórar flugvélar,“ segir hún. „Það var bara eins og þeir væru ekki til“ Helga Hlín gagnrýnir Play harðlega og segist aldrei hafa lent í öðru eins á ævinni, þrátt fyrir að hafa ferðast mikið til útlanda. „Þeir bara svara ekki neinu, þeir svara ekki tölvupóstum eða á Facebook-spjallinu. Þeir voru ekki með neinn sjánlegan starfsmann á flugvellinum sem vissi eitthvað, það var eins og þeir væru bara ekki til,“ segir hún. Nadine Guðrún segir hins vegar að allir farþegar hafi fengið skilaboð fyrir hádegi í dag þess efnis að fluginu yrði frestað og því ættu farþegar ekki að mæta upp á flugvöll. Frekari upplýsinga væri að vænta klukkan 15 en þá hafi borist önnur skilaboð og þrenn önnur yfir daginn. „Við erum öll af vilja gerð og viljum svara öllum hratt og örugglega en þegar það kemur upp svona staða og við neyðumst til að aflýsa flugi þa hafa allir samband i einu. Þá er eina sem við getum gert að senda skilaboð á alla í einu. Við erum að fljúga með fjögur þúsund farþega á dag og það eru tuttugu til þrjátíu flugferðir á dag og ef við missum eina flugvél í einhvern tíma þá þarf að skipuleggja allt upp á nýtt, sem tekur tíma,“ segir Nadine Guðrún í samtali við Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Dans Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent